Besta upphitun fyrir 14. umferð: Mælir með því fyrir alla unga þjálfara að fara út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 12:31 Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir er ánægð með lífið á Selfossi. S2 Sport Tveir leikir fara fram í fjórtándu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld og af því tilefni þá fékk Helena Ólafsdóttir góða gesti til sín í myndver Bestu markanna. Besta upphitunin er nú komin inn á Vísi. Tveir fulltrúar Selfossliðsins, aðstoðarþjálfarinn Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og fyrirliðinn Unnur Dóra Bergsdóttir, voru gestir Helenu í upphitun fyrir fjórtándu umferðina. Í kvöld tekur Þór/KA á móti Þrótti R. og Stjarnan fær Aftureldingu í heimsókn. Á morgun er síðan leikur Keflavíkur og Selfoss. Leikjum Vals og Breiðabliks í umferðinni, sem voru að taka þátt í Evrópukeppni, var frestað fram í september. „Ég fékk liðsmenn frá Selfossi með mér í dag. Það var umferð en þær skiluðu sér,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir var um tíma einn af spekingum markaþáttar efstu deildar kvenna á Stöð 2 Sport áður en hún elti þjálfaradrauminn sinn til Svíþjóðar. Bára Kristbjörg er nú komin heim eftir að hafa þjálfað hjá Kristianstad í Svíþjóð og hún sagði frá upplifun sinni þaðan. Hjá Kristianstad vann hún mikið með Elísabetu Gunnarsdóttur og Birni Sigurbjörnssyni, núverandi þjálfara Selfoss. Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð: Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Unnur Dóra Bergsdóttir „Mér fannst ég læra ótrúlega mikið. Ég þekkti þau aðeins síðan að ég var kjúklingur í Val sjálf. Allt öðruvísi að vinna með þeim í dag heldur en þá. Þau eru búin að ná sér í ótrúlega mikla reynslu og bæði ótrúlega fær í því sem þau gera,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „Það var geggjað að fá að fara út og líka bara önnur fótboltamenning. Að sjá hvernig Svíarnir byggja upp sitt og hvað þeir gera vel. Þetta var ógeðslega mikill skóli. Ég myndi mæla með því fyrir alla unga þjálfara að fara út og sækja sér reynslu. Það gefur þér aðra sýn,“ sagði Bára. Björn Sigurbjörnsson tók við sem þjálfari Selfoss þetta tímabil og Bára verður aðstoðarþjálfari hans. „Ég var með möguleika á því að vera áfram úti og var líka með aðra möguleika hérna heima. Svo þegar það kemur upp úr krafsinu að Bjössi sé að fara á Selfoss þá var ég farin að hugsa um að flytja heim. Þá náðum við að samtvinna þetta þannig að ég gæti farið með honum,“ sagði Bára. „Mér finnst það alveg gott að því leytinu til að við getum haldið áfram því samstarfi sem við áttum úti og byggt ofan á það sem við vorum að gera þar,“ sagði Bára. „Það er ótrúlega fínt að búa á Selfossi og kemur á óvart,“ sagði Bára í léttum tón. „Það er geggjað og ótrúlega svipað og að vera upp á Skaga sem ég þekki mjög vel. Kannski aðeins meira félagslegt. Það er mikil uppbygging í gangi og skemmtilegt bæjarfélag,“ sagði Bára. Það má horfa á allt viðtalið við Báru og Unni hér fyrir ofan sem og vangaveltur þeirra fyrir komandi umferð í Bestu deildinni. Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Tveir fulltrúar Selfossliðsins, aðstoðarþjálfarinn Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og fyrirliðinn Unnur Dóra Bergsdóttir, voru gestir Helenu í upphitun fyrir fjórtándu umferðina. Í kvöld tekur Þór/KA á móti Þrótti R. og Stjarnan fær Aftureldingu í heimsókn. Á morgun er síðan leikur Keflavíkur og Selfoss. Leikjum Vals og Breiðabliks í umferðinni, sem voru að taka þátt í Evrópukeppni, var frestað fram í september. „Ég fékk liðsmenn frá Selfossi með mér í dag. Það var umferð en þær skiluðu sér,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir var um tíma einn af spekingum markaþáttar efstu deildar kvenna á Stöð 2 Sport áður en hún elti þjálfaradrauminn sinn til Svíþjóðar. Bára Kristbjörg er nú komin heim eftir að hafa þjálfað hjá Kristianstad í Svíþjóð og hún sagði frá upplifun sinni þaðan. Hjá Kristianstad vann hún mikið með Elísabetu Gunnarsdóttur og Birni Sigurbjörnssyni, núverandi þjálfara Selfoss. Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð: Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Unnur Dóra Bergsdóttir „Mér fannst ég læra ótrúlega mikið. Ég þekkti þau aðeins síðan að ég var kjúklingur í Val sjálf. Allt öðruvísi að vinna með þeim í dag heldur en þá. Þau eru búin að ná sér í ótrúlega mikla reynslu og bæði ótrúlega fær í því sem þau gera,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „Það var geggjað að fá að fara út og líka bara önnur fótboltamenning. Að sjá hvernig Svíarnir byggja upp sitt og hvað þeir gera vel. Þetta var ógeðslega mikill skóli. Ég myndi mæla með því fyrir alla unga þjálfara að fara út og sækja sér reynslu. Það gefur þér aðra sýn,“ sagði Bára. Björn Sigurbjörnsson tók við sem þjálfari Selfoss þetta tímabil og Bára verður aðstoðarþjálfari hans. „Ég var með möguleika á því að vera áfram úti og var líka með aðra möguleika hérna heima. Svo þegar það kemur upp úr krafsinu að Bjössi sé að fara á Selfoss þá var ég farin að hugsa um að flytja heim. Þá náðum við að samtvinna þetta þannig að ég gæti farið með honum,“ sagði Bára. „Mér finnst það alveg gott að því leytinu til að við getum haldið áfram því samstarfi sem við áttum úti og byggt ofan á það sem við vorum að gera þar,“ sagði Bára. „Það er ótrúlega fínt að búa á Selfossi og kemur á óvart,“ sagði Bára í léttum tón. „Það er geggjað og ótrúlega svipað og að vera upp á Skaga sem ég þekki mjög vel. Kannski aðeins meira félagslegt. Það er mikil uppbygging í gangi og skemmtilegt bæjarfélag,“ sagði Bára. Það má horfa á allt viðtalið við Báru og Unni hér fyrir ofan sem og vangaveltur þeirra fyrir komandi umferð í Bestu deildinni.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira