Sitja uppi með stóra skuld eftir andlát sonar síns Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2022 08:32 Bangladesinn Mohammad Shahid Miah er á meðal þúsunda farandverkamanna sem hafa látið lífið við uppbygginguna fyrir HM í Katar. Skjáskot Sænska fjölmiðlafyrirtækið Blankspot hefur opnað vefsíðu sem ber heitið Spjöldin í Katar (e. Cards of Qatar) þar sem fjölmargra verkamanna sem létust við uppbyggingu komandi heimsmeistaramóts í fótbolta er minnst. Síðan er sett upp í stíl fótboltaspjalda sem oft eru vinsæl í kringum heimsmeistaramót. Í stað þess að leikmenn prýði spjöldin eru það látnir verkamenn og saga þeirra sögð í von um að vekja frekari athygli á voðaverkum sem hafa farið fram til að byggja upp dýrasta heimsmeistaramót allra tíma. The Guardian greindi frá því í febrúar í fyrra að allavega 6.500 verkamenn hefðu látið lífið við uppbygginguna í Katar. „Þessir verkamenn eru ekki bara einhver tölfræði. Þeirra sögur verða að heyrast,“ er haft eftir Martin Schibbye, ritstjóra og annars stofnenda Blankspot. Mohammad Shahid Miah frá Bangladesh er á meðal þeirra sem er minnst á síðunni. Hann lést 29 ára að aldri í hitteðfyrra. „Gríðarlegar rigningar í Katar haustið 2020 voru dauðadómur Mohammad. Vatnið rann inn á gólf í híbýli hans og náði í rafmagnssnúrur. Þegar hann steig á blautt gólfið varð hann fyrir raflosti og lést. Mohammad hafði borgað ráðningarfyrirtæki 4.800 dollara [tæplega 700 þúsund krónur] fyrir starfið í Katar. Skuldin stendur eftir og foreldrar hans þurfa nú að greiða hana. Faðir hans segir fjölskylduna enn bíða bóta frá ríkinu,“ Landa hans frá Bangladesh, Mohammad Russel Parvez, er einnig minnst: „Lík Mohammad fannst í ruslatunnu í Katar örfáum dögum fyrir jól árið 2020. Hann var 33 ára einkasonur. Shirina Akhter Banu, móðir hans, tók við líki hans í þorpi þeirra, Doulatpur, í vestur Bangladesh um mánuði síðar. Hann vann byggingaverkamaður og féll af tíu hæða húsi, samkvæmt móður hans,“ Fjölmargra annarra er minnst á síðunni, flestir frá Indlandi, Nepal eða Bangladesh. Mörg þeirra létust úr hjartaáfalli þrátt fyrir enga sögu um hjartasjúkdóma, þar sem hita og álagi er kennt um. Hér má nálgast spjöldin frá Katar. Katar HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Síðan er sett upp í stíl fótboltaspjalda sem oft eru vinsæl í kringum heimsmeistaramót. Í stað þess að leikmenn prýði spjöldin eru það látnir verkamenn og saga þeirra sögð í von um að vekja frekari athygli á voðaverkum sem hafa farið fram til að byggja upp dýrasta heimsmeistaramót allra tíma. The Guardian greindi frá því í febrúar í fyrra að allavega 6.500 verkamenn hefðu látið lífið við uppbygginguna í Katar. „Þessir verkamenn eru ekki bara einhver tölfræði. Þeirra sögur verða að heyrast,“ er haft eftir Martin Schibbye, ritstjóra og annars stofnenda Blankspot. Mohammad Shahid Miah frá Bangladesh er á meðal þeirra sem er minnst á síðunni. Hann lést 29 ára að aldri í hitteðfyrra. „Gríðarlegar rigningar í Katar haustið 2020 voru dauðadómur Mohammad. Vatnið rann inn á gólf í híbýli hans og náði í rafmagnssnúrur. Þegar hann steig á blautt gólfið varð hann fyrir raflosti og lést. Mohammad hafði borgað ráðningarfyrirtæki 4.800 dollara [tæplega 700 þúsund krónur] fyrir starfið í Katar. Skuldin stendur eftir og foreldrar hans þurfa nú að greiða hana. Faðir hans segir fjölskylduna enn bíða bóta frá ríkinu,“ Landa hans frá Bangladesh, Mohammad Russel Parvez, er einnig minnst: „Lík Mohammad fannst í ruslatunnu í Katar örfáum dögum fyrir jól árið 2020. Hann var 33 ára einkasonur. Shirina Akhter Banu, móðir hans, tók við líki hans í þorpi þeirra, Doulatpur, í vestur Bangladesh um mánuði síðar. Hann vann byggingaverkamaður og féll af tíu hæða húsi, samkvæmt móður hans,“ Fjölmargra annarra er minnst á síðunni, flestir frá Indlandi, Nepal eða Bangladesh. Mörg þeirra létust úr hjartaáfalli þrátt fyrir enga sögu um hjartasjúkdóma, þar sem hita og álagi er kennt um. Hér má nálgast spjöldin frá Katar.
Katar HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira