„Erum svo þakklát þjóðinni“ Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2022 12:31 Vanda Sigurgeirsdóttir ræddi við Vísi á Galgenwaard-leikvanginum í Utrecht, þar sem örlög íslenska kvennalandsliðsins ráðast í kvöld. vísir/Arnar „Þetta er risaskref,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um möguleikann á því að Ísland tryggi sér í kvöld farseðilinn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn. Til þess þarf liðið jafntefli eða sigur gegn Hollandi í Utrecht. „Við höfum verið nálægt þessu og eins og margir vita komist fjórum sinnum í röð á EM. En HM, þá er maður kominn í allan heiminn, og það er erfitt að koma því í orð hversu mikla þýðingu það hefði fyrir okkur,“ segir Vanda. Náist takmarkið í kvöld myndi Ísland spila á stórmóti tvö sumur í röð, því HM er í Eyjaálfu næsta sumar og EM fór fram í Englandi í sumar, ári seinna en ella vegna kórónuveirufaraldursins. „Við fundum stemninguna heima í sumar alla leið til Englands, og að fá annað svona sumar væri bara frábært fyrir okkur öll. Áhuginn og áhorfið, 63% á leikinn gegn Frökkum, við fundum þetta svo vel. Við öll, stjórnin, starfsfólkið og stelpurnar, erum svo þakklát þjóðinni, bæði þeim sem voru á staðnum og þeim sem voru heima, fyrir allan þennan stuðning og áhuga sem við finnum. Þetta var ekki alltaf svona,“ segir Vanda sem sjálf spilaði 37 A-landsleiki fyrir Ísland á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Klippa: Vanda segir umgjörð landsliðanna alltaf að batna Eitt af stóru markmiðunum að bæta aðbúnað landsliða Umgjörðin í kringum íslenska landsliðið verður líklega aldrei eins góð og hjá stærstu þjóðunum en ekki er annað að heyra á leikmönnum en að ánægja sé með hana. Það var þó til að mynda gagnrýnt af öðrum í sumar að Ísland skyldi ekki fá heimaleik í aðdraganda EM, og liðið ferðaðist með áætlunarflugi frá Íslandi í úrslitaleikinn sem fram fer í kvöld. „KSÍ getur alltaf gert betur. Við erum að reyna það. Við virkilega reyndum að fá heimaleik fyrir EM. Ég á afmæli 28. júní og sá það alveg fyrir mér að fá heimaleik á afmælisdaginn til að fólk gæti komið og kvatt liðið. Það bara gekk ekki. Við erum alltaf að bæta umgjörðina en við erum að reka stórt samband og það þarf allt að ganga upp. Við erum að koma upp úr svolítið erfiðum tíma en þetta er stefnan og eitt af mínum stóru markmiðum, að bæta aðbúnaðinn hjá A-landsliðum kvenna og karla, og líka yngri liðunum. Við megum ekki gleyma þeim því að þau taka við seinna meir. Við erum alltaf að gera okkar besta,“ segir Vanda. Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti KSÍ Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
„Við höfum verið nálægt þessu og eins og margir vita komist fjórum sinnum í röð á EM. En HM, þá er maður kominn í allan heiminn, og það er erfitt að koma því í orð hversu mikla þýðingu það hefði fyrir okkur,“ segir Vanda. Náist takmarkið í kvöld myndi Ísland spila á stórmóti tvö sumur í röð, því HM er í Eyjaálfu næsta sumar og EM fór fram í Englandi í sumar, ári seinna en ella vegna kórónuveirufaraldursins. „Við fundum stemninguna heima í sumar alla leið til Englands, og að fá annað svona sumar væri bara frábært fyrir okkur öll. Áhuginn og áhorfið, 63% á leikinn gegn Frökkum, við fundum þetta svo vel. Við öll, stjórnin, starfsfólkið og stelpurnar, erum svo þakklát þjóðinni, bæði þeim sem voru á staðnum og þeim sem voru heima, fyrir allan þennan stuðning og áhuga sem við finnum. Þetta var ekki alltaf svona,“ segir Vanda sem sjálf spilaði 37 A-landsleiki fyrir Ísland á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Klippa: Vanda segir umgjörð landsliðanna alltaf að batna Eitt af stóru markmiðunum að bæta aðbúnað landsliða Umgjörðin í kringum íslenska landsliðið verður líklega aldrei eins góð og hjá stærstu þjóðunum en ekki er annað að heyra á leikmönnum en að ánægja sé með hana. Það var þó til að mynda gagnrýnt af öðrum í sumar að Ísland skyldi ekki fá heimaleik í aðdraganda EM, og liðið ferðaðist með áætlunarflugi frá Íslandi í úrslitaleikinn sem fram fer í kvöld. „KSÍ getur alltaf gert betur. Við erum að reyna það. Við virkilega reyndum að fá heimaleik fyrir EM. Ég á afmæli 28. júní og sá það alveg fyrir mér að fá heimaleik á afmælisdaginn til að fólk gæti komið og kvatt liðið. Það bara gekk ekki. Við erum alltaf að bæta umgjörðina en við erum að reka stórt samband og það þarf allt að ganga upp. Við erum að koma upp úr svolítið erfiðum tíma en þetta er stefnan og eitt af mínum stóru markmiðum, að bæta aðbúnaðinn hjá A-landsliðum kvenna og karla, og líka yngri liðunum. Við megum ekki gleyma þeim því að þau taka við seinna meir. Við erum alltaf að gera okkar besta,“ segir Vanda. Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti KSÍ Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira