Grunaður um að hafa nauðgað eiginkonu sinni í bíl Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2022 14:55 Dómari taldi hætta á að maðurinn myndi halda áfram brotum sínum yrði hann látinn laus, en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 11. maí síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. september fyrir að hafa meðal annars ógnað eiginkonu sinni með hníf og nauðgað henni í bíl sem lagður var á malarsvæði. Maðurinn hefur einnig verið ákærður fyrir eignaspjöll og líkamsárásir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald og hefur Landsréttur nú staðfest úrskurðinn. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi verið ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að hafa á á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað heilsu siginkonu sinnar, haft við hana samræði án samþykkis með því að beita hana hótunum og ofbeldi. Segir að hann hafi þann 10. maí síðastliðinn ógnað eiginkonunni með hníf þar sem þau voru í bíl á malarsvæði, sest yfir hana og lagt sætið aftur og skipað henni að klæða sig úr að neðan. Maðurinn hafi svo hótað að „setja fíkniefni upp í leggöngin á henni og skera úr henni augun auk þess sem hann hótaði að skaða sjálfan sig og svo [haft] við hana samræði,“ líkt og segir í ákæru. Kjökrandi og hrædd Í úrskurðinum segir að vegfarandi hafi komið að konunni eftir árásina og hafi hún sjáanlega verið í miklu uppnámi, kjökrandi og hrædd. Vegfarandinn hafi tilkynnt málið til lögreglu, en sá og fleiri vitni sáu þar manninn þar sem hann stóð yfir konunni öskrandi. Konan hafi þá beðið þau um að hringja á lögregluna og að sagt að maðurinn væri vopnaður hníf. Tók hún jafnframt fram að maðurinn hafi tekið síma sinn. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram að maðurinn hafi um tíu dögum fyrir nauðgunina veist að konunni með ofbeldi, tekið af henni kortaveski og farsíma og þrýst henni upp að bílhurð, tosað í kjól hennar og klórað hana á bringuna og náði þannig af henni mununum. Eftir að hún yfirgaf bílinn hafi hann svo reynt að toga og ýta henni aftur í bílinn með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og áverka á hálsi og brjóstkassa og svo bakverki. Árás á þrjá einstaklinga Ennfremur segir í ákæru að maðurinn sé ákærður fyrir líkamsárás fyrir að hafa ráðist á þrjá einstaklinga sunnudag í apríl og slegið þá í ítrekað höfuð og andlit. Þá hafi hann kastað slökkvitæki í áttina að einum og bitið hann í bakið. Loks segir að hann sé ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl undir áhrifum fíkniefna og svo eignaspjöll fyrir að hafa unnið skemmdir á bíl eiginkonu sinnar. Fram kemur að maðurinn hafi setið í gæsluvarðhaldi frá 11. maí síðastliðinn vegna rannsóknar málsins. Með vísan til fjölda og eðlis brotanna og úrskurða Landsréttar […] er fallist á það með sækjanda að hætta sé á að ákærði haldi áfram brotum sínum verði hann nú látinn laus, svo og að telja verði gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra, og þá einkum fyrrum eiginkonu ákærða, fyrir árásum hans,“ segir í úrskurðinum. Því sé fallist á að maðurinn sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald og hefur Landsréttur nú staðfest úrskurðinn. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi verið ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að hafa á á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað heilsu siginkonu sinnar, haft við hana samræði án samþykkis með því að beita hana hótunum og ofbeldi. Segir að hann hafi þann 10. maí síðastliðinn ógnað eiginkonunni með hníf þar sem þau voru í bíl á malarsvæði, sest yfir hana og lagt sætið aftur og skipað henni að klæða sig úr að neðan. Maðurinn hafi svo hótað að „setja fíkniefni upp í leggöngin á henni og skera úr henni augun auk þess sem hann hótaði að skaða sjálfan sig og svo [haft] við hana samræði,“ líkt og segir í ákæru. Kjökrandi og hrædd Í úrskurðinum segir að vegfarandi hafi komið að konunni eftir árásina og hafi hún sjáanlega verið í miklu uppnámi, kjökrandi og hrædd. Vegfarandinn hafi tilkynnt málið til lögreglu, en sá og fleiri vitni sáu þar manninn þar sem hann stóð yfir konunni öskrandi. Konan hafi þá beðið þau um að hringja á lögregluna og að sagt að maðurinn væri vopnaður hníf. Tók hún jafnframt fram að maðurinn hafi tekið síma sinn. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram að maðurinn hafi um tíu dögum fyrir nauðgunina veist að konunni með ofbeldi, tekið af henni kortaveski og farsíma og þrýst henni upp að bílhurð, tosað í kjól hennar og klórað hana á bringuna og náði þannig af henni mununum. Eftir að hún yfirgaf bílinn hafi hann svo reynt að toga og ýta henni aftur í bílinn með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og áverka á hálsi og brjóstkassa og svo bakverki. Árás á þrjá einstaklinga Ennfremur segir í ákæru að maðurinn sé ákærður fyrir líkamsárás fyrir að hafa ráðist á þrjá einstaklinga sunnudag í apríl og slegið þá í ítrekað höfuð og andlit. Þá hafi hann kastað slökkvitæki í áttina að einum og bitið hann í bakið. Loks segir að hann sé ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl undir áhrifum fíkniefna og svo eignaspjöll fyrir að hafa unnið skemmdir á bíl eiginkonu sinnar. Fram kemur að maðurinn hafi setið í gæsluvarðhaldi frá 11. maí síðastliðinn vegna rannsóknar málsins. Með vísan til fjölda og eðlis brotanna og úrskurða Landsréttar […] er fallist á það með sækjanda að hætta sé á að ákærði haldi áfram brotum sínum verði hann nú látinn laus, svo og að telja verði gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra, og þá einkum fyrrum eiginkonu ákærða, fyrir árásum hans,“ segir í úrskurðinum. Því sé fallist á að maðurinn sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi.
Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira