Telur rétt að menningarmálaráðherra rökstyðji skipanina Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. september 2022 15:00 Steinunn Þóra Árnadóttir varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis telur best að menningarmálaráðherra gefi skýringar á af hverju hún ákvað að skipa í stöðu þjóðminjavarðar en ekki auglýsa. Lilja D. Alfreðsdóttir hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að skipa í stöðu þjóðminjavarðar í stað þess að auglýsa. Vísir Varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis og nefndarmaður Vinstri grænna segir að ákveðið hafi verið í nefndinni að kalla eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um skipun í embætti á vegum hins opinbera. Hún segir eðlilegt að menningarmálaráðherra rökstyðji ákvörðun sína um skipan þjóðminjavarðar en ekki hafi verið sérstaklega rætt um það mál. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis átti fund í morgun þar sem teknar voru fyrir skipun embættismanna án auglýsingar. Þetta var m.a. gert í kjölfar þess að menningarmálaráðherra skipaði safnstjóra Listasafns Íslands í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar Skipanin hefur verið gagnrýnd harðlega og hefur hvert félagið á fætur öðru gert alvarlegar athugasemdir við hana. Starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins, Félag þjóðfræðinga og Félag fornleifafræðinga þar á meðal. Fram kom fyrir helgi að formaður Félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. Þá gerði formaður BHM athugasemdir við að að staðan hefði ekki verið auglýst opinberlega sem og aðrar eins og ráðuneytisstjórastöður. Steinunn Þóra Árnadóttir varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð, segir að almennt hafi verið rætt um skipan fólks í embætti í nefndinni í morgun. „Það var ákveðið að kalla eftir frekari gögnum forsætisráðuneytið er að gera samantekt þannig að við fáum aðgang að henni,“ segir Steinunn. Fulltrúi Pírata sagði við fréttastofu fyrir helgi að það þyrfti að fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina. Aðspurð um hvort það hafi verið rætt á þessum fundi svarar Steinunn: „Ekkert slíkt var rætt á þessum fundi,“ segir hún. Aðspurð um hvað henni finnist um skipan menningarmálaráðherra svarar Steinunn: „Ég held að það sé best að ráðherrann svari fyrir það af hverju hún ákvað að fara þessa leið. Það er svigrúm í lögum til þess að skipa fólk í embætti en það er líka í lögum fjallað um það að almennt skulu auglýsa störf. Það fer best á að menningarmálaráðherri rökstyðji af hverju hún vildi fara þessa leið,“ segir Steinunn. Steinunn segir eftir að koma í ljós hvort menningarmálaráðherra verði kölluð fyrir nefndina. „Það verður að koma í ljós í framtíðinni. Ég veit ekki hvað nefndin mun ákveða á síðari stigum,“ segir Steinunn. Steinunn segist ekki hafa upplýsingar um hvenær málið verður næst tekið fyrir í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Deilur um skipun þjóðminjavarðar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11 Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis átti fund í morgun þar sem teknar voru fyrir skipun embættismanna án auglýsingar. Þetta var m.a. gert í kjölfar þess að menningarmálaráðherra skipaði safnstjóra Listasafns Íslands í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar Skipanin hefur verið gagnrýnd harðlega og hefur hvert félagið á fætur öðru gert alvarlegar athugasemdir við hana. Starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins, Félag þjóðfræðinga og Félag fornleifafræðinga þar á meðal. Fram kom fyrir helgi að formaður Félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. Þá gerði formaður BHM athugasemdir við að að staðan hefði ekki verið auglýst opinberlega sem og aðrar eins og ráðuneytisstjórastöður. Steinunn Þóra Árnadóttir varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð, segir að almennt hafi verið rætt um skipan fólks í embætti í nefndinni í morgun. „Það var ákveðið að kalla eftir frekari gögnum forsætisráðuneytið er að gera samantekt þannig að við fáum aðgang að henni,“ segir Steinunn. Fulltrúi Pírata sagði við fréttastofu fyrir helgi að það þyrfti að fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina. Aðspurð um hvort það hafi verið rætt á þessum fundi svarar Steinunn: „Ekkert slíkt var rætt á þessum fundi,“ segir hún. Aðspurð um hvað henni finnist um skipan menningarmálaráðherra svarar Steinunn: „Ég held að það sé best að ráðherrann svari fyrir það af hverju hún ákvað að fara þessa leið. Það er svigrúm í lögum til þess að skipa fólk í embætti en það er líka í lögum fjallað um það að almennt skulu auglýsa störf. Það fer best á að menningarmálaráðherri rökstyðji af hverju hún vildi fara þessa leið,“ segir Steinunn. Steinunn segir eftir að koma í ljós hvort menningarmálaráðherra verði kölluð fyrir nefndina. „Það verður að koma í ljós í framtíðinni. Ég veit ekki hvað nefndin mun ákveða á síðari stigum,“ segir Steinunn. Steinunn segist ekki hafa upplýsingar um hvenær málið verður næst tekið fyrir í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Deilur um skipun þjóðminjavarðar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11 Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
„Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11
Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12