Arnari frjálst að velja Aron Einar Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 11:16 Aron Einar Gunnarsson gæti mögulega snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta í næsta mánuði. Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gæti snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik liðsins gegn Albaníu í Þjóðadeildinni eftir mánuð. Aron hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júní á síðasta ári, vegna rannsóknar á hópnauðgunarmáli frá því í Kaupmannahöfn árið 2010. Það mál hefur nú verið fellt niður og hefur Aron ávallt neitað sök. Þegar Arnar Þór Viðarsson valdi síðast landsliðshóp, fyrir leiki í byrjun júní, stóð honum ekki til boða að velja Aron, samkvæmt viðbragðsáætlun sem stjórn KSÍ samþykkti í maí. Stjórnin samþykkti að ef að mál einhvers hjá KSÍ væru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, ætti viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stæði yfir. Í gær staðfesti ríkissaksóknari hins vegar að málið gegn Aroni hefði verið fellt niður. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti í samtali við Vísi í dag að þar með væri ekkert af hálfu KSÍ sem kæmi í veg fyrir að Arnar veldi Aron í næsta verkefni. „Reglurnar segja til um að leikmaður sem er með mál til meðferðar hjá yfirvöldum eða samskiptaráðgjafa kemur ekki til greina meðan málið er í gangi. Ef ekkert mál er í gangi er þjálfaranum frjálst að velja hann kjósi hann að gera það,“ sagði Ómar. Aðspurður hvort mögulega yrði þessum reglum breytt með einhverjum hætti áður en að næsta landsliðsverkefni kæmi sagði Ómar að það væri í höndum stjórnar að ákveða það en að ekkert benti til þess. Á toppnum í Katar Aron Einar, sem er 33 ára gamall, á að baki 97 A-landsleiki og hefur leitt íslenska liðið á tvö stórmót, EM 2016 og HM 2018. Hann hefur leikið með Al Arabi í Katar síðustu ár og er með liðinu á toppi katörsku úrvalsdeildarinnar eftir fjóra sigra í fyrstu fjórum umferðum tímabilsins. Næsti leikur íslenska landsliðsins er 27. september, á útivelli gegn Albaníu, þegar keppni í Þjóðadeildinni lýkur. Þjóðadeild UEFA Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Sjá meira
Aron hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júní á síðasta ári, vegna rannsóknar á hópnauðgunarmáli frá því í Kaupmannahöfn árið 2010. Það mál hefur nú verið fellt niður og hefur Aron ávallt neitað sök. Þegar Arnar Þór Viðarsson valdi síðast landsliðshóp, fyrir leiki í byrjun júní, stóð honum ekki til boða að velja Aron, samkvæmt viðbragðsáætlun sem stjórn KSÍ samþykkti í maí. Stjórnin samþykkti að ef að mál einhvers hjá KSÍ væru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, ætti viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stæði yfir. Í gær staðfesti ríkissaksóknari hins vegar að málið gegn Aroni hefði verið fellt niður. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti í samtali við Vísi í dag að þar með væri ekkert af hálfu KSÍ sem kæmi í veg fyrir að Arnar veldi Aron í næsta verkefni. „Reglurnar segja til um að leikmaður sem er með mál til meðferðar hjá yfirvöldum eða samskiptaráðgjafa kemur ekki til greina meðan málið er í gangi. Ef ekkert mál er í gangi er þjálfaranum frjálst að velja hann kjósi hann að gera það,“ sagði Ómar. Aðspurður hvort mögulega yrði þessum reglum breytt með einhverjum hætti áður en að næsta landsliðsverkefni kæmi sagði Ómar að það væri í höndum stjórnar að ákveða það en að ekkert benti til þess. Á toppnum í Katar Aron Einar, sem er 33 ára gamall, á að baki 97 A-landsleiki og hefur leitt íslenska liðið á tvö stórmót, EM 2016 og HM 2018. Hann hefur leikið með Al Arabi í Katar síðustu ár og er með liðinu á toppi katörsku úrvalsdeildarinnar eftir fjóra sigra í fyrstu fjórum umferðum tímabilsins. Næsti leikur íslenska landsliðsins er 27. september, á útivelli gegn Albaníu, þegar keppni í Þjóðadeildinni lýkur.
Þjóðadeild UEFA Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Sjá meira