Manchester United leggur fram tilboð í Memphis Depay Atli Arason skrifar 28. ágúst 2022 08:01 Memphis Depay í leik með Barcelona á síðasta ári. EPA-EFE/Alejandro Garcia Manchester United hefur gert Barcelona tilboð upp á 10 milljónir evra í von um að endurheimta þennan fyrrum framherja United aftur til liðsins. Félagaskiptamarkaðurinn lokar næstkomandi fimmtudag en United þarf að styrkja framlínuna sína fyrir komandi tímabil. Anthony Martial er enn þá á meiðslalistanum og framtíð Cristiano Ronaldo er áfram óljós. Marcus Rashford hefur því leitt sóknarlínu Manchester United í síðustu leikjum. Manchester United hefur verið að eltast við Antony, leikmann Ajax, en félögin tvö virðast ekki ná samkomulag um kaupverð á leikmanninum. Ajax hafnaði tæplega 90 milljón evra tilboði United í Antony í vikunni. Manchester United hefur nú óvænt ákveðið að snúa sér að Memphis Depay, framherja Barcelona. Það er fjölmiðlamaðurinn Gerard Romero sem greindi fyrst frá málinu en flestir fjölmiðlar Evrópu fjalla nú um þessi mögulegu félagaskipti. Depay lék með United í tvö ár, frá 2015 til 2017. Depay þótti ekki standa sig nægilega vel hjá rauðu djöflunum sem varð til þess að United seldi hann til Lyon fyrir 16 milljónir evra, tveimur árum eftir að hafa keypt leikmanninn á 34 milljónir frá PSV. Depay skoraði sjö mörk í 53 leikjum fyrir Untited á sínum tíma. Barcelona vill losna við Depay sem er ekki í áformum knattspyrnustjórans Xavi. Spænska félagið þarf að losa Depay af launaskrá sinni og talið er að tilboð upp á 10 milljónir evra sé nóg fyrir Barcelona til að selja. Real Sociedad er einnig sagt hafa áhuga á því að fá Depay til liðs við sig. 🚨 JUST IN: Manchester United have offered Barcelona €10m for Memphis Depay. #mufc #mujournal[@gerardromero]— United Journal (@theutdjournal) August 27, 2022 Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Koeman segir Depay hafa verið of ungan fyrir Manchester United Hollenski landsliðsþjálfarinn Ronald Keoman segir að Memphis Depay hafi verið of ungur þegar hann fór til Manchester United. Hann sé hins vegar tilbúinn í ensku úrvalsdeildina í dag. 15. nóvember 2019 23:30 Barcelona þarf að selja leikmenn til að mega skrá Kounde Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð nýjasta leikmann liðsins, Jules Kounde. 20. ágúst 2022 22:45 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Sjá meira
Félagaskiptamarkaðurinn lokar næstkomandi fimmtudag en United þarf að styrkja framlínuna sína fyrir komandi tímabil. Anthony Martial er enn þá á meiðslalistanum og framtíð Cristiano Ronaldo er áfram óljós. Marcus Rashford hefur því leitt sóknarlínu Manchester United í síðustu leikjum. Manchester United hefur verið að eltast við Antony, leikmann Ajax, en félögin tvö virðast ekki ná samkomulag um kaupverð á leikmanninum. Ajax hafnaði tæplega 90 milljón evra tilboði United í Antony í vikunni. Manchester United hefur nú óvænt ákveðið að snúa sér að Memphis Depay, framherja Barcelona. Það er fjölmiðlamaðurinn Gerard Romero sem greindi fyrst frá málinu en flestir fjölmiðlar Evrópu fjalla nú um þessi mögulegu félagaskipti. Depay lék með United í tvö ár, frá 2015 til 2017. Depay þótti ekki standa sig nægilega vel hjá rauðu djöflunum sem varð til þess að United seldi hann til Lyon fyrir 16 milljónir evra, tveimur árum eftir að hafa keypt leikmanninn á 34 milljónir frá PSV. Depay skoraði sjö mörk í 53 leikjum fyrir Untited á sínum tíma. Barcelona vill losna við Depay sem er ekki í áformum knattspyrnustjórans Xavi. Spænska félagið þarf að losa Depay af launaskrá sinni og talið er að tilboð upp á 10 milljónir evra sé nóg fyrir Barcelona til að selja. Real Sociedad er einnig sagt hafa áhuga á því að fá Depay til liðs við sig. 🚨 JUST IN: Manchester United have offered Barcelona €10m for Memphis Depay. #mufc #mujournal[@gerardromero]— United Journal (@theutdjournal) August 27, 2022
Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Koeman segir Depay hafa verið of ungan fyrir Manchester United Hollenski landsliðsþjálfarinn Ronald Keoman segir að Memphis Depay hafi verið of ungur þegar hann fór til Manchester United. Hann sé hins vegar tilbúinn í ensku úrvalsdeildina í dag. 15. nóvember 2019 23:30 Barcelona þarf að selja leikmenn til að mega skrá Kounde Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð nýjasta leikmann liðsins, Jules Kounde. 20. ágúst 2022 22:45 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Sjá meira
Koeman segir Depay hafa verið of ungan fyrir Manchester United Hollenski landsliðsþjálfarinn Ronald Keoman segir að Memphis Depay hafi verið of ungur þegar hann fór til Manchester United. Hann sé hins vegar tilbúinn í ensku úrvalsdeildina í dag. 15. nóvember 2019 23:30
Barcelona þarf að selja leikmenn til að mega skrá Kounde Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð nýjasta leikmann liðsins, Jules Kounde. 20. ágúst 2022 22:45