Minnst tíu stungin til bana í Kanada Árni Sæberg skrifar 4. september 2022 22:33 Lögreglan í Kanada leitar tveggja manna í tengslum við árásirnar. Mert Alper Dervis Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. Tveir menn, Damien Sanderson og Myles Sanderson, eru grunaðir um að vera ábyrgir fyrir árásunum og eru eftirlýstir af lögreglunni í Kanada. Damien Sanderson, til vinstri, og Myles Sanderson eru grunaðir um árásirnar.Lögreglan í Saskatchewan Fórnalömb árásanna hafa fundist á þrettán mismunandi stöðum í kanadíska héraðinu Saskatchewan. Reuters hefur eftir lögreglunni í héraðinu að svo virðist sem mennirnir tveir hafi valið hluta fórnarlambanna en ráðist á hluta þeirra af handahófi. Fólk beðið um að halda sig innandyra Lögreglan í Saskatchewan hefur lýst yfir neyðarástandi vegna þess að mennirnir ganga enn lausir og biðlar til fólks að fara varlega. Fólk er beðið um að halda sig innandyra eftir fremsta megni og hleypa ókunnugum ekki inn á heimili sitt. Neyðarástandið gildir í héraðinu öllu enda er talið að mennirnir séu á bíl og komist hratt yfir. Byrjuðu eldsnemma Rhonda Blackmore, lögreglustjórinn í Saskatchewan, sagði á blaðamannafundi í kvöld að tilkynnt hafi verið um fyrstu stunguárásina klukkan 05:40 í morgun að staðartíma. Þá var klukkan 11:40 hér á landi. Fljótlega hafi fjöldi tilkynninga borist viðbragðsaðilum í héraðinu. Þá sagði hún að óttast væri að fórnarlömb mannanna séu fleiri og þau hafi farið sjálf á spítala og séu því ekki inni í tölunni. Trudeau segir árásirnar hryllilegar Justin Trudeau, forsætisráðherra Kandada, segir á Twitter að árásirnar séu hryllilegar og hryggilegar. Hann segir hug sinn vera hjá aðstandendum þeirra sem létust og hinum særðu. Þá hvetur hann fólk til að fara að fyrirmælum yfirvalda og þakkar viðbragðsaðilum fyrir störf þeirra í dag. The attacks in Saskatchewan today are horrific and heartbreaking. I m thinking of those who have lost a loved one and of those who were injured.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 4, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð. Kanada Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Tveir menn, Damien Sanderson og Myles Sanderson, eru grunaðir um að vera ábyrgir fyrir árásunum og eru eftirlýstir af lögreglunni í Kanada. Damien Sanderson, til vinstri, og Myles Sanderson eru grunaðir um árásirnar.Lögreglan í Saskatchewan Fórnalömb árásanna hafa fundist á þrettán mismunandi stöðum í kanadíska héraðinu Saskatchewan. Reuters hefur eftir lögreglunni í héraðinu að svo virðist sem mennirnir tveir hafi valið hluta fórnarlambanna en ráðist á hluta þeirra af handahófi. Fólk beðið um að halda sig innandyra Lögreglan í Saskatchewan hefur lýst yfir neyðarástandi vegna þess að mennirnir ganga enn lausir og biðlar til fólks að fara varlega. Fólk er beðið um að halda sig innandyra eftir fremsta megni og hleypa ókunnugum ekki inn á heimili sitt. Neyðarástandið gildir í héraðinu öllu enda er talið að mennirnir séu á bíl og komist hratt yfir. Byrjuðu eldsnemma Rhonda Blackmore, lögreglustjórinn í Saskatchewan, sagði á blaðamannafundi í kvöld að tilkynnt hafi verið um fyrstu stunguárásina klukkan 05:40 í morgun að staðartíma. Þá var klukkan 11:40 hér á landi. Fljótlega hafi fjöldi tilkynninga borist viðbragðsaðilum í héraðinu. Þá sagði hún að óttast væri að fórnarlömb mannanna séu fleiri og þau hafi farið sjálf á spítala og séu því ekki inni í tölunni. Trudeau segir árásirnar hryllilegar Justin Trudeau, forsætisráðherra Kandada, segir á Twitter að árásirnar séu hryllilegar og hryggilegar. Hann segir hug sinn vera hjá aðstandendum þeirra sem létust og hinum særðu. Þá hvetur hann fólk til að fara að fyrirmælum yfirvalda og þakkar viðbragðsaðilum fyrir störf þeirra í dag. The attacks in Saskatchewan today are horrific and heartbreaking. I m thinking of those who have lost a loved one and of those who were injured.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 4, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð.
Kanada Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira