„Það væri draumur að rætast“ Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2022 21:46 Berglind Björg Þorvaldsdóttir og stöllur fagna einu af sex mörkum Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á föstudag í sigrinum sem kom Íslandi á topp síns riðils, og í kjörstöðu fyrir leikinn gegn Hollandi á þriðjudag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. Íslensku stelpurnar voru allar með á æfingunni í dag og voru nokkrir heimamenn, ungir sem aldnir, mættir til að fylgjast með ásamt íslensku fjölmiðlafólki. Ísland tapaði 2-0 fyrir Hollandi fyrr í undankeppni HM, á Laugardalsvelli, en dugar jafntefli á þriðjudaginn til að enda efst í riðlinum þar sem að Hollendingar hafa gert tvö jafntefli við Tékka í keppninni. „Við eigum eftir að fara aðeins betur yfir hollenska liðið núna. Það er ár síðan að við mættum þeim síðast. En þær eru náttúrulega bara gríðarlega öflugt lið, bæði varnarlega og sóknarlega, svo við þurfum að eiga toppleik á þriðjudaginn,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji landsliðsins. Klippa: Berglind á æfingu í Hollandi Hollendingar, sem unnu silfur á síðasta HM, ráku þjálfarann sinn eftir að hafa „aðeins“ náð í 8-liða úrslit á EM í sumar. Nýr þjálfari liðsins, Andries Jonker, hefur því haft takmarkaðan tíma til að móta sitt lið: „Maður veit aldrei hvað þjálfarinn þeirra leggur upp með og við þurfum bara að fókusa á okkar leik og gera okkar besta,“ segir Berglind sem veit að sín bíður allt annað hlutverk en í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn: „Jú, klárlega. Ég býst við að við verðum ekki með mikinn tíma með boltann fram á við, en við þurfum bara að nýta skyndisóknir og aðrar sóknir okkar vel. Vonandi skilar það sér.“ Ísland hefur fjórum sinnum komist í lokakeppni EM en hefur aldrei verið eins nálægt því að fá að keppa við þær bestu í heimi, á sjálfu heimsmeistaramótinu, eins og nú: „Það væri draumur að rætast. Það er eiginlega ótrúlegt að það sé komið að þessum leik. Maður er búinn að bíða eftir honum í smátíma núna. Það er frábært að það sé komið að honum og við erum allar gríðarlega spenntar,“ segir Berglind. Ísland og Holland mætast á þriðjudagskvöld í Utrecht í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í umspil. Vísir er á staðnum og flytur fréttir heim af stelpunum okkar. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Hollendingar hituðu upp fyrir leikinn gegn Íslandi með sigri Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 2-1 sigur gegn því skoska í vináttulandsleik í kvöld. Hollendingar mæta íslensku stelpunum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. 2. september 2022 20:00 „Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41 Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
Íslensku stelpurnar voru allar með á æfingunni í dag og voru nokkrir heimamenn, ungir sem aldnir, mættir til að fylgjast með ásamt íslensku fjölmiðlafólki. Ísland tapaði 2-0 fyrir Hollandi fyrr í undankeppni HM, á Laugardalsvelli, en dugar jafntefli á þriðjudaginn til að enda efst í riðlinum þar sem að Hollendingar hafa gert tvö jafntefli við Tékka í keppninni. „Við eigum eftir að fara aðeins betur yfir hollenska liðið núna. Það er ár síðan að við mættum þeim síðast. En þær eru náttúrulega bara gríðarlega öflugt lið, bæði varnarlega og sóknarlega, svo við þurfum að eiga toppleik á þriðjudaginn,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji landsliðsins. Klippa: Berglind á æfingu í Hollandi Hollendingar, sem unnu silfur á síðasta HM, ráku þjálfarann sinn eftir að hafa „aðeins“ náð í 8-liða úrslit á EM í sumar. Nýr þjálfari liðsins, Andries Jonker, hefur því haft takmarkaðan tíma til að móta sitt lið: „Maður veit aldrei hvað þjálfarinn þeirra leggur upp með og við þurfum bara að fókusa á okkar leik og gera okkar besta,“ segir Berglind sem veit að sín bíður allt annað hlutverk en í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn: „Jú, klárlega. Ég býst við að við verðum ekki með mikinn tíma með boltann fram á við, en við þurfum bara að nýta skyndisóknir og aðrar sóknir okkar vel. Vonandi skilar það sér.“ Ísland hefur fjórum sinnum komist í lokakeppni EM en hefur aldrei verið eins nálægt því að fá að keppa við þær bestu í heimi, á sjálfu heimsmeistaramótinu, eins og nú: „Það væri draumur að rætast. Það er eiginlega ótrúlegt að það sé komið að þessum leik. Maður er búinn að bíða eftir honum í smátíma núna. Það er frábært að það sé komið að honum og við erum allar gríðarlega spenntar,“ segir Berglind. Ísland og Holland mætast á þriðjudagskvöld í Utrecht í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í umspil. Vísir er á staðnum og flytur fréttir heim af stelpunum okkar.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Hollendingar hituðu upp fyrir leikinn gegn Íslandi með sigri Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 2-1 sigur gegn því skoska í vináttulandsleik í kvöld. Hollendingar mæta íslensku stelpunum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. 2. september 2022 20:00 „Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41 Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00
Hollendingar hituðu upp fyrir leikinn gegn Íslandi með sigri Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 2-1 sigur gegn því skoska í vináttulandsleik í kvöld. Hollendingar mæta íslensku stelpunum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. 2. september 2022 20:00
„Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41
Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50