Í dag verður hæg breytileg átt í dag og víða þurrt og bjart veður en líkur á þokubökkum við norðurströndina. Hiti 9 til 17 stig yfir daginn, hlýjast á Vesturlandi.
Suðaustan 5-10 vestantil á morgun, skýjað og sums staðar dálítil væta. Annars hæg breytileg átt og áfram bjart veður. Hiti 11 til 16 stig yfir daginn. Nánar má kyna sér veður á vef Veðurstofunnar.
Horfur næstu daga
Á mánudag:
Suðaustan 8-15 m/s og súld eða rigning með köflum, hvassast við suðvesturströndina, en hægara og bjartviðri á norðanverðu landinu. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á þriðjudag:
Sunnan- og suðaustan 8-15 m/s og rigning, hvassast úti við sjóinn, en bjartviðri noraðaustanlands. Áfram hlýtt í veðri.
Á miðvikudag:
Stífar suðlægar áttir og vætusamt, en þurrt að kalla á Austurlandi. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast fyrir austan.
Á fimmtudag:
Sunnankaldi og rigning með köflum, en hægara og úrkomulítið vestantil. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.