Eftirsjá Illuga og Elísabetar: „Enginn lét sér til hugar koma að víkingasveit yrði kölluð út“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 07:39 Hrafn Jökulsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna handtökunnar og seinnar krabbameinsgreiningar. Vísir/Þórir Illugi og Elísabet Jökulsbörn segjast harma það alla daga að hafa átt þátt í handtöku Hrafns, bróður þeirra, við Brú í Hrútafirði fyrir tveimur árum síðan. Hrafn hefur stefnt íslenska ríkinu vegna handtökunnar og vegna krabbameins, sem Hrafn telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. Hrafn var þann 31. október 2020 handtekinn á Brú í Hrútafirði en sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglan á Norðurlandi vestra tóku þátt í aðgerðunum í Hrútafirði. Hrafn segir í stefnunni gegn íslenska ríkinu að lögregla hafi gengið fram með óþarfa hörku við handtökuna. „Í þann mund er stefnandi var að ganga til náða hafi birst honum vopnuð víkingasveit utan úr myrkrinu. Hafi sveitin ógnað honum með byssum, sem hann taldi vera vélbyssur, og hafi honum verið skipað að hafa hendur sýnilegar, ganga frá húsinu og í átt til lögreglunnar og fara niður á hnén,“ segir í stefnunni en Hrafn ræddi veikindin og handtökuna í helgarblaði Fréttablaðsins. Hrafn var í kjölfarið látinn undirgangast læknisskoðun hjá heimilislækni sem mat það svo að Hrafn væri „í maníu“ og eftir að hafa verið fluttur handjárnaður með sjúkrabíl til Reykjavíkur var hann nauðungarvistaður gegn vilja sínum á bráðageðdeild 32C á Landspítalanum. Dvölin var framlengd í tvígang og honum leyft að fara 7. dsember 2020, 37 sólarhringum eftir handtökuna. Illugi, bróðir Hrafns, skrifar í færslu sem hann birti á Facebook í gær að frá fyrstu stundu hafi verið hörmulegt að heyra af því sem gerðist á Brú. Ástvinir Hrafns hafi haft áhyggjur af honum, með réttu eða röngu, og beðið um að litið yrði til hans. „Þannig var það, því miður. Enginn lét sér til hugar koma að víkingasveit yrði kölluð út. Það sem þar gerðist var augljóslega hvorki í samræmi við beiðni ástvina hans né almennilega lögregluhætti, og allra síst þann mann sem mætti lögreglumönnum á Brú og var bersýnilega í alla staði til friðar,“ skrifar Illugi í færslunni. „Ég vona að úr þessu máli verði leyst fljótt og vel þannig að yfirvöldin geti lært af. Og að aldrei á þeim tveim árum sem liðin eru síðan skuli Hrafn bróðir minn hafa greinst með það mein, sem hann berst nú við upp á hæl og hnakka, þrátt fyrir ótal rannsóknir af öllu tagi, það hljómar einfaldlega nánast eins og glæpur.“ Elísabet systir þeirra slær á svipaða strengi í færslu sem hún birti sömuleiðis á Facebook í gær. Aðstandendur hafi aldrei búist við að sérsveit yrði kölluð út vegna Hrafns. „Hrafn bróðir minn varð fyrir hrottalegu ofbeldi og ólöglegri handtöku eins og hann lýsir í þessu fína viðtali sem Fréttablaðið birti við hann í gær. Ég verð að játa að ég átti ákveðinn þátt í því, það voru mistök og ég harma það alla daga,“ skrifar Elísabet. „Ég hafði talið að hann hafði gengið fram af sér við fjöruhreinsun og orðið veikur þess vegna. Þegar ég hringdi í lögregluna bjóst ég við að það kæmu tveir alúðlegir lögregluþjónar frá Blönduósi með lækni sem vissi sínu viti. Þeir Hrafn hefðu getað rætt málin í sameiningu.“ Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C. 28. ágúst 2022 13:23 Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47 Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Hrafn var þann 31. október 2020 handtekinn á Brú í Hrútafirði en sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglan á Norðurlandi vestra tóku þátt í aðgerðunum í Hrútafirði. Hrafn segir í stefnunni gegn íslenska ríkinu að lögregla hafi gengið fram með óþarfa hörku við handtökuna. „Í þann mund er stefnandi var að ganga til náða hafi birst honum vopnuð víkingasveit utan úr myrkrinu. Hafi sveitin ógnað honum með byssum, sem hann taldi vera vélbyssur, og hafi honum verið skipað að hafa hendur sýnilegar, ganga frá húsinu og í átt til lögreglunnar og fara niður á hnén,“ segir í stefnunni en Hrafn ræddi veikindin og handtökuna í helgarblaði Fréttablaðsins. Hrafn var í kjölfarið látinn undirgangast læknisskoðun hjá heimilislækni sem mat það svo að Hrafn væri „í maníu“ og eftir að hafa verið fluttur handjárnaður með sjúkrabíl til Reykjavíkur var hann nauðungarvistaður gegn vilja sínum á bráðageðdeild 32C á Landspítalanum. Dvölin var framlengd í tvígang og honum leyft að fara 7. dsember 2020, 37 sólarhringum eftir handtökuna. Illugi, bróðir Hrafns, skrifar í færslu sem hann birti á Facebook í gær að frá fyrstu stundu hafi verið hörmulegt að heyra af því sem gerðist á Brú. Ástvinir Hrafns hafi haft áhyggjur af honum, með réttu eða röngu, og beðið um að litið yrði til hans. „Þannig var það, því miður. Enginn lét sér til hugar koma að víkingasveit yrði kölluð út. Það sem þar gerðist var augljóslega hvorki í samræmi við beiðni ástvina hans né almennilega lögregluhætti, og allra síst þann mann sem mætti lögreglumönnum á Brú og var bersýnilega í alla staði til friðar,“ skrifar Illugi í færslunni. „Ég vona að úr þessu máli verði leyst fljótt og vel þannig að yfirvöldin geti lært af. Og að aldrei á þeim tveim árum sem liðin eru síðan skuli Hrafn bróðir minn hafa greinst með það mein, sem hann berst nú við upp á hæl og hnakka, þrátt fyrir ótal rannsóknir af öllu tagi, það hljómar einfaldlega nánast eins og glæpur.“ Elísabet systir þeirra slær á svipaða strengi í færslu sem hún birti sömuleiðis á Facebook í gær. Aðstandendur hafi aldrei búist við að sérsveit yrði kölluð út vegna Hrafns. „Hrafn bróðir minn varð fyrir hrottalegu ofbeldi og ólöglegri handtöku eins og hann lýsir í þessu fína viðtali sem Fréttablaðið birti við hann í gær. Ég verð að játa að ég átti ákveðinn þátt í því, það voru mistök og ég harma það alla daga,“ skrifar Elísabet. „Ég hafði talið að hann hafði gengið fram af sér við fjöruhreinsun og orðið veikur þess vegna. Þegar ég hringdi í lögregluna bjóst ég við að það kæmu tveir alúðlegir lögregluþjónar frá Blönduósi með lækni sem vissi sínu viti. Þeir Hrafn hefðu getað rætt málin í sameiningu.“
Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C. 28. ágúst 2022 13:23 Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47 Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C. 28. ágúst 2022 13:23
Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47
Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00