Misstu allt sitt í eldsvoða: „Það var hryllingur að koma hingað inn“ Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 5. september 2022 15:22 Erna Kristín og Benedikt munu fá inni hjá móður Ernu Kristínar til að byrja með. Vísir/Egill Erna Kristín Brynjarsdóttir og Benedikt Hjalti Sveinsson upplifðu martröð í morgun þegar kviknaði í íbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Ásbrú í Reykjanesbraut í morgun. Þau misstu allt sitt í brunanum. Erna Kristín hafði skutlað skutlað börnum sínum tveimur í leikskólann í morgunsárið og á leið aftur heim þegar hún sá umstang við fjölbýlishúsið. Slökkvilið við störf og mikill reykur. Hún lýsir því hvernig henni hafi fallist hendur og brotnað niður á staðnum. „Mér brá heilmikið að sjá að þetta væri íbúðin mín, fór að gráta og vissi ekkert hvað ég átti að gera,“ segir Erna Kristín. Benedikt Hjalti fékk símtal í vinnuna og brunaði heim þar sem martröðin blasti við. „Ég hélt að þetta væri miklu minna. En það var hryllingur að koma hingað inn. Lyktin, að sjá dótið sitt farið,“ segir Benedikt. „Það er bókstaflega allt ónýtt. Við þurfum að fleygja öllu. Allir munir, sem við höfum safnað, þurfa að fara. Þetta er mikið tjón fyrir okkur,“ segir Benedikt. Lillý Valgerður ræddi við Ernu Kristínu og Benedikt í íbúðinni í dag. Eyþór Þórarinsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir líklegast að kviknað hafi út frá helluborði. Rannsókn lögregla muni þó þurfa að staðfesta það. Nokkur hætta hafi verið á ferðum en ekki hafi legið fyrir hvort einhver væri inni í íbúðinni eða ekki. Eldurinn náði þó ekki að breiða úr sér í aðrar íbúðir eða stigagang. Reykræsta þurfti tvær aðrar íbúðir. Ekki sést á húsinu að utan. Eyþór sagði frá slökkvistarfi á vettvangi í dag. Erna Kristín segir að þau hafi ekki verið að elda neitt. Möguleiki sé á að börnin hafi fiktað eitthvað í tökkunum. Þá sé bót í máli að þau hafi ekki verið með myndir og myndaalbúm á heimilinu sem hafi glatast. Þau geymi allar minningar í formi mynda á símunum sínum eða kubbi. Að neðan má sjá myndband af skemmdunum í íbúðinni. Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Erna Kristín hafði skutlað skutlað börnum sínum tveimur í leikskólann í morgunsárið og á leið aftur heim þegar hún sá umstang við fjölbýlishúsið. Slökkvilið við störf og mikill reykur. Hún lýsir því hvernig henni hafi fallist hendur og brotnað niður á staðnum. „Mér brá heilmikið að sjá að þetta væri íbúðin mín, fór að gráta og vissi ekkert hvað ég átti að gera,“ segir Erna Kristín. Benedikt Hjalti fékk símtal í vinnuna og brunaði heim þar sem martröðin blasti við. „Ég hélt að þetta væri miklu minna. En það var hryllingur að koma hingað inn. Lyktin, að sjá dótið sitt farið,“ segir Benedikt. „Það er bókstaflega allt ónýtt. Við þurfum að fleygja öllu. Allir munir, sem við höfum safnað, þurfa að fara. Þetta er mikið tjón fyrir okkur,“ segir Benedikt. Lillý Valgerður ræddi við Ernu Kristínu og Benedikt í íbúðinni í dag. Eyþór Þórarinsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir líklegast að kviknað hafi út frá helluborði. Rannsókn lögregla muni þó þurfa að staðfesta það. Nokkur hætta hafi verið á ferðum en ekki hafi legið fyrir hvort einhver væri inni í íbúðinni eða ekki. Eldurinn náði þó ekki að breiða úr sér í aðrar íbúðir eða stigagang. Reykræsta þurfti tvær aðrar íbúðir. Ekki sést á húsinu að utan. Eyþór sagði frá slökkvistarfi á vettvangi í dag. Erna Kristín segir að þau hafi ekki verið að elda neitt. Möguleiki sé á að börnin hafi fiktað eitthvað í tökkunum. Þá sé bót í máli að þau hafi ekki verið með myndir og myndaalbúm á heimilinu sem hafi glatast. Þau geymi allar minningar í formi mynda á símunum sínum eða kubbi. Að neðan má sjá myndband af skemmdunum í íbúðinni.
Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47