Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2022 11:26 Rhonda Blackmore, aðstoðarlögreglustjórinn í Saskatchewan, á blaðamannafundi um helgina. Damien Sanderson fannst látinn í gær en Myles gengur enn laus. AP/Michael Bell Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. Honum var sleppt á reynslulausn í ágúst í fyrra og stóð til að handtaka hann á nýjan leik í nóvember. Sú ákvörðun var þó felld niður í febrúar og komst opinber nefnd að þeirri niðurstöðu að ekki stafaði ógn af honum. Damien Sanderson (31), bróðir Myles (30), fannst látinn í gær. Ekki hefur verið gefið upp hvernig hann dó en lögreglan hefur sagt að hann hafi verið með áverka sem hann hafi ekki veitt sér sjálfur. Tíu eru látnir og átján særðir eftir árásir þeirra bræðra í Saskatchewan í Kanada. Í frétt CBC News segir að Myles Sanderson hafi verið dæmdur 59 sinnum á rúmur tveimur áratugum. Þar á meðal fyrir líkamsárásir, árás með vopni, hótanir, árás á lögregluþjón og rán. Þá hefur hann margsinnis verið dæmdur fyrir að rjúfa skilorð og brjóta reglur reynslulausnar og hefur honum verið bannað að eiga skotvopn vegna þessara dóma. Dómsskjöl í Kanada sýna að Myles hefur lengi átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefna en hann var byrjaður að neyta kókaíns þegar hann var fjórtán ára gamall. Í skjali sem snýr að reynslulausn hans segir að regluleg neysla hans á kókaíni, maríjúana og áfengi hafi oft leitt til þess að hann missti stjórn á skapi sínum. Í einu slíku atviki frá 2017 ruddist Myles inn til fyrrverandi kærustu sinnar þar sem hann kýldi í gegnum hurð á baðherbergi þar sem börn voru að fela sig fyrir honum. Hann kastaði svo múrstein í framrúðu bíls konunnar. Nokkrum dögum síðar hótaði hann að myrða starfsmenn í verslun sem hann sótti og hótaði hann einnig að brenna hús foreldra sinna. Árið 2018 stakk hann tvo menn með gaffli og rotaði annan en samkvæmt kanadísk miðlinum Global News voru mennirnir við drykkju heima hjá Myles. Sumarið 2018 sparkaði hann svo ítrekað í andlit lögregluþjóns sem var að reyna að handtaka hann. Sleppt í ágúst í fyrra Myles var sleppt úr fangelsi á reynslulausn í ágúst í fyrra. Í nóvember var sú reynslulausn þó felld niður þar sem Myles hafði brotið þær reglur sem honum hafði verðið settar. Þá var hann sagður vera edrú, kominn með vinnu og í meðferð hjá ráðgjafa. Hann hafði hins vegar brotið reglurnar með því að flytja inn til fyrrverandi kærustu sinnar. Sú ákvörðun var þá afturkölluð í febrúar. Þá staðhæfði sérstök nefnd sem fjallar um málefni fanga á reynslulausn að það stafaði ekki ógn af Myles Sanderson og það að hafa hann á reynslulausn myndi hjálpa til við að gera hann að „löghlýðnum borgara“. CBC segir þó að lýst hafi verið eftir Myles í maí og lögreglan hefur staðfest að það er vegna þess að hann hafði hætt að mæta á fundi með skilorðsfulltrúa sínum. Hann hefur þó gengið laus í allt sumar. Kanada Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Honum var sleppt á reynslulausn í ágúst í fyrra og stóð til að handtaka hann á nýjan leik í nóvember. Sú ákvörðun var þó felld niður í febrúar og komst opinber nefnd að þeirri niðurstöðu að ekki stafaði ógn af honum. Damien Sanderson (31), bróðir Myles (30), fannst látinn í gær. Ekki hefur verið gefið upp hvernig hann dó en lögreglan hefur sagt að hann hafi verið með áverka sem hann hafi ekki veitt sér sjálfur. Tíu eru látnir og átján særðir eftir árásir þeirra bræðra í Saskatchewan í Kanada. Í frétt CBC News segir að Myles Sanderson hafi verið dæmdur 59 sinnum á rúmur tveimur áratugum. Þar á meðal fyrir líkamsárásir, árás með vopni, hótanir, árás á lögregluþjón og rán. Þá hefur hann margsinnis verið dæmdur fyrir að rjúfa skilorð og brjóta reglur reynslulausnar og hefur honum verið bannað að eiga skotvopn vegna þessara dóma. Dómsskjöl í Kanada sýna að Myles hefur lengi átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefna en hann var byrjaður að neyta kókaíns þegar hann var fjórtán ára gamall. Í skjali sem snýr að reynslulausn hans segir að regluleg neysla hans á kókaíni, maríjúana og áfengi hafi oft leitt til þess að hann missti stjórn á skapi sínum. Í einu slíku atviki frá 2017 ruddist Myles inn til fyrrverandi kærustu sinnar þar sem hann kýldi í gegnum hurð á baðherbergi þar sem börn voru að fela sig fyrir honum. Hann kastaði svo múrstein í framrúðu bíls konunnar. Nokkrum dögum síðar hótaði hann að myrða starfsmenn í verslun sem hann sótti og hótaði hann einnig að brenna hús foreldra sinna. Árið 2018 stakk hann tvo menn með gaffli og rotaði annan en samkvæmt kanadísk miðlinum Global News voru mennirnir við drykkju heima hjá Myles. Sumarið 2018 sparkaði hann svo ítrekað í andlit lögregluþjóns sem var að reyna að handtaka hann. Sleppt í ágúst í fyrra Myles var sleppt úr fangelsi á reynslulausn í ágúst í fyrra. Í nóvember var sú reynslulausn þó felld niður þar sem Myles hafði brotið þær reglur sem honum hafði verðið settar. Þá var hann sagður vera edrú, kominn með vinnu og í meðferð hjá ráðgjafa. Hann hafði hins vegar brotið reglurnar með því að flytja inn til fyrrverandi kærustu sinnar. Sú ákvörðun var þá afturkölluð í febrúar. Þá staðhæfði sérstök nefnd sem fjallar um málefni fanga á reynslulausn að það stafaði ekki ógn af Myles Sanderson og það að hafa hann á reynslulausn myndi hjálpa til við að gera hann að „löghlýðnum borgara“. CBC segir þó að lýst hafi verið eftir Myles í maí og lögreglan hefur staðfest að það er vegna þess að hann hafði hætt að mæta á fundi með skilorðsfulltrúa sínum. Hann hefur þó gengið laus í allt sumar.
Kanada Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira