Veittist að kærustunni fyrir framan dóttur hennar Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2022 07:45 Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa veist í tvígang að þáverandi kærustu sinni og þar af í eitt skipti fyrir framan dóttur hennar. Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum, en brotin sem ákært var fyrir voru framin í október 2020 og í júlí 2021. Í ákæru segir að maðurinn hafi í fyrra skiptið veist með ofbeldi að konunni á heimili hennar í Reykjavík, tekið hana hálstaki í nokkur skipti þannig að hún átti erfitt með andardrátt, slegið hana ítrekað með lófa og hnefa í líkamann, þar á meðal í höfuð og andlit, og sparkað hana víðs vegar um líkamann. Hlaut konan ýmsa áverka á höfði og andliti, heilahristing og mar víðs vegar um líkamann. Í júlí 2021 veittist maðurinn aftur að konunni á heimili þeirra og í þetta skiptið að dóttur konunnar viðstaddri. Ýtti maðurinn kærustu sinni upp að skáp og sló hana í andliti, auk þess að sýna henni „vanvirðandi, ruddalega og ósiðlega háttsemi“, líkt og segir í dómnum. Hlaut konan mar og upphandlegg og glóðarauga. Þau slitu samvistum hálfum mánuði eftir fyrri árásina en tóku svo upp samband á ný og vörðu miklum tíma saman eftir að ákærði hafði tekið á sínum málum. Maðurinn játaði skýlaust brot sín. Fram kemur að eigi að baki sakaferil sem nái aftur til ársins 2013, meðal annars fyrir fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og ofbeldisbrot. Í dómnum segir að honum hafi verið gert að greiða málsvernarþóknun skipaðs verjanda og annan sakarkostnað, samtals um 400 þúsund krónur. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum, en brotin sem ákært var fyrir voru framin í október 2020 og í júlí 2021. Í ákæru segir að maðurinn hafi í fyrra skiptið veist með ofbeldi að konunni á heimili hennar í Reykjavík, tekið hana hálstaki í nokkur skipti þannig að hún átti erfitt með andardrátt, slegið hana ítrekað með lófa og hnefa í líkamann, þar á meðal í höfuð og andlit, og sparkað hana víðs vegar um líkamann. Hlaut konan ýmsa áverka á höfði og andliti, heilahristing og mar víðs vegar um líkamann. Í júlí 2021 veittist maðurinn aftur að konunni á heimili þeirra og í þetta skiptið að dóttur konunnar viðstaddri. Ýtti maðurinn kærustu sinni upp að skáp og sló hana í andliti, auk þess að sýna henni „vanvirðandi, ruddalega og ósiðlega háttsemi“, líkt og segir í dómnum. Hlaut konan mar og upphandlegg og glóðarauga. Þau slitu samvistum hálfum mánuði eftir fyrri árásina en tóku svo upp samband á ný og vörðu miklum tíma saman eftir að ákærði hafði tekið á sínum málum. Maðurinn játaði skýlaust brot sín. Fram kemur að eigi að baki sakaferil sem nái aftur til ársins 2013, meðal annars fyrir fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og ofbeldisbrot. Í dómnum segir að honum hafi verið gert að greiða málsvernarþóknun skipaðs verjanda og annan sakarkostnað, samtals um 400 þúsund krónur.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent