Laumaði Lars framhjá dyravörðum og starfsfólki Bjarki Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2022 23:01 Hér sést Lars í bakgrunninum við myndavegg Bullseye. Honum var rænt þaðan í gærkvöldi. Friðrik Grétarsson Heimilisbangsanum á pílustaðnum Bullseye við Snorrabraut var stolið í gærkvöldi. Rekstrarstjórinn segir málið vera dapurlegt í alla staði og skorar á þjófinn að skila bangsanum. Bangsinn Lars hefur búið á Snorrabraut 37 allt frá því að pílustaðurinn Bullseye opnaði þar undir lok árs 2020. Lars er skírður í höfuðið á fastakúnna staðarins, Lars Kresse. „Þetta er dapurlegt mál í alla staði. Hann var í geymslu fyrst en var tekinn fram um daginn og hefur vakið mikla lukku. Margir hafa látið ljósmynda sig með honum og hann hefur fengið góðar móttökur. Það er þyngra en tárum taki að honum hafi verið stolið,“ segir Skorri Höskuldsson, rekstrarstjóri Bullseye, í samtali við fréttastofu. Lars var afar vinsæll og vildu margir fá mynd af sér með honum. Lars var stolið á háannatíma í gærkvöldi og tóku dyraverðir og starfsfólk ekki eftir því að hann væri horfinn fyrr en það var orðið of seint. Ekki er hægt að sjá hver rændi Lars á öryggismyndavélum og einhvernveginn hefur þjófnum tekist að koma stórum og stæðilegum Lars framhjá dyravörðum staðarins. „Þetta hefur verið einhver þaulvanur bangsaþjófur á ferðinni. Við auðvitað skorum á viðkomandi að skila honum aftur á Bullseye. Það er ekkert annað í stöðunni,“ segir Skorri. Hann telur að einhver hafi aðeins prjónað yfir sig í gleðinni eftir skemmtilegt kvöld og gott pílukast og þótt þetta fyndið. Skorri segir starfsfólk Bullseye þó ekki hlæja yfir þessu. Staðurinn sé tilbúinn að veita fundarverðlaun. „Til þess sem getur bent okkur á hvar Lars er niðurkominn. Þeim er boðið í pílu, drykk og mat,“ segir Skorri. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Bangsinn Lars hefur búið á Snorrabraut 37 allt frá því að pílustaðurinn Bullseye opnaði þar undir lok árs 2020. Lars er skírður í höfuðið á fastakúnna staðarins, Lars Kresse. „Þetta er dapurlegt mál í alla staði. Hann var í geymslu fyrst en var tekinn fram um daginn og hefur vakið mikla lukku. Margir hafa látið ljósmynda sig með honum og hann hefur fengið góðar móttökur. Það er þyngra en tárum taki að honum hafi verið stolið,“ segir Skorri Höskuldsson, rekstrarstjóri Bullseye, í samtali við fréttastofu. Lars var afar vinsæll og vildu margir fá mynd af sér með honum. Lars var stolið á háannatíma í gærkvöldi og tóku dyraverðir og starfsfólk ekki eftir því að hann væri horfinn fyrr en það var orðið of seint. Ekki er hægt að sjá hver rændi Lars á öryggismyndavélum og einhvernveginn hefur þjófnum tekist að koma stórum og stæðilegum Lars framhjá dyravörðum staðarins. „Þetta hefur verið einhver þaulvanur bangsaþjófur á ferðinni. Við auðvitað skorum á viðkomandi að skila honum aftur á Bullseye. Það er ekkert annað í stöðunni,“ segir Skorri. Hann telur að einhver hafi aðeins prjónað yfir sig í gleðinni eftir skemmtilegt kvöld og gott pílukast og þótt þetta fyndið. Skorri segir starfsfólk Bullseye þó ekki hlæja yfir þessu. Staðurinn sé tilbúinn að veita fundarverðlaun. „Til þess sem getur bent okkur á hvar Lars er niðurkominn. Þeim er boðið í pílu, drykk og mat,“ segir Skorri.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira