„Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 13:10 Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur segir gríðarlega mikilvægt að opinber yfirvöld gefi fjölmiðlum greinagóðar upplýsingar þegar harmleikur verður á borð við þann sem varð á Blönduósi. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra hefur ekki rætt við fjölmiðla eftir að hafa tekið við rannsókn morðmálsins á Blönduósi á mánudag. Vísir Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur segir voðaverkin á Blönduósi síðustu helgi gríðarlegt áfall fyrir samfélagið í heild. Þarf að leita langt aftur í tíma eftir voðaverki sem þessu „Þetta er hræðilegur atburður. Við höfum ekki séð álíka á síðari árum en þó er það ekki óþekkt. Slík voðaverk þekkjast í Íslandssögunni en það þarf að fara nokkuð langt aftur til að sjá álíka harmleik,“ segir Helgi. Hann segir ýmislegt hægt að gera í forvörnum í samfélögum til að spyrna við að slíkir atburðir verði. „Það er margt hægt að gera í forvörnum í samfélaginu. Þarna spila margir þættir saman, samfélagslegir, félagslegir og heilbrigðislegir þættir sem skipta máli,“ segir Helgi. Eftir að Lögregluembættið á Norðurlandi eystra tók við rannsókn málsins á mánudag hafa nánast engar upplýsingar borist um hver staðan er. Bæði börn hjónanna sem ráðist var á og aðstandendur árásarmannsins sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau báðu m.a. um frið frá fjölmiðlum. Að opinberir aðilar veiti upplýsingar Helgi segir opinbera aðila bera mikla ábyrgð á miðlun upplýsinga í slíkum málum: „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga til almennings afar mikilvæg. Við viljum vita hvað gerðist, hvernig og af hverju. Er engar upplýsingar berast frá opinberum aðilum er hætta að það fari af stað villandi upplýsingar sem geta orðið skaðlegar fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fljótt yfirlýsing frá lögreglunni á Norðurlandi án þess að það skaði rannsóknina eða hlutaðeigandi aðila,“ segir Helgi. Helgi segir að slík voðaverk hafa gríðarleg áhrif á minni samfélag og það geti jafnvel haft áhrif á upplýsingamiðlun opinberra aðila. „Ég tel að fámenni og nálægð samfélagsins við þá sem harmleikurinn snerti á einn eða annan máti hafi gert það að verkum að við höfum ekki enn fengið opinberar upplýsingar frá viðkomandi embætti. Kannski verður að sýna því skilning en um leið er þetta ábending til opinberra aðila um að það skiptir máli að veita réttar og sannar upplýsingar um mál sem upp koma,“ sagði Helgi Gunnlaugsson. Manndráp á Blönduósi Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur segir voðaverkin á Blönduósi síðustu helgi gríðarlegt áfall fyrir samfélagið í heild. Þarf að leita langt aftur í tíma eftir voðaverki sem þessu „Þetta er hræðilegur atburður. Við höfum ekki séð álíka á síðari árum en þó er það ekki óþekkt. Slík voðaverk þekkjast í Íslandssögunni en það þarf að fara nokkuð langt aftur til að sjá álíka harmleik,“ segir Helgi. Hann segir ýmislegt hægt að gera í forvörnum í samfélögum til að spyrna við að slíkir atburðir verði. „Það er margt hægt að gera í forvörnum í samfélaginu. Þarna spila margir þættir saman, samfélagslegir, félagslegir og heilbrigðislegir þættir sem skipta máli,“ segir Helgi. Eftir að Lögregluembættið á Norðurlandi eystra tók við rannsókn málsins á mánudag hafa nánast engar upplýsingar borist um hver staðan er. Bæði börn hjónanna sem ráðist var á og aðstandendur árásarmannsins sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau báðu m.a. um frið frá fjölmiðlum. Að opinberir aðilar veiti upplýsingar Helgi segir opinbera aðila bera mikla ábyrgð á miðlun upplýsinga í slíkum málum: „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga til almennings afar mikilvæg. Við viljum vita hvað gerðist, hvernig og af hverju. Er engar upplýsingar berast frá opinberum aðilum er hætta að það fari af stað villandi upplýsingar sem geta orðið skaðlegar fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fljótt yfirlýsing frá lögreglunni á Norðurlandi án þess að það skaði rannsóknina eða hlutaðeigandi aðila,“ segir Helgi. Helgi segir að slík voðaverk hafa gríðarleg áhrif á minni samfélag og það geti jafnvel haft áhrif á upplýsingamiðlun opinberra aðila. „Ég tel að fámenni og nálægð samfélagsins við þá sem harmleikurinn snerti á einn eða annan máti hafi gert það að verkum að við höfum ekki enn fengið opinberar upplýsingar frá viðkomandi embætti. Kannski verður að sýna því skilning en um leið er þetta ábending til opinberra aðila um að það skiptir máli að veita réttar og sannar upplýsingar um mál sem upp koma,“ sagði Helgi Gunnlaugsson.
Manndráp á Blönduósi Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49
Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent