Ráðherra og aðstoðarmaður sakaðir um kynferðisofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 06:49 Ráðherra og aðstoðarmaður í fosætisráðuneytinu hafa verið sakaðir um kynferðisofbeldi. Getty/Victoria Jones Ekki var brugðist við ásökunum gegn ráðherra og aðstoðarmanni í ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands þegar þeir voru sakaðir um kynferðisofbeldi á kjörtímabilinu. Tvær konur hafa stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segjast hafa orðið fyrir af hendi stjórnmálamannanna. Önnur þeirra, sem er fyrrverandi starfsmaður þingflokks Íhaldsflokksins, segir að sér hafi verið nauðgað en hin að á henni hafi verið káfað. Sú sem starfaði fyrir þingflokkinn ræddi við Sky News í hlaðvarpinu The Open Secret, gegn loforði um nafnleynd. „Mér var nauðgað af einhverjum sem er núna ráðherra og ég var rétt skriðin yfir tvítugt. Ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að takast á við það. Ég var mjög drukkinn, hann hellti í mig víni og ég var alveg á hausnum,“ segir konan í hlaðvarpsþættinum. „Eftir smá stund spurði ég hann hvort það væri ekki bara í lagi að ég færi uppí rúm og legði mig. En augljóslega lét hann mig ekki vera. Og þegar ég vaknaði næsta morgun fattaði ég hvað hafði gerst.“ Hlusta má á þáttinn hér að neðan: Hún segist hafa sagt kollegum sínum, og þingmanninum sem hún starfaði fyrir, frá atvikinu á sínum tíma og þeir hvatt hana til að leita til lögreglunnar. Eftir að hafa leitað til hennar og rætt við lögreglufulltrúa hafi hún hins vegar hætt við að fara lengra með málið og lét það kjurrt liggja að láta vita formlega af atvikinu hjá Íhaldsflokknum. „Ég var of hrædd til að fara í það verkefni og eiga á hættu að ég missti stjórn á aðstæðunum,“ segir hún. Hin konan, sem starfaði í forsætisráðuneytinu, segir mann, sem nú starfar fyrir ráðuneytið, hafa káfað á sér. Hún hafi ítrekað kvartað undan manninum og kvartað til forsætisráðuneytisins að hann hafi verið ráðinn í stöðu innan þess. „Ég frétti að hann hefði fengið starf í Downing stræti. Ég ræddi þetta við fjölda fólks og ekkert gerðist. Þannig að ég sendi inn formlega kvörtun til ráðuneytisins. Mér fannst ég bera ábyrgð, sér í lagi vegna þess að hann starfar með fjölda kvenna og ég trúði ekki öðru en hann gerði þetta aftur.“ Hún bætir við að eftir að yfirmaður mannsins hafi tekið við kvörtuninni hafi hann hundsað hana á þeim grundvelli að maðurinn ásakaði væri myndarlegur og konur flykktust að honum. Bretland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fimm frambjóðendur áfram í þriðju umferð á mánudag Enginn breyting varð á röð frambjóðenda í annarri umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins sem fram fór í dag. Fimm frambjóðendur taka þátt í þriðju umferð sem fram fer á mánudag. 14. júlí 2022 20:00 Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Tvær konur hafa stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segjast hafa orðið fyrir af hendi stjórnmálamannanna. Önnur þeirra, sem er fyrrverandi starfsmaður þingflokks Íhaldsflokksins, segir að sér hafi verið nauðgað en hin að á henni hafi verið káfað. Sú sem starfaði fyrir þingflokkinn ræddi við Sky News í hlaðvarpinu The Open Secret, gegn loforði um nafnleynd. „Mér var nauðgað af einhverjum sem er núna ráðherra og ég var rétt skriðin yfir tvítugt. Ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að takast á við það. Ég var mjög drukkinn, hann hellti í mig víni og ég var alveg á hausnum,“ segir konan í hlaðvarpsþættinum. „Eftir smá stund spurði ég hann hvort það væri ekki bara í lagi að ég færi uppí rúm og legði mig. En augljóslega lét hann mig ekki vera. Og þegar ég vaknaði næsta morgun fattaði ég hvað hafði gerst.“ Hlusta má á þáttinn hér að neðan: Hún segist hafa sagt kollegum sínum, og þingmanninum sem hún starfaði fyrir, frá atvikinu á sínum tíma og þeir hvatt hana til að leita til lögreglunnar. Eftir að hafa leitað til hennar og rætt við lögreglufulltrúa hafi hún hins vegar hætt við að fara lengra með málið og lét það kjurrt liggja að láta vita formlega af atvikinu hjá Íhaldsflokknum. „Ég var of hrædd til að fara í það verkefni og eiga á hættu að ég missti stjórn á aðstæðunum,“ segir hún. Hin konan, sem starfaði í forsætisráðuneytinu, segir mann, sem nú starfar fyrir ráðuneytið, hafa káfað á sér. Hún hafi ítrekað kvartað undan manninum og kvartað til forsætisráðuneytisins að hann hafi verið ráðinn í stöðu innan þess. „Ég frétti að hann hefði fengið starf í Downing stræti. Ég ræddi þetta við fjölda fólks og ekkert gerðist. Þannig að ég sendi inn formlega kvörtun til ráðuneytisins. Mér fannst ég bera ábyrgð, sér í lagi vegna þess að hann starfar með fjölda kvenna og ég trúði ekki öðru en hann gerði þetta aftur.“ Hún bætir við að eftir að yfirmaður mannsins hafi tekið við kvörtuninni hafi hann hundsað hana á þeim grundvelli að maðurinn ásakaði væri myndarlegur og konur flykktust að honum.
Bretland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fimm frambjóðendur áfram í þriðju umferð á mánudag Enginn breyting varð á röð frambjóðenda í annarri umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins sem fram fór í dag. Fimm frambjóðendur taka þátt í þriðju umferð sem fram fer á mánudag. 14. júlí 2022 20:00 Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Fimm frambjóðendur áfram í þriðju umferð á mánudag Enginn breyting varð á röð frambjóðenda í annarri umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins sem fram fór í dag. Fimm frambjóðendur taka þátt í þriðju umferð sem fram fer á mánudag. 14. júlí 2022 20:00
Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39
Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent