Ótækt að samrunaaðilar veiti vísvitandi rangar upplýsingar án afleiðinga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 17:14 Guðmundur Björgvin Helgason var kosinn ríkisendurskoðandi af Alþingi í sumar. Ríkisendurskoðun birti í dag skýrslu um Samkeppniseftirlitið að beiðni þingmanna sem telja samrunaferli of hægt. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun hefur lokið úttekt á Samkeppniseftirlitinu og lagt fram tillögur til úrbóta. Meðal þess sem embættið vill að SKE skoði ítarlega eru möguleg brot samrunaaðila við upplýsingagjöf. Einnig þurfi að meta framkvæmd samrunagjalds og fylgjast betur með áhrifum samrunaskilyrða. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í dag og ber yfirskriftina „Samkeppniseftirlitið – Samrunaeftirlit og árangur“. Í átta liðum eru lagðar tillögur að úrbótum hjá stofnuninni en skýrslan var unnin að beiðni þingmanna Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í maí í fyrra. Ástæða beiðninnar var gagnrýni atvinnulífsins á lengd ferlisins í samrunamálum sem séu mun skilvirkari á vettvangi ESB og í Noregi. Varðandi lengd málsmeðferðar telur Ríkisendurskoðun að hún sé í eðlilegu horfi og ekki séð að málsmeðferðartími sé óeðlilega langur. Hins vegar eru ýmsar úrbætur lagðar til sem lesa má í útdrætti skýrslunnar. Embættið segir Samkeppniseftirlitið þurfa að taka möguleg brot samrunaaðila við upplýsingagjöf í samrunatilkynningum til ítarlegrar skoðunar. „Ótækt sé að samrunaaðilar geti sent vísvitandi villandi eða rangar samrunaupplýsingar án afleiðinga. Stofnunin þarf að bregðast við af festu og taka af allan vafa um að stjórnvaldssektum verði beitt við vísvitandi villandi eða rangri upplýsingagjöf.“ Auk tillögu um betra skipulag og skoðun á upplýsingagjöf í samrunatilkynningum leggur embættið til að menningar- og viðskiptaráðuneyti meti framkvæmd samrunagjalds sem samþykkt var með lögum árið 2020. Taka þurfi til skoðunar hvort innleiða þurfi frekari þrepaskiptingu gjaldsins, binda það við tiltekið hlutfall af veltu samrunaaðila eða hvort aðrar leiðir séu færar í því skyni að innheimt samrunagjald sé í samræmi við umfang viðkomandi máls. Einnig þurfi að skýra heimild til skipunar eftirlitsaðila og útfæra nánar verklagsreglur um störf þeirra. „Í ljósi þeirrar rúmu lagaheimildar sem skipun eftirlitsaðila byggir á myndi það vera til þess fallið að styrkja framkvæmdina,“ segir í skýrslunni sem má lesa nánar um á vef Ríkisendurskoðunar. SKE hefur einnig brugðist við skýrslunni á síðu sinni. Samkeppnismál Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í dag og ber yfirskriftina „Samkeppniseftirlitið – Samrunaeftirlit og árangur“. Í átta liðum eru lagðar tillögur að úrbótum hjá stofnuninni en skýrslan var unnin að beiðni þingmanna Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í maí í fyrra. Ástæða beiðninnar var gagnrýni atvinnulífsins á lengd ferlisins í samrunamálum sem séu mun skilvirkari á vettvangi ESB og í Noregi. Varðandi lengd málsmeðferðar telur Ríkisendurskoðun að hún sé í eðlilegu horfi og ekki séð að málsmeðferðartími sé óeðlilega langur. Hins vegar eru ýmsar úrbætur lagðar til sem lesa má í útdrætti skýrslunnar. Embættið segir Samkeppniseftirlitið þurfa að taka möguleg brot samrunaaðila við upplýsingagjöf í samrunatilkynningum til ítarlegrar skoðunar. „Ótækt sé að samrunaaðilar geti sent vísvitandi villandi eða rangar samrunaupplýsingar án afleiðinga. Stofnunin þarf að bregðast við af festu og taka af allan vafa um að stjórnvaldssektum verði beitt við vísvitandi villandi eða rangri upplýsingagjöf.“ Auk tillögu um betra skipulag og skoðun á upplýsingagjöf í samrunatilkynningum leggur embættið til að menningar- og viðskiptaráðuneyti meti framkvæmd samrunagjalds sem samþykkt var með lögum árið 2020. Taka þurfi til skoðunar hvort innleiða þurfi frekari þrepaskiptingu gjaldsins, binda það við tiltekið hlutfall af veltu samrunaaðila eða hvort aðrar leiðir séu færar í því skyni að innheimt samrunagjald sé í samræmi við umfang viðkomandi máls. Einnig þurfi að skýra heimild til skipunar eftirlitsaðila og útfæra nánar verklagsreglur um störf þeirra. „Í ljósi þeirrar rúmu lagaheimildar sem skipun eftirlitsaðila byggir á myndi það vera til þess fallið að styrkja framkvæmdina,“ segir í skýrslunni sem má lesa nánar um á vef Ríkisendurskoðunar. SKE hefur einnig brugðist við skýrslunni á síðu sinni.
Samkeppnismál Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira