Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. september 2022 15:20 Guðni Th. Jóhannesson forseti segir ekkert danskt við súkkulaðihúðaðan lakkrís. Hann sé jafn íslenskur og álfar og jöklar. Vísir/Vilhelm/Lakrids by Bülow Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. Í gær fjallaði Vísir um kynningartexta sem danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow hefur stuðst við, þar sem sagði að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hefði árið 2009 fengið þá snjöllu hugmynd að blanda saman lakkrís og súkkulaði. Honum hafi verið sagt að það væri, einfaldlega, ekki hægt. Hann hafi hins vegar sýnt efasemdarmönnum í tvo heimana og gert nákvæmlega það. Bent hefur verið á að saga súkkulaðihúðaðs lakkríss sé ögn lengri en 13 ár. Það gerði framkvæmdastjóri Freyju, Pétur Thor Gunnarsson, meðal annars, og benti á að sambland lakkríss og súkkulaðis mætti kalla áratugagamla hefð hér á landi. Danir væru þarna að reyna að eigna sér heiðurinn af þeirri hefð. Í morgun birtist síðan tíst frá aðgangi danska sælgætisframleiðandans, þar sem gengist var við því að um væri að ræða íslenska nammihefð, og unnið væri að breytingum á kynningartextanum. Súkkulaði og lakkrís jafn íslenskt og jöklar og álfar Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, hefur nú blandað sér í málið. Í svari við tísti Lakrids by Bülow segir hann súkkulaðihúðaðan lakkrís vera jafn íslenskan og „jöklar og álfar, eldfjöll og fossar.“ „Ekkert danskt við það, með fullri virðingu. Prófið frekar að setja súkkulaði á ykkar ástkæra smurbrauð eða svínasteik, kæru dönsku vinir. Það gæti verið eitthvað,“ skrifar forsetinn á sínum opinbera reikningi. Chocolate-coated liquorice is as Icelandic as glaciers and elves, volcanoes and waterfalls. Nothing Danish there, with all due respect. Try instead putting chocolate on your beloved smørrebrød or stegt flæsk, dear friends in Denmark. That could be something.— President of Iceland (@PresidentISL) September 6, 2022 Ljóst er að forsetinn gat ekki látið það átölulaust að fólk velktist í vafa um uppruna súkkulaðihúðaðs lakkríss, miðað við þessi orð. Raunar herma heimildir fréttastofu að Guðni sé mikill aðdándi íslensks lakkríss, og hafi meðal annars boðið upp á hann í samkvæmum tengdum útgáfu á bókum hans. Því standi málið honum nær en ella. Sælgæti Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02 Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Í gær fjallaði Vísir um kynningartexta sem danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow hefur stuðst við, þar sem sagði að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hefði árið 2009 fengið þá snjöllu hugmynd að blanda saman lakkrís og súkkulaði. Honum hafi verið sagt að það væri, einfaldlega, ekki hægt. Hann hafi hins vegar sýnt efasemdarmönnum í tvo heimana og gert nákvæmlega það. Bent hefur verið á að saga súkkulaðihúðaðs lakkríss sé ögn lengri en 13 ár. Það gerði framkvæmdastjóri Freyju, Pétur Thor Gunnarsson, meðal annars, og benti á að sambland lakkríss og súkkulaðis mætti kalla áratugagamla hefð hér á landi. Danir væru þarna að reyna að eigna sér heiðurinn af þeirri hefð. Í morgun birtist síðan tíst frá aðgangi danska sælgætisframleiðandans, þar sem gengist var við því að um væri að ræða íslenska nammihefð, og unnið væri að breytingum á kynningartextanum. Súkkulaði og lakkrís jafn íslenskt og jöklar og álfar Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, hefur nú blandað sér í málið. Í svari við tísti Lakrids by Bülow segir hann súkkulaðihúðaðan lakkrís vera jafn íslenskan og „jöklar og álfar, eldfjöll og fossar.“ „Ekkert danskt við það, með fullri virðingu. Prófið frekar að setja súkkulaði á ykkar ástkæra smurbrauð eða svínasteik, kæru dönsku vinir. Það gæti verið eitthvað,“ skrifar forsetinn á sínum opinbera reikningi. Chocolate-coated liquorice is as Icelandic as glaciers and elves, volcanoes and waterfalls. Nothing Danish there, with all due respect. Try instead putting chocolate on your beloved smørrebrød or stegt flæsk, dear friends in Denmark. That could be something.— President of Iceland (@PresidentISL) September 6, 2022 Ljóst er að forsetinn gat ekki látið það átölulaust að fólk velktist í vafa um uppruna súkkulaðihúðaðs lakkríss, miðað við þessi orð. Raunar herma heimildir fréttastofu að Guðni sé mikill aðdándi íslensks lakkríss, og hafi meðal annars boðið upp á hann í samkvæmum tengdum útgáfu á bókum hans. Því standi málið honum nær en ella.
Sælgæti Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02 Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02
Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda