„Eini munurinn er að það er bikar undir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. ágúst 2022 10:16 Breiðablik og Valur eigast við í dag í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Blikar eiga titili að verja og Natasha Moraa, leikmaður Breiðabliks, segir að liðið sé tilbúið í leikinn. „Ég er bara rosalega spennt. Það er búin að vera svolítil brekka fyrir okkur, margar breytingar og svona, en ég held að við séum búin að höndla það bara mjög vel,“ sagði Natasha í samtali við Stöð 2 í gær. Blikaliðið er nýkomið heim frá Noregi þar sem liðið lék tvo leiki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið mátti þola 4-2 tap gegn heimakonum í Rosenborg og náðu því ekki að vinna sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en Natasha segir að hún og liðsfélagar hennar komi sterkari til baka. „Þetta var lærdómsríkt verkefni fyrir okkur. Fyrsti leikurinn var mjög erfiður og fyrri hálfleikurinn þar var ekki nógu góður. Svo komum við sterkari inn í seinni hálfleikinn og náðum að skora tvö, en það var ekki nóg. Seinni leikurinn var betri og við náðum að jafna okkur eftir fyrri leikinn og við komum bara mjög peppaðar inn í seinni leikinn.“ „Ég veit að við náðum ekki að komast áfram og að þessi seinni leikur hafi ekki skipt mjög miklu máli, en hann skipti mjög miklu máli fyrir okkur.“ „Núna erum við bara búnar að vera ótrúlega peppaðar á æfingum og búnar að æfa mjög vel þannig ég held að við séum rosalega tilbúnar í þennan leik,“ sagði Natasha um bikarúrslitaleikinn sem framundan er. Klippa: Natasha Moraa fyrir bikarúrslitaleikinn Halda spennustiginu niðri og taka lærdóm af tapinu gegn Val í deildinni Þrátt fyrir það að bikarúrslitaleikurinn sé vissulega ekki eins og hver annar leikur þá segir Natasha að liðið reyni að halda undirbúningnum fyrir leikinn svipuðum og fyrir aðra leiki. „Við reynum að halda þessu eins og fyrir aðra leiki. Eini munirinn er að það er bikar undir. Þú vilt bara vinna. Þannig að við erum með gott jafnvægi á þessu, tilbúnar í leikinn, en reynum að vera ekki með of hátt spennustig.“ Breiðablik og Valur áttust við í Bestu-deild kvenna fyrr í sumar þar sem Valskonur höfðu betur. Natasha segir að hún og liðsfélagar hennar hafi lært af þeim leik og muni nýta sér það í dag. „Í allt sumar erum við búnar að læra eitthvað frá hverjum leik fyrir sig. Þannig að við munum nota það og taka með okkur inn í þennan leik og ég held að við séum bara tilbúnar að mæta þeim.“ Hafa titil að verja Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari kvenna og fá nú tækifæri til að verja titilinn og halda bikarnum í Kópavoginum. Með sigri þá jafnar Breiðablik Val í titlafjölda en Natasha segist þó lítið vera að hugsa um það. „Maður getur verið með það á bak við eyrað en við erum ekki að hugsa of mikið um það. Þetta snýst bara um þennan leik á laugardaginn og að vinna hann og svo getum við hugsað um þetta þegar við erum búnar að vinna og lyfta bikarnum,“ sagði Natasha létt. „Þær eru með rosalega gott lið og eru að koma úr Meistaradeildarleikjum sem gengu mjög vel hjá þeim. Þannig að við verðum að vera rosalega skipulagðar og tilbúnar í það hvernig þær sækja og svona. En ef við spilum okkar leik þá er ég viss um að þetta detti okkar megin,“ sagði Natasha að lokum. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
„Ég er bara rosalega spennt. Það er búin að vera svolítil brekka fyrir okkur, margar breytingar og svona, en ég held að við séum búin að höndla það bara mjög vel,“ sagði Natasha í samtali við Stöð 2 í gær. Blikaliðið er nýkomið heim frá Noregi þar sem liðið lék tvo leiki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið mátti þola 4-2 tap gegn heimakonum í Rosenborg og náðu því ekki að vinna sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en Natasha segir að hún og liðsfélagar hennar komi sterkari til baka. „Þetta var lærdómsríkt verkefni fyrir okkur. Fyrsti leikurinn var mjög erfiður og fyrri hálfleikurinn þar var ekki nógu góður. Svo komum við sterkari inn í seinni hálfleikinn og náðum að skora tvö, en það var ekki nóg. Seinni leikurinn var betri og við náðum að jafna okkur eftir fyrri leikinn og við komum bara mjög peppaðar inn í seinni leikinn.“ „Ég veit að við náðum ekki að komast áfram og að þessi seinni leikur hafi ekki skipt mjög miklu máli, en hann skipti mjög miklu máli fyrir okkur.“ „Núna erum við bara búnar að vera ótrúlega peppaðar á æfingum og búnar að æfa mjög vel þannig ég held að við séum rosalega tilbúnar í þennan leik,“ sagði Natasha um bikarúrslitaleikinn sem framundan er. Klippa: Natasha Moraa fyrir bikarúrslitaleikinn Halda spennustiginu niðri og taka lærdóm af tapinu gegn Val í deildinni Þrátt fyrir það að bikarúrslitaleikurinn sé vissulega ekki eins og hver annar leikur þá segir Natasha að liðið reyni að halda undirbúningnum fyrir leikinn svipuðum og fyrir aðra leiki. „Við reynum að halda þessu eins og fyrir aðra leiki. Eini munirinn er að það er bikar undir. Þú vilt bara vinna. Þannig að við erum með gott jafnvægi á þessu, tilbúnar í leikinn, en reynum að vera ekki með of hátt spennustig.“ Breiðablik og Valur áttust við í Bestu-deild kvenna fyrr í sumar þar sem Valskonur höfðu betur. Natasha segir að hún og liðsfélagar hennar hafi lært af þeim leik og muni nýta sér það í dag. „Í allt sumar erum við búnar að læra eitthvað frá hverjum leik fyrir sig. Þannig að við munum nota það og taka með okkur inn í þennan leik og ég held að við séum bara tilbúnar að mæta þeim.“ Hafa titil að verja Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari kvenna og fá nú tækifæri til að verja titilinn og halda bikarnum í Kópavoginum. Með sigri þá jafnar Breiðablik Val í titlafjölda en Natasha segist þó lítið vera að hugsa um það. „Maður getur verið með það á bak við eyrað en við erum ekki að hugsa of mikið um það. Þetta snýst bara um þennan leik á laugardaginn og að vinna hann og svo getum við hugsað um þetta þegar við erum búnar að vinna og lyfta bikarnum,“ sagði Natasha létt. „Þær eru með rosalega gott lið og eru að koma úr Meistaradeildarleikjum sem gengu mjög vel hjá þeim. Þannig að við verðum að vera rosalega skipulagðar og tilbúnar í það hvernig þær sækja og svona. En ef við spilum okkar leik þá er ég viss um að þetta detti okkar megin,“ sagði Natasha að lokum. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira