Vinnuaflið sjálft eigi að leiða Alþýðusambandið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. ágúst 2022 15:07 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að með sigri nýfrjálshyggju frá níunda áratug 20. aldar hafi farið að fjara undan markvissri stéttabaráttu. Í kjölfarið hafi innleiðing og yfirtaka „sérfræðingastétta“ átt sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar. Sólveig Anna ræddi kreppuna í verkalýðshreyfingunni á Sprengisandi í morgun. „Þetta snýst fyrst og fremst um lýðræði. Hvort við trúum því að vinnuaflið sjálft eigi að leiða stefnuna og ASÍ vinni eftir þeirri stefnu en ekki að skipanirnar komi að ofan,“ segir Sólveig Anna í upphafi viðtals síns. Þetta segir hún stóra viðfangsefni verkalýðshreyfingar núna. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Það er þess vegna sem við höfum alfarið hafnað þessu SALEK módeli, því þar finnst hugmyndafræði um að það sé hægt að ná stöðugleika af því allir ætli að passa saman upp á hófsemdina. Það sem er hins vegar öllum augljóst er að þessu er þröngvað upp á stétt vinnandi fólks á meðan stjórnendur fyrirtækja virða þetta með engum hætti; ójöfnuður eykst og svo framvegis,“ segir Sólveig varðandi nálgun í kjaraviðræðum. SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt helstu stéttarfélaga í samstarfi við Samtök atvinnulífs og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga. Þar var lögð á heildarendurskoðun samningalíkansins. Spurt-og-svarad-um-SALEK-GAPDF207KBSækja skjal Vantaði þekkingu í fyrstu hjá ASÍ Hún segir enga viðleitni frá mörgum félögum innan ASÍ að þurfa að endurnýja umboð sitt til að leiða félagið. Með því að þurfa að sigra kosningar, segir Sólveig, fáist kraftur til að knýja fram raunverulegar kjarabætur. „Ég fullyrði að ef hnignun hefði ekki átt sér stað innan vébanda ASÍ værum við ekki á þessum stað.“ Varðandi stéttasamvinnu og núning við fráfarandi forseta og BHM sem dæmi segir Sólveig að bandalagið hafi unnið gegn vinnandi fólki. Í átökunum innan ASÍ segir Sólveig Anna að hún hafi ekki haft nógu mikla þekkingu þegar hún kom þar inn fyrst. „Svo áttaði ég mig á því að hörðustu stéttaátökin voru þarna inni þegar ég mætti mikilli fyrirstöðu frá hálaunahópum sem vildu koma fram með þá kröfu að konurnar með 300 þúsund og kallarnir með 1,2 milljónir ættu að fá það sama í skattalækkanir.“ ASÍ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. 15. ágúst 2022 08:48 Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Sólveig Anna ræddi kreppuna í verkalýðshreyfingunni á Sprengisandi í morgun. „Þetta snýst fyrst og fremst um lýðræði. Hvort við trúum því að vinnuaflið sjálft eigi að leiða stefnuna og ASÍ vinni eftir þeirri stefnu en ekki að skipanirnar komi að ofan,“ segir Sólveig Anna í upphafi viðtals síns. Þetta segir hún stóra viðfangsefni verkalýðshreyfingar núna. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Það er þess vegna sem við höfum alfarið hafnað þessu SALEK módeli, því þar finnst hugmyndafræði um að það sé hægt að ná stöðugleika af því allir ætli að passa saman upp á hófsemdina. Það sem er hins vegar öllum augljóst er að þessu er þröngvað upp á stétt vinnandi fólks á meðan stjórnendur fyrirtækja virða þetta með engum hætti; ójöfnuður eykst og svo framvegis,“ segir Sólveig varðandi nálgun í kjaraviðræðum. SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt helstu stéttarfélaga í samstarfi við Samtök atvinnulífs og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga. Þar var lögð á heildarendurskoðun samningalíkansins. Spurt-og-svarad-um-SALEK-GAPDF207KBSækja skjal Vantaði þekkingu í fyrstu hjá ASÍ Hún segir enga viðleitni frá mörgum félögum innan ASÍ að þurfa að endurnýja umboð sitt til að leiða félagið. Með því að þurfa að sigra kosningar, segir Sólveig, fáist kraftur til að knýja fram raunverulegar kjarabætur. „Ég fullyrði að ef hnignun hefði ekki átt sér stað innan vébanda ASÍ værum við ekki á þessum stað.“ Varðandi stéttasamvinnu og núning við fráfarandi forseta og BHM sem dæmi segir Sólveig að bandalagið hafi unnið gegn vinnandi fólki. Í átökunum innan ASÍ segir Sólveig Anna að hún hafi ekki haft nógu mikla þekkingu þegar hún kom þar inn fyrst. „Svo áttaði ég mig á því að hörðustu stéttaátökin voru þarna inni þegar ég mætti mikilli fyrirstöðu frá hálaunahópum sem vildu koma fram með þá kröfu að konurnar með 300 þúsund og kallarnir með 1,2 milljónir ættu að fá það sama í skattalækkanir.“
ASÍ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. 15. ágúst 2022 08:48 Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39
Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. 15. ágúst 2022 08:48
Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14