Flaggskip breska flotans vélarvana Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2022 14:32 HMS Prince of Wales undan ströndum Bretlands. Getty/Christopher Furlong Umfangsmikil bilun varð í vél stærsta herskips Bretlands og flaggskipi breska flotans, HMS Prince of Wales, í gær. Verið var að sigla skipinu til Ameríku þegar bilunin varð og var skipið skammt suður af Bretlandi, þar sem það lá við ankeri. Nú virðist sem að sigla eigi skipinu aftur til hafnar, eins og sjá má á vef Marine Traffic. Skipið er annað af tveimur flugmóðurskipum Bretlands og kostaði smíði skipsins um 3,1 milljarða punda. Það samsvarar rúmum fimm hundruð milljörðum króna. Skipið er 280 metra langt, sjötíu metrar á breidd og ber skipið 36 F-35B orrustuþotur og fjórar Merlin-þyrlur, auk dróna. Miðillinn UK Defence Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum að talið sé að öxull stjórnborðsskrúfu flugmóðurskipsins sé skemmdur. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að Prince of Wales var lagt upp að bryggju hér á Íslandi í vor. Prince of Wales var siglt frá Portsmouth á laugardaginn og var stefnan sett á New York í Bandaríkjunum, Halifax í Kanada og Karíbahafið. Í yfirlýsingu á vef breska flotans var því haldið fram að verkefni flugmóðurskipsins myndi móta framtíðarvarnarstörf undan ströndum Norður-Ameríku og í Karíbahafinu. Í Ameríku átti að flytja F-35B orrustuþotur um borð í flugmóðurskipið og átti áhöfn skipsins og flugmenn að taka þátt í æfingum með bandaríska flotanum. HMS Prince of Wales er systurskip HMS Queen Elizabeth en Bretar lögðu mikið púður í smíði skipanna, sem eiga að tryggja áhrif Breta á heimshöfunum sjö. Bretland Hernaður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Nú virðist sem að sigla eigi skipinu aftur til hafnar, eins og sjá má á vef Marine Traffic. Skipið er annað af tveimur flugmóðurskipum Bretlands og kostaði smíði skipsins um 3,1 milljarða punda. Það samsvarar rúmum fimm hundruð milljörðum króna. Skipið er 280 metra langt, sjötíu metrar á breidd og ber skipið 36 F-35B orrustuþotur og fjórar Merlin-þyrlur, auk dróna. Miðillinn UK Defence Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum að talið sé að öxull stjórnborðsskrúfu flugmóðurskipsins sé skemmdur. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að Prince of Wales var lagt upp að bryggju hér á Íslandi í vor. Prince of Wales var siglt frá Portsmouth á laugardaginn og var stefnan sett á New York í Bandaríkjunum, Halifax í Kanada og Karíbahafið. Í yfirlýsingu á vef breska flotans var því haldið fram að verkefni flugmóðurskipsins myndi móta framtíðarvarnarstörf undan ströndum Norður-Ameríku og í Karíbahafinu. Í Ameríku átti að flytja F-35B orrustuþotur um borð í flugmóðurskipið og átti áhöfn skipsins og flugmenn að taka þátt í æfingum með bandaríska flotanum. HMS Prince of Wales er systurskip HMS Queen Elizabeth en Bretar lögðu mikið púður í smíði skipanna, sem eiga að tryggja áhrif Breta á heimshöfunum sjö.
Bretland Hernaður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira