„Eini munurinn er að það er bikar undir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. ágúst 2022 10:16 Breiðablik og Valur eigast við í dag í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Blikar eiga titili að verja og Natasha Moraa, leikmaður Breiðabliks, segir að liðið sé tilbúið í leikinn. „Ég er bara rosalega spennt. Það er búin að vera svolítil brekka fyrir okkur, margar breytingar og svona, en ég held að við séum búin að höndla það bara mjög vel,“ sagði Natasha í samtali við Stöð 2 í gær. Blikaliðið er nýkomið heim frá Noregi þar sem liðið lék tvo leiki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið mátti þola 4-2 tap gegn heimakonum í Rosenborg og náðu því ekki að vinna sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en Natasha segir að hún og liðsfélagar hennar komi sterkari til baka. „Þetta var lærdómsríkt verkefni fyrir okkur. Fyrsti leikurinn var mjög erfiður og fyrri hálfleikurinn þar var ekki nógu góður. Svo komum við sterkari inn í seinni hálfleikinn og náðum að skora tvö, en það var ekki nóg. Seinni leikurinn var betri og við náðum að jafna okkur eftir fyrri leikinn og við komum bara mjög peppaðar inn í seinni leikinn.“ „Ég veit að við náðum ekki að komast áfram og að þessi seinni leikur hafi ekki skipt mjög miklu máli, en hann skipti mjög miklu máli fyrir okkur.“ „Núna erum við bara búnar að vera ótrúlega peppaðar á æfingum og búnar að æfa mjög vel þannig ég held að við séum rosalega tilbúnar í þennan leik,“ sagði Natasha um bikarúrslitaleikinn sem framundan er. Klippa: Natasha Moraa fyrir bikarúrslitaleikinn Halda spennustiginu niðri og taka lærdóm af tapinu gegn Val í deildinni Þrátt fyrir það að bikarúrslitaleikurinn sé vissulega ekki eins og hver annar leikur þá segir Natasha að liðið reyni að halda undirbúningnum fyrir leikinn svipuðum og fyrir aðra leiki. „Við reynum að halda þessu eins og fyrir aðra leiki. Eini munirinn er að það er bikar undir. Þú vilt bara vinna. Þannig að við erum með gott jafnvægi á þessu, tilbúnar í leikinn, en reynum að vera ekki með of hátt spennustig.“ Breiðablik og Valur áttust við í Bestu-deild kvenna fyrr í sumar þar sem Valskonur höfðu betur. Natasha segir að hún og liðsfélagar hennar hafi lært af þeim leik og muni nýta sér það í dag. „Í allt sumar erum við búnar að læra eitthvað frá hverjum leik fyrir sig. Þannig að við munum nota það og taka með okkur inn í þennan leik og ég held að við séum bara tilbúnar að mæta þeim.“ Hafa titil að verja Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari kvenna og fá nú tækifæri til að verja titilinn og halda bikarnum í Kópavoginum. Með sigri þá jafnar Breiðablik Val í titlafjölda en Natasha segist þó lítið vera að hugsa um það. „Maður getur verið með það á bak við eyrað en við erum ekki að hugsa of mikið um það. Þetta snýst bara um þennan leik á laugardaginn og að vinna hann og svo getum við hugsað um þetta þegar við erum búnar að vinna og lyfta bikarnum,“ sagði Natasha létt. „Þær eru með rosalega gott lið og eru að koma úr Meistaradeildarleikjum sem gengu mjög vel hjá þeim. Þannig að við verðum að vera rosalega skipulagðar og tilbúnar í það hvernig þær sækja og svona. En ef við spilum okkar leik þá er ég viss um að þetta detti okkar megin,“ sagði Natasha að lokum. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Sjá meira
„Ég er bara rosalega spennt. Það er búin að vera svolítil brekka fyrir okkur, margar breytingar og svona, en ég held að við séum búin að höndla það bara mjög vel,“ sagði Natasha í samtali við Stöð 2 í gær. Blikaliðið er nýkomið heim frá Noregi þar sem liðið lék tvo leiki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið mátti þola 4-2 tap gegn heimakonum í Rosenborg og náðu því ekki að vinna sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en Natasha segir að hún og liðsfélagar hennar komi sterkari til baka. „Þetta var lærdómsríkt verkefni fyrir okkur. Fyrsti leikurinn var mjög erfiður og fyrri hálfleikurinn þar var ekki nógu góður. Svo komum við sterkari inn í seinni hálfleikinn og náðum að skora tvö, en það var ekki nóg. Seinni leikurinn var betri og við náðum að jafna okkur eftir fyrri leikinn og við komum bara mjög peppaðar inn í seinni leikinn.“ „Ég veit að við náðum ekki að komast áfram og að þessi seinni leikur hafi ekki skipt mjög miklu máli, en hann skipti mjög miklu máli fyrir okkur.“ „Núna erum við bara búnar að vera ótrúlega peppaðar á æfingum og búnar að æfa mjög vel þannig ég held að við séum rosalega tilbúnar í þennan leik,“ sagði Natasha um bikarúrslitaleikinn sem framundan er. Klippa: Natasha Moraa fyrir bikarúrslitaleikinn Halda spennustiginu niðri og taka lærdóm af tapinu gegn Val í deildinni Þrátt fyrir það að bikarúrslitaleikurinn sé vissulega ekki eins og hver annar leikur þá segir Natasha að liðið reyni að halda undirbúningnum fyrir leikinn svipuðum og fyrir aðra leiki. „Við reynum að halda þessu eins og fyrir aðra leiki. Eini munirinn er að það er bikar undir. Þú vilt bara vinna. Þannig að við erum með gott jafnvægi á þessu, tilbúnar í leikinn, en reynum að vera ekki með of hátt spennustig.“ Breiðablik og Valur áttust við í Bestu-deild kvenna fyrr í sumar þar sem Valskonur höfðu betur. Natasha segir að hún og liðsfélagar hennar hafi lært af þeim leik og muni nýta sér það í dag. „Í allt sumar erum við búnar að læra eitthvað frá hverjum leik fyrir sig. Þannig að við munum nota það og taka með okkur inn í þennan leik og ég held að við séum bara tilbúnar að mæta þeim.“ Hafa titil að verja Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari kvenna og fá nú tækifæri til að verja titilinn og halda bikarnum í Kópavoginum. Með sigri þá jafnar Breiðablik Val í titlafjölda en Natasha segist þó lítið vera að hugsa um það. „Maður getur verið með það á bak við eyrað en við erum ekki að hugsa of mikið um það. Þetta snýst bara um þennan leik á laugardaginn og að vinna hann og svo getum við hugsað um þetta þegar við erum búnar að vinna og lyfta bikarnum,“ sagði Natasha létt. „Þær eru með rosalega gott lið og eru að koma úr Meistaradeildarleikjum sem gengu mjög vel hjá þeim. Þannig að við verðum að vera rosalega skipulagðar og tilbúnar í það hvernig þær sækja og svona. En ef við spilum okkar leik þá er ég viss um að þetta detti okkar megin,“ sagði Natasha að lokum. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Sjá meira