Fékk senda drelliflotta loðhúfu frá Gorbachev Jakob Bjarnar skrifar 31. ágúst 2022 12:34 Félagarnir Þorsteinn Úlfar og Gorbachev heitinn sem sendi Þorsteini sérstaklega loðhúfu sem hann á enn og notar þegar svo ber undir. Þorsteinn Úlfar Björnsson rithöfundur með meiru kann að segja skemmtilega og athyglisverða sögu af því hvernig það kom til að hann eignaðist forláta loðhúfu sem sjálfur Gorbachev sendi honum sérstaklega. Mikhail Gorbachev, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, féll frá í gær, en hann var 91 árs að aldri. Hann hafði óumdeilanlega mikil áhrif á gang heimssögunnar og er nú minnst um heim allan. Ekki síst er hann Íslendingum minnisstæður eftir hinn fræga fund sem Gorbachev og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti áttu á Íslandi 1986. Skrifaði Gorbachev þakkarbréf Þorsteinn var, líkt og flestir landar hans á þeim tíma, innblásinn vegna þessa heimssögulega viðburðar sem átti sér stað í túnfætinum heima. „Ég skrifaði Gorbachev bréf eftir fundinn í Höfða, þakkarbréf þótt árangur fundarins væri rýrari en vonast var til,“ segir Þorsteinn. Hann hugsaði svo ekki meira um það en fáum árum síðar barst honum bréf frá skosku útgáfufyrirtæki sem hafði áætlanir um að gefa út bók sem Þorstein minnir að hafi átt að heita „Letters to the premier“ eða eitthvað álíka. Og Þorsteinn var spurður hvort ég samþykkti að mitt bréf væri birt. „Ég hafði ekkert á móti því og svaraði að það væri í lagi. Svo fæ ég annað bréf frá þeim þar sem mér er boðið að kaupa bókina sem mér fannst andskoti dýr. Í engu svaraði ég því bréfi og hélt áfram með lífið.“ „Made in Finland“ Líður og bíður og Þorsteinn velti þessu ekki meira fyrir sér nema þetta sama ár berst honum tilkynning frá póstinum að hann eigi pakka á aðalpósthúsinu í Pósthússtræti. „Að sjálfsögðu fór ég og sótti pakkann sem ég hélt að væri jólagjöf til mín en það reyndist ekki allskostar rétt. Þegar ég kom heim og opnaði pakkann, til að nálgast annan pakka sem ég reiknaði með að væri innan í kassanum. Ekki var það rétt hjá mér því í kassanum var bréf, undirritað af Gorbachev, þar sem mér var þakkað bréfið sem ég sendi.“ Og ekki var þakkarbréf frá þessum síðasta leiðtoga Sovétríkjanna það eina sem var að finna í pakkanum. Heldur var þar forláta loðhúfa. „Húfan Gorbanautur, alveg drelliflott rússnesk loðhúfa. Mér datt í hug safalaskinn eða eitthvað agalega fínt. Að minnsta kosti var húfan flott. Svo kíkti ég inn í hana. Þar stóð skírum stöfum á merkinu, „Made in Finland,““ segir Þorsteinn. Þorsteinn á húfuna enn og segist nota hana stöku sinnum í aftakaveðrum á veturna. „Meðan ég fór á rjúpu var ég alltaf með hana.“ Leiðtogafundurinn í Höfða Sovétríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir „Viljum ekki að krakkarnir séu hrædd að fara um hverfið sitt“ Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Sjá meira
Mikhail Gorbachev, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, féll frá í gær, en hann var 91 árs að aldri. Hann hafði óumdeilanlega mikil áhrif á gang heimssögunnar og er nú minnst um heim allan. Ekki síst er hann Íslendingum minnisstæður eftir hinn fræga fund sem Gorbachev og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti áttu á Íslandi 1986. Skrifaði Gorbachev þakkarbréf Þorsteinn var, líkt og flestir landar hans á þeim tíma, innblásinn vegna þessa heimssögulega viðburðar sem átti sér stað í túnfætinum heima. „Ég skrifaði Gorbachev bréf eftir fundinn í Höfða, þakkarbréf þótt árangur fundarins væri rýrari en vonast var til,“ segir Þorsteinn. Hann hugsaði svo ekki meira um það en fáum árum síðar barst honum bréf frá skosku útgáfufyrirtæki sem hafði áætlanir um að gefa út bók sem Þorstein minnir að hafi átt að heita „Letters to the premier“ eða eitthvað álíka. Og Þorsteinn var spurður hvort ég samþykkti að mitt bréf væri birt. „Ég hafði ekkert á móti því og svaraði að það væri í lagi. Svo fæ ég annað bréf frá þeim þar sem mér er boðið að kaupa bókina sem mér fannst andskoti dýr. Í engu svaraði ég því bréfi og hélt áfram með lífið.“ „Made in Finland“ Líður og bíður og Þorsteinn velti þessu ekki meira fyrir sér nema þetta sama ár berst honum tilkynning frá póstinum að hann eigi pakka á aðalpósthúsinu í Pósthússtræti. „Að sjálfsögðu fór ég og sótti pakkann sem ég hélt að væri jólagjöf til mín en það reyndist ekki allskostar rétt. Þegar ég kom heim og opnaði pakkann, til að nálgast annan pakka sem ég reiknaði með að væri innan í kassanum. Ekki var það rétt hjá mér því í kassanum var bréf, undirritað af Gorbachev, þar sem mér var þakkað bréfið sem ég sendi.“ Og ekki var þakkarbréf frá þessum síðasta leiðtoga Sovétríkjanna það eina sem var að finna í pakkanum. Heldur var þar forláta loðhúfa. „Húfan Gorbanautur, alveg drelliflott rússnesk loðhúfa. Mér datt í hug safalaskinn eða eitthvað agalega fínt. Að minnsta kosti var húfan flott. Svo kíkti ég inn í hana. Þar stóð skírum stöfum á merkinu, „Made in Finland,““ segir Þorsteinn. Þorsteinn á húfuna enn og segist nota hana stöku sinnum í aftakaveðrum á veturna. „Meðan ég fór á rjúpu var ég alltaf með hana.“
Leiðtogafundurinn í Höfða Sovétríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir „Viljum ekki að krakkarnir séu hrædd að fara um hverfið sitt“ Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Sjá meira