Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 07:13 Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada segir brýnt að mennirnir verði sóttir til saka. Getty/Sean Gallup Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. Lögreglan í Kanada hefur lýst eftir tveimur mönnum, Damien Sanderson og Myles Sanderson, vegna árásanna. Talið er að þeir hafi hafið árásarhrinuna klukkan 5:40 í gærmorgun að staðartíma. Fljótlega hafi tilkynningarnar farið að hrannast inn frá þrettán mismunandi stöðum í héraðinu. Flestar árásanna voru þó í James Smith Cree samfélaginu og bænum Weldon. Talið er að mennirnir tveir hafi valið hluta fónarlambanna en ráðist á hluta þeirra af handahófi. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Saskatchewan og í nágrannahéruðunum Alberta og Manitoba. Forsætisráðherrann Justin Trudeau sagði í yfirlýsingu sem hann birti á heimasíðu sinni í gær að kanadíska ríkisstjórnin hafi verið í beinu sambandi við leiðtoga James Smith Cree þjóðarinnar. Þá sagði hann að árásarmannirnir þyrftu að taka ábyrgð á gjörðum sínum og mikilvægt sé að þeir verði sóttir til saka. Please read my full statement on the attacks in Saskatchewan: https://t.co/YEYHR6utxo— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 5, 2022 Um eitt þúsund eru hluti af samfélagi James Smith Cree en þjóðin býr um sextíu kílómetra suðaustur af Prince Albert og í um 300 kílómetra fjarlægð norður af Regina. Tæplega 200 búa í bænum Weldon sem er um 25 kílómetra suðvestur af James Smith Cree og um 60 kílómetra suðaustur af Prince Albert. Búið er að koma upp nokkrum vegatálmum svo lögregla geti fylgst með hvort grunaðir árásarmenn verði á vegi þeirra. Talið er að mennirnir séu enn í Saskatchewan en talið er að til þeirra hafi sést í Reginu seint í gærkvöldi. Talið er a þeir ferðist um á svörtum NIssan Rogue. Ekkert bendi til þess að mennirnir hafi ráðist á nokkurn í nágrannahéruðum. Saskatchewan-hérað er um miðbik Kanada, milli Alberta og Manitoba. Kanada Tengdar fréttir Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Lögreglan í Kanada hefur lýst eftir tveimur mönnum, Damien Sanderson og Myles Sanderson, vegna árásanna. Talið er að þeir hafi hafið árásarhrinuna klukkan 5:40 í gærmorgun að staðartíma. Fljótlega hafi tilkynningarnar farið að hrannast inn frá þrettán mismunandi stöðum í héraðinu. Flestar árásanna voru þó í James Smith Cree samfélaginu og bænum Weldon. Talið er að mennirnir tveir hafi valið hluta fónarlambanna en ráðist á hluta þeirra af handahófi. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Saskatchewan og í nágrannahéruðunum Alberta og Manitoba. Forsætisráðherrann Justin Trudeau sagði í yfirlýsingu sem hann birti á heimasíðu sinni í gær að kanadíska ríkisstjórnin hafi verið í beinu sambandi við leiðtoga James Smith Cree þjóðarinnar. Þá sagði hann að árásarmannirnir þyrftu að taka ábyrgð á gjörðum sínum og mikilvægt sé að þeir verði sóttir til saka. Please read my full statement on the attacks in Saskatchewan: https://t.co/YEYHR6utxo— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 5, 2022 Um eitt þúsund eru hluti af samfélagi James Smith Cree en þjóðin býr um sextíu kílómetra suðaustur af Prince Albert og í um 300 kílómetra fjarlægð norður af Regina. Tæplega 200 búa í bænum Weldon sem er um 25 kílómetra suðvestur af James Smith Cree og um 60 kílómetra suðaustur af Prince Albert. Búið er að koma upp nokkrum vegatálmum svo lögregla geti fylgst með hvort grunaðir árásarmenn verði á vegi þeirra. Talið er að mennirnir séu enn í Saskatchewan en talið er að til þeirra hafi sést í Reginu seint í gærkvöldi. Talið er a þeir ferðist um á svörtum NIssan Rogue. Ekkert bendi til þess að mennirnir hafi ráðist á nokkurn í nágrannahéruðum. Saskatchewan-hérað er um miðbik Kanada, milli Alberta og Manitoba.
Kanada Tengdar fréttir Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33