„Eini munurinn er að það er bikar undir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. ágúst 2022 10:16 Breiðablik og Valur eigast við í dag í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Blikar eiga titili að verja og Natasha Moraa, leikmaður Breiðabliks, segir að liðið sé tilbúið í leikinn. „Ég er bara rosalega spennt. Það er búin að vera svolítil brekka fyrir okkur, margar breytingar og svona, en ég held að við séum búin að höndla það bara mjög vel,“ sagði Natasha í samtali við Stöð 2 í gær. Blikaliðið er nýkomið heim frá Noregi þar sem liðið lék tvo leiki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið mátti þola 4-2 tap gegn heimakonum í Rosenborg og náðu því ekki að vinna sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en Natasha segir að hún og liðsfélagar hennar komi sterkari til baka. „Þetta var lærdómsríkt verkefni fyrir okkur. Fyrsti leikurinn var mjög erfiður og fyrri hálfleikurinn þar var ekki nógu góður. Svo komum við sterkari inn í seinni hálfleikinn og náðum að skora tvö, en það var ekki nóg. Seinni leikurinn var betri og við náðum að jafna okkur eftir fyrri leikinn og við komum bara mjög peppaðar inn í seinni leikinn.“ „Ég veit að við náðum ekki að komast áfram og að þessi seinni leikur hafi ekki skipt mjög miklu máli, en hann skipti mjög miklu máli fyrir okkur.“ „Núna erum við bara búnar að vera ótrúlega peppaðar á æfingum og búnar að æfa mjög vel þannig ég held að við séum rosalega tilbúnar í þennan leik,“ sagði Natasha um bikarúrslitaleikinn sem framundan er. Klippa: Natasha Moraa fyrir bikarúrslitaleikinn Halda spennustiginu niðri og taka lærdóm af tapinu gegn Val í deildinni Þrátt fyrir það að bikarúrslitaleikurinn sé vissulega ekki eins og hver annar leikur þá segir Natasha að liðið reyni að halda undirbúningnum fyrir leikinn svipuðum og fyrir aðra leiki. „Við reynum að halda þessu eins og fyrir aðra leiki. Eini munirinn er að það er bikar undir. Þú vilt bara vinna. Þannig að við erum með gott jafnvægi á þessu, tilbúnar í leikinn, en reynum að vera ekki með of hátt spennustig.“ Breiðablik og Valur áttust við í Bestu-deild kvenna fyrr í sumar þar sem Valskonur höfðu betur. Natasha segir að hún og liðsfélagar hennar hafi lært af þeim leik og muni nýta sér það í dag. „Í allt sumar erum við búnar að læra eitthvað frá hverjum leik fyrir sig. Þannig að við munum nota það og taka með okkur inn í þennan leik og ég held að við séum bara tilbúnar að mæta þeim.“ Hafa titil að verja Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari kvenna og fá nú tækifæri til að verja titilinn og halda bikarnum í Kópavoginum. Með sigri þá jafnar Breiðablik Val í titlafjölda en Natasha segist þó lítið vera að hugsa um það. „Maður getur verið með það á bak við eyrað en við erum ekki að hugsa of mikið um það. Þetta snýst bara um þennan leik á laugardaginn og að vinna hann og svo getum við hugsað um þetta þegar við erum búnar að vinna og lyfta bikarnum,“ sagði Natasha létt. „Þær eru með rosalega gott lið og eru að koma úr Meistaradeildarleikjum sem gengu mjög vel hjá þeim. Þannig að við verðum að vera rosalega skipulagðar og tilbúnar í það hvernig þær sækja og svona. En ef við spilum okkar leik þá er ég viss um að þetta detti okkar megin,“ sagði Natasha að lokum. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
„Ég er bara rosalega spennt. Það er búin að vera svolítil brekka fyrir okkur, margar breytingar og svona, en ég held að við séum búin að höndla það bara mjög vel,“ sagði Natasha í samtali við Stöð 2 í gær. Blikaliðið er nýkomið heim frá Noregi þar sem liðið lék tvo leiki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið mátti þola 4-2 tap gegn heimakonum í Rosenborg og náðu því ekki að vinna sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en Natasha segir að hún og liðsfélagar hennar komi sterkari til baka. „Þetta var lærdómsríkt verkefni fyrir okkur. Fyrsti leikurinn var mjög erfiður og fyrri hálfleikurinn þar var ekki nógu góður. Svo komum við sterkari inn í seinni hálfleikinn og náðum að skora tvö, en það var ekki nóg. Seinni leikurinn var betri og við náðum að jafna okkur eftir fyrri leikinn og við komum bara mjög peppaðar inn í seinni leikinn.“ „Ég veit að við náðum ekki að komast áfram og að þessi seinni leikur hafi ekki skipt mjög miklu máli, en hann skipti mjög miklu máli fyrir okkur.“ „Núna erum við bara búnar að vera ótrúlega peppaðar á æfingum og búnar að æfa mjög vel þannig ég held að við séum rosalega tilbúnar í þennan leik,“ sagði Natasha um bikarúrslitaleikinn sem framundan er. Klippa: Natasha Moraa fyrir bikarúrslitaleikinn Halda spennustiginu niðri og taka lærdóm af tapinu gegn Val í deildinni Þrátt fyrir það að bikarúrslitaleikurinn sé vissulega ekki eins og hver annar leikur þá segir Natasha að liðið reyni að halda undirbúningnum fyrir leikinn svipuðum og fyrir aðra leiki. „Við reynum að halda þessu eins og fyrir aðra leiki. Eini munirinn er að það er bikar undir. Þú vilt bara vinna. Þannig að við erum með gott jafnvægi á þessu, tilbúnar í leikinn, en reynum að vera ekki með of hátt spennustig.“ Breiðablik og Valur áttust við í Bestu-deild kvenna fyrr í sumar þar sem Valskonur höfðu betur. Natasha segir að hún og liðsfélagar hennar hafi lært af þeim leik og muni nýta sér það í dag. „Í allt sumar erum við búnar að læra eitthvað frá hverjum leik fyrir sig. Þannig að við munum nota það og taka með okkur inn í þennan leik og ég held að við séum bara tilbúnar að mæta þeim.“ Hafa titil að verja Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari kvenna og fá nú tækifæri til að verja titilinn og halda bikarnum í Kópavoginum. Með sigri þá jafnar Breiðablik Val í titlafjölda en Natasha segist þó lítið vera að hugsa um það. „Maður getur verið með það á bak við eyrað en við erum ekki að hugsa of mikið um það. Þetta snýst bara um þennan leik á laugardaginn og að vinna hann og svo getum við hugsað um þetta þegar við erum búnar að vinna og lyfta bikarnum,“ sagði Natasha létt. „Þær eru með rosalega gott lið og eru að koma úr Meistaradeildarleikjum sem gengu mjög vel hjá þeim. Þannig að við verðum að vera rosalega skipulagðar og tilbúnar í það hvernig þær sækja og svona. En ef við spilum okkar leik þá er ég viss um að þetta detti okkar megin,“ sagði Natasha að lokum. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira