Þrír íslenskir landsliðsmenn geta tryggt sig í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2022 13:30 Æskuvinirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson eru liðsfélagar hjá FC Kaupmannahöfn. Lars Ronbog/Getty Images Noregsmeistarar Bodø/Glimt og Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahöfn geta tryggt sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld með góðum úrslitum. Bæði lið eru yfir í einvígum sínum en eiga fyrir höndum einkar erfiða leiki á útivelli í kvöld. Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og aðrir leikmenn FC Kaupmannahafnar eru staddir í Tyrklandi þar sem liðið mætir Trabzonspor í síðari leik liðanna eftir frábæran sigur á Parken í síðustu viku. Þar var Hákon Arnar í byrjunarliðinu og lék alls 67 mínútur á meðan Ísak Bergmann kom inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Kaupmannahafnarliðið lék á alls oddi í leiknum og skoraði snemma í báðum hálfleikjum ásamt því að spila agaðan varnarleik. Gestirnir frá Tyrklandi áttu í raun fá svör við leik heimanna og virtust ekki vita sitt rjúkandi ráð framan af. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna en því miður fyrir FCK þá skoruðu gestirnir algjört „heppnismark“ þegar harmlaust skot hafði viðkomu í varnarmanni og breytti um stefnu þannig að markvörður FCK, Mathew Ryan, kom engum vörnum við. Jens Stryger Larsen, annar tveggja Dana í liði Trabzonspor, fékk sérstaklega að kenna á því frá stuðningsfólki heimaliðsins þar sem hann hóf feril sinn með Bröndby. Eftir leik ræddi hann við fjölmiðla og sagði að lið hans hefði ekki spilað nægilega vel en síðari leikurinn, fyrir framan eigin stuðningsmenn, yrði allt annar. Það er deginum ljósara að FCK á gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld en félagið hefur ekki komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðan tímabilið 2016-17. Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt eru einnig með eins marks forystu fyrir síðari leik sinn gegn Dinamo Zagreb frá Króatíu. Eftir frábæran árangur í Sambandsdeild Evrópu á síðustu leiktíð þá dreymir Bodø/Glimt um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Amahl Pellegrino skoraði eina mark einvígisins til þessa en Bodø/Glimt var með yfirhöndina í fyrri leik liðanna. Hvort naum forysta muni kosta Alfons og félaga kemur í ljós í kvöld. Heimamenn í Zagreb hafa verið í miklu stuði undanfarið og unnið fjóra síðustu heimaleiki sína, þá hefur liðið ekki tapað á heimavelli síðan í desember. Noregsmeistararnir lifa þó í draumi og stefna á að verða fyrsta norska liðið til að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðan Rosenborg gerði það 2007-08. Nú er bara að bíða og sjá. Báðir leikir hefjast klukkan 19.00 í kvöld og verður leikur Trabzonspor og FC Kaupmannahafnar sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og aðrir leikmenn FC Kaupmannahafnar eru staddir í Tyrklandi þar sem liðið mætir Trabzonspor í síðari leik liðanna eftir frábæran sigur á Parken í síðustu viku. Þar var Hákon Arnar í byrjunarliðinu og lék alls 67 mínútur á meðan Ísak Bergmann kom inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Kaupmannahafnarliðið lék á alls oddi í leiknum og skoraði snemma í báðum hálfleikjum ásamt því að spila agaðan varnarleik. Gestirnir frá Tyrklandi áttu í raun fá svör við leik heimanna og virtust ekki vita sitt rjúkandi ráð framan af. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna en því miður fyrir FCK þá skoruðu gestirnir algjört „heppnismark“ þegar harmlaust skot hafði viðkomu í varnarmanni og breytti um stefnu þannig að markvörður FCK, Mathew Ryan, kom engum vörnum við. Jens Stryger Larsen, annar tveggja Dana í liði Trabzonspor, fékk sérstaklega að kenna á því frá stuðningsfólki heimaliðsins þar sem hann hóf feril sinn með Bröndby. Eftir leik ræddi hann við fjölmiðla og sagði að lið hans hefði ekki spilað nægilega vel en síðari leikurinn, fyrir framan eigin stuðningsmenn, yrði allt annar. Það er deginum ljósara að FCK á gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld en félagið hefur ekki komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðan tímabilið 2016-17. Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt eru einnig með eins marks forystu fyrir síðari leik sinn gegn Dinamo Zagreb frá Króatíu. Eftir frábæran árangur í Sambandsdeild Evrópu á síðustu leiktíð þá dreymir Bodø/Glimt um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Amahl Pellegrino skoraði eina mark einvígisins til þessa en Bodø/Glimt var með yfirhöndina í fyrri leik liðanna. Hvort naum forysta muni kosta Alfons og félaga kemur í ljós í kvöld. Heimamenn í Zagreb hafa verið í miklu stuði undanfarið og unnið fjóra síðustu heimaleiki sína, þá hefur liðið ekki tapað á heimavelli síðan í desember. Noregsmeistararnir lifa þó í draumi og stefna á að verða fyrsta norska liðið til að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðan Rosenborg gerði það 2007-08. Nú er bara að bíða og sjá. Báðir leikir hefjast klukkan 19.00 í kvöld og verður leikur Trabzonspor og FC Kaupmannahafnar sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti