Eimskip fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 6. september 2022 07:38 Hæstiréttur mun ekki taka mál Eimskipafélagsins fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Eimskipafélags Íslands í CFC-málinu svokallaða. Félagið tilkynnti í gær að málinu væri þar með lokið og að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu. Málið snerist um endurákvörðun yfirskattanefndar og ríkisskattstjóra á gjöldum Eimskips fyrir gjaldárin 2014 og 2015 á grundvelli reglna um svokölluð CFC-félög. Reglurnar kveða á um að innlendum eigendum erlendra félaga, sjóða eða stofnana sem staðsett eru á lágskattasvæðum, CFC-félaga, beri að greiða skatt vegna hagnaðar sem myndast hjá lögaðilanum og ekki hefur verið úthlutað til eigenda CFC-félagsins. Gjöld Eimskips voru endurákveðin vegna hagnaðar félaga í lágskattaríkinu Antígva og Barbúda sem eru í eigu P/f Faroe ship, sem er alfarið í eigu Eimskipafélagsins. P/f Faroe ship stunduðu þurrleigu á skipum í eyríkjunum. Deilt var um hvort Eimskip hafi átt að skila CFC-skýrslu vegna starfsemi P/f Faroe í Karíbahafinu og telja hagnaðinn til tekna í skattskilum sínum. Tekjur P/f Faroe hækkuðu um rúman milljarð árið 2014 og um rúmar 387 milljónir króna árið 2015. Fram kemur í dómi Landsréttar að stofn til tekjuskatts hafi þar af leiðandi orðið 97 milljónir í stað yfirfæranlegs 159 milljóna króna taps og seinna árið 285 milljóna yfirfæranlegt tap. Krafðist Skatturinn þess að Eimskip greiddi rúmar 24 milljónir króna í skatt auk vaxta. Eimskip byggði aðalkröfu sína á því að hagnaður P/f Faroe ship í Antígva og Barbúda ætti ekki að teljast Eimskipi til hagnaðar þar sem P/f Ship sætti eðlilegri skattlagningu í Færeyjum. Eignarhald dótturfélagsins á skipum í Antígva og Barbúda fæli ekki í sér skattasniðgöngu, hvorki á Íslandi né annars staðar. Ekkert umræddra skipa hafi veirð í eigu íslensks félags eða verið skráð á íslenska skipaskrá. Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkinu í vil og Landsréttur staðfesti þann dóm í júní síðastliðnum. Eimskip skrifaði í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar í gær að málinu sé lokið að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu og málskostnaður fyrir héraðsdómi og Landsrétti hafi verið látinn niður falla. Skattar og tollar Færeyjar Sjávarútvegur Dómsmál Antígva og Barbúda Eimskip Skipaflutningar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Málið snerist um endurákvörðun yfirskattanefndar og ríkisskattstjóra á gjöldum Eimskips fyrir gjaldárin 2014 og 2015 á grundvelli reglna um svokölluð CFC-félög. Reglurnar kveða á um að innlendum eigendum erlendra félaga, sjóða eða stofnana sem staðsett eru á lágskattasvæðum, CFC-félaga, beri að greiða skatt vegna hagnaðar sem myndast hjá lögaðilanum og ekki hefur verið úthlutað til eigenda CFC-félagsins. Gjöld Eimskips voru endurákveðin vegna hagnaðar félaga í lágskattaríkinu Antígva og Barbúda sem eru í eigu P/f Faroe ship, sem er alfarið í eigu Eimskipafélagsins. P/f Faroe ship stunduðu þurrleigu á skipum í eyríkjunum. Deilt var um hvort Eimskip hafi átt að skila CFC-skýrslu vegna starfsemi P/f Faroe í Karíbahafinu og telja hagnaðinn til tekna í skattskilum sínum. Tekjur P/f Faroe hækkuðu um rúman milljarð árið 2014 og um rúmar 387 milljónir króna árið 2015. Fram kemur í dómi Landsréttar að stofn til tekjuskatts hafi þar af leiðandi orðið 97 milljónir í stað yfirfæranlegs 159 milljóna króna taps og seinna árið 285 milljóna yfirfæranlegt tap. Krafðist Skatturinn þess að Eimskip greiddi rúmar 24 milljónir króna í skatt auk vaxta. Eimskip byggði aðalkröfu sína á því að hagnaður P/f Faroe ship í Antígva og Barbúda ætti ekki að teljast Eimskipi til hagnaðar þar sem P/f Ship sætti eðlilegri skattlagningu í Færeyjum. Eignarhald dótturfélagsins á skipum í Antígva og Barbúda fæli ekki í sér skattasniðgöngu, hvorki á Íslandi né annars staðar. Ekkert umræddra skipa hafi veirð í eigu íslensks félags eða verið skráð á íslenska skipaskrá. Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkinu í vil og Landsréttur staðfesti þann dóm í júní síðastliðnum. Eimskip skrifaði í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar í gær að málinu sé lokið að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu og málskostnaður fyrir héraðsdómi og Landsrétti hafi verið látinn niður falla.
Skattar og tollar Færeyjar Sjávarútvegur Dómsmál Antígva og Barbúda Eimskip Skipaflutningar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira