Arnari frjálst að velja Aron Einar Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 11:16 Aron Einar Gunnarsson gæti mögulega snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta í næsta mánuði. Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gæti snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik liðsins gegn Albaníu í Þjóðadeildinni eftir mánuð. Aron hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júní á síðasta ári, vegna rannsóknar á hópnauðgunarmáli frá því í Kaupmannahöfn árið 2010. Það mál hefur nú verið fellt niður og hefur Aron ávallt neitað sök. Þegar Arnar Þór Viðarsson valdi síðast landsliðshóp, fyrir leiki í byrjun júní, stóð honum ekki til boða að velja Aron, samkvæmt viðbragðsáætlun sem stjórn KSÍ samþykkti í maí. Stjórnin samþykkti að ef að mál einhvers hjá KSÍ væru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, ætti viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stæði yfir. Í gær staðfesti ríkissaksóknari hins vegar að málið gegn Aroni hefði verið fellt niður. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti í samtali við Vísi í dag að þar með væri ekkert af hálfu KSÍ sem kæmi í veg fyrir að Arnar veldi Aron í næsta verkefni. „Reglurnar segja til um að leikmaður sem er með mál til meðferðar hjá yfirvöldum eða samskiptaráðgjafa kemur ekki til greina meðan málið er í gangi. Ef ekkert mál er í gangi er þjálfaranum frjálst að velja hann kjósi hann að gera það,“ sagði Ómar. Aðspurður hvort mögulega yrði þessum reglum breytt með einhverjum hætti áður en að næsta landsliðsverkefni kæmi sagði Ómar að það væri í höndum stjórnar að ákveða það en að ekkert benti til þess. Á toppnum í Katar Aron Einar, sem er 33 ára gamall, á að baki 97 A-landsleiki og hefur leitt íslenska liðið á tvö stórmót, EM 2016 og HM 2018. Hann hefur leikið með Al Arabi í Katar síðustu ár og er með liðinu á toppi katörsku úrvalsdeildarinnar eftir fjóra sigra í fyrstu fjórum umferðum tímabilsins. Næsti leikur íslenska landsliðsins er 27. september, á útivelli gegn Albaníu, þegar keppni í Þjóðadeildinni lýkur. Þjóðadeild UEFA Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira
Aron hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júní á síðasta ári, vegna rannsóknar á hópnauðgunarmáli frá því í Kaupmannahöfn árið 2010. Það mál hefur nú verið fellt niður og hefur Aron ávallt neitað sök. Þegar Arnar Þór Viðarsson valdi síðast landsliðshóp, fyrir leiki í byrjun júní, stóð honum ekki til boða að velja Aron, samkvæmt viðbragðsáætlun sem stjórn KSÍ samþykkti í maí. Stjórnin samþykkti að ef að mál einhvers hjá KSÍ væru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, ætti viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stæði yfir. Í gær staðfesti ríkissaksóknari hins vegar að málið gegn Aroni hefði verið fellt niður. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti í samtali við Vísi í dag að þar með væri ekkert af hálfu KSÍ sem kæmi í veg fyrir að Arnar veldi Aron í næsta verkefni. „Reglurnar segja til um að leikmaður sem er með mál til meðferðar hjá yfirvöldum eða samskiptaráðgjafa kemur ekki til greina meðan málið er í gangi. Ef ekkert mál er í gangi er þjálfaranum frjálst að velja hann kjósi hann að gera það,“ sagði Ómar. Aðspurður hvort mögulega yrði þessum reglum breytt með einhverjum hætti áður en að næsta landsliðsverkefni kæmi sagði Ómar að það væri í höndum stjórnar að ákveða það en að ekkert benti til þess. Á toppnum í Katar Aron Einar, sem er 33 ára gamall, á að baki 97 A-landsleiki og hefur leitt íslenska liðið á tvö stórmót, EM 2016 og HM 2018. Hann hefur leikið með Al Arabi í Katar síðustu ár og er með liðinu á toppi katörsku úrvalsdeildarinnar eftir fjóra sigra í fyrstu fjórum umferðum tímabilsins. Næsti leikur íslenska landsliðsins er 27. september, á útivelli gegn Albaníu, þegar keppni í Þjóðadeildinni lýkur.
Þjóðadeild UEFA Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira