Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. ágúst 2022 19:29 Saga Kjartansdóttir er verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ og stéttarfélaganna. Vísir/Egill Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. Kjaradeild Fagfélaganna segir að fólkið, þrír erlendir starfsmenn veitingastaðanna Bambus og Flame, hafi fengið allt of lág laun miðað við unna tíma. Þá hafi fólkið ekki fengið greitt orlof, vaktálag, yfirvinnu eða uppbætur. Tjónið geti hlaupið á milljónum króna fyrir hvern starfsmann. Eigandi Bambus og Flame segir áskanir um launaþjófnað rangar, og að fólkið, sem bjó í húsnæði á vegum atvinnurekanda síns, hafi valið að búa þar. Stéttarfélög komi fólki ekki alltaf í húsnæði Verkefnastjóri hjá Alþýðusambandinu segir stöðu starfsfólksins sem um ræðir vera skárri en margra annarra. „Það sem er kannski sérstakt við þetta mál er hversu vel tókst að leysa úr því, hversu föstum tökum stéttarfélagið gat tekið málið. Þau gátu komið þeim í húsnæði og meira að segja aðstoðað þau við að komast í ný störf, sem skiptir auðvitað bara sköpum fyrir þetta fólk, þessa þolendur,“ segir Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ og stéttarfélaganna. Hins vegar sé almennt þörf á úrræðum af hálfu félagsþjónustunnar fyrir fórnarlömb launaþjófnaðar og vinnumansals, sem búið hefur í húsnæði á vegum atvinnurekanda síns. „Fólk er að fara í neyðarskýli á vegum borgarinnar og bæjarfélaganna, og konur í kvennaathvarfið. En það vantar alveg klárlega annað húsnæðisúrræði.“ Þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í mánuðinum Nokkuð sé um að fólk finni sig í þeirri stöðu að eiga ekki í nein hús að venda, eftir að hafa tilkynnt um launaþjófnað eða vinnumansal. Slíkum málum sé að fjölga. „Bara sem dæmi get ég sagt frá því að ASÍ hefur bara í þessum mánuði, ágústmánuði, sent þrjár tilkynningar á mansalsteymi lögreglunnar, þar sem er grunur um mansal.“ Þá séu engin eiginleg refsiviðurlög við launaþjófnaði. „Eins og er er það þannig að atvinnurekendur þurfa í versta falli að greiða aftur launin. Með þetta tiltekna mál get ég ekki sagt til um hvernig lögreglan er að skoða það, en það að ekki séu viðurlög við launaþjófnaði almennt er auðvitað gríðarlega slæmt, og eitthvað sem þarf að laga.“ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Kjaradeild Fagfélaganna segir að fólkið, þrír erlendir starfsmenn veitingastaðanna Bambus og Flame, hafi fengið allt of lág laun miðað við unna tíma. Þá hafi fólkið ekki fengið greitt orlof, vaktálag, yfirvinnu eða uppbætur. Tjónið geti hlaupið á milljónum króna fyrir hvern starfsmann. Eigandi Bambus og Flame segir áskanir um launaþjófnað rangar, og að fólkið, sem bjó í húsnæði á vegum atvinnurekanda síns, hafi valið að búa þar. Stéttarfélög komi fólki ekki alltaf í húsnæði Verkefnastjóri hjá Alþýðusambandinu segir stöðu starfsfólksins sem um ræðir vera skárri en margra annarra. „Það sem er kannski sérstakt við þetta mál er hversu vel tókst að leysa úr því, hversu föstum tökum stéttarfélagið gat tekið málið. Þau gátu komið þeim í húsnæði og meira að segja aðstoðað þau við að komast í ný störf, sem skiptir auðvitað bara sköpum fyrir þetta fólk, þessa þolendur,“ segir Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ og stéttarfélaganna. Hins vegar sé almennt þörf á úrræðum af hálfu félagsþjónustunnar fyrir fórnarlömb launaþjófnaðar og vinnumansals, sem búið hefur í húsnæði á vegum atvinnurekanda síns. „Fólk er að fara í neyðarskýli á vegum borgarinnar og bæjarfélaganna, og konur í kvennaathvarfið. En það vantar alveg klárlega annað húsnæðisúrræði.“ Þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í mánuðinum Nokkuð sé um að fólk finni sig í þeirri stöðu að eiga ekki í nein hús að venda, eftir að hafa tilkynnt um launaþjófnað eða vinnumansal. Slíkum málum sé að fjölga. „Bara sem dæmi get ég sagt frá því að ASÍ hefur bara í þessum mánuði, ágústmánuði, sent þrjár tilkynningar á mansalsteymi lögreglunnar, þar sem er grunur um mansal.“ Þá séu engin eiginleg refsiviðurlög við launaþjófnaði. „Eins og er er það þannig að atvinnurekendur þurfa í versta falli að greiða aftur launin. Með þetta tiltekna mál get ég ekki sagt til um hvernig lögreglan er að skoða það, en það að ekki séu viðurlög við launaþjófnaði almennt er auðvitað gríðarlega slæmt, og eitthvað sem þarf að laga.“
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31
Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56
Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06