Lögreglumenn ákærðir fyrir manndráp eftir að hafa skotið 18 mánaða dreng til bana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2022 07:10 Þrír lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir andlát drengsins. Getty/Kadri Mohamed Þrír kanadískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir manndráp eftir að þeir skutu átján mánaða gamlan dreng til bana. Nærri tvö ár eru liðin frá því að drengurinn lét lífið. Lögreglumennirnir þrír, þeir Nathan Vanderheyden, Kenneth Pengelly og Grason Cappus, eru almennir lögreglumenn hjá fylkislögreglu Ontario. Þeir hafa allir verið ákærðir fyrir manndráp og alvarlega vanrækslu í starfi sem leitt hafi til dauða hins atján mánaða gamla Jameson Shapiro. Lögreglumennirnir þrír voru kallaðir út í nóvember 2020 í bænum Kawartha Lakes í Ontario vegna heimilisdeilna þar sem skotvopn var haft við hönd en grunur var um að Shapiro hafi verið numinn á brott af föður sínum. Eftir að lögregla gerði tilraun til að stöðva föður drengsins keyrði hann á lögreglubíl og annan bíl. Lögreglumennirnir þrír hófu í kjölfarið skothríð að ökutæki föðursins. Jameson Shapiro, sem sat í aftursæti pallbílsins, varð fyrir skoti og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Faðir hans lést af skotsárum viku síðar. Eftirlitsstofnunin Special Investigations Unit, SIU, tilkynnti í gær að hún hefði tilefni til að ákæra lögreglumennina þrjá. Sérfræðingar á vegum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, aðstoðuðu við rannsókn málsins. SIU hefur verið gagnrýnd fyrir rannsókn málsins, sérstaklega fyrir hvað hún ílengdist. Marga mánuði tók fyrir rannsakendur að taka skýrslu af lögreglumönnunum þremur, sem almennt telst ekki gott í rannsóknum sakamála. Þrátt fyrir það munu lögreglumennirnir mæta fyrir dóm 6. október næstkomandi í borginni Lindsey í Ontario. Kanada Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Lögreglumennirnir þrír, þeir Nathan Vanderheyden, Kenneth Pengelly og Grason Cappus, eru almennir lögreglumenn hjá fylkislögreglu Ontario. Þeir hafa allir verið ákærðir fyrir manndráp og alvarlega vanrækslu í starfi sem leitt hafi til dauða hins atján mánaða gamla Jameson Shapiro. Lögreglumennirnir þrír voru kallaðir út í nóvember 2020 í bænum Kawartha Lakes í Ontario vegna heimilisdeilna þar sem skotvopn var haft við hönd en grunur var um að Shapiro hafi verið numinn á brott af föður sínum. Eftir að lögregla gerði tilraun til að stöðva föður drengsins keyrði hann á lögreglubíl og annan bíl. Lögreglumennirnir þrír hófu í kjölfarið skothríð að ökutæki föðursins. Jameson Shapiro, sem sat í aftursæti pallbílsins, varð fyrir skoti og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Faðir hans lést af skotsárum viku síðar. Eftirlitsstofnunin Special Investigations Unit, SIU, tilkynnti í gær að hún hefði tilefni til að ákæra lögreglumennina þrjá. Sérfræðingar á vegum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, aðstoðuðu við rannsókn málsins. SIU hefur verið gagnrýnd fyrir rannsókn málsins, sérstaklega fyrir hvað hún ílengdist. Marga mánuði tók fyrir rannsakendur að taka skýrslu af lögreglumönnunum þremur, sem almennt telst ekki gott í rannsóknum sakamála. Þrátt fyrir það munu lögreglumennirnir mæta fyrir dóm 6. október næstkomandi í borginni Lindsey í Ontario.
Kanada Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira