Verið að sigla með fóðurprammann Muninn úr Reyðarfirði í höfn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 17:38 Fóðurpramminn sökk í Reyðarfirði í janúar 2021. Hér má sjá ljósmynd sem Landhelgisgæslan tók af prammanum þegar hann marraði í hálfu kafi áður en hann sökk í fjörðinn. Landhelgisgæslan Vel gekk að hífa upp fóðurprammann Muninn, sem sökk við fiskeldisstöð í Reyðarfirði í janúar í fyrra, í dag. Verið er að sigla með prammann að Reyðarfjarðarhöfn þar sem fóðrið verður úr honum tæmt áður en farið verður í viðgerðir á honum og honum fleytt. Þetta staðfestir Jens Garðar Hauksson, framkvæmdastjóri Laxa-fiskeldis, í samtali við fréttastofu. Hann segir að allt hafi gengið samkvæmt áætlun. „Pramminn er ekki kominn á flot en var hífður upp og það er verið að sigla með hann inn í höfn á Reyðarfirði þar sem hann verður tæmdur af fóðri og í framhaldinu fleytt,“ segir Jens. Allt hafi gengið vel, veðrið hafi unnið með framkvæmdaaðilum og áætlanir sem Köfunarþjónustan hafi gert hafi gengið eftir. Fóðurpramminn sökk í Reyðarfirði í janúar 2021 í miklu aftakaveðri. Pramminn sá um að fóðra um sextán fiskeldissjókvíar á svæðinu og hlaust mikið tjón af því þegar hann sökk. Kranapramminn Tronds Lift 8 var notaður til að hífa fóðurprammann upp en hann kemur frá Haugasundi í Noregi. Níu kafarar frá Köfunarþjónustunni voru með í för en þeir bjuggu fóðurprammann undir lyftinguna. Jens segir að fóðrinu verði dælt úr prammanum við höfnina næstu daga áður en hann verður settur á flot. „Það er erfitt að segja til um hvenær það verður en vonandi í þarnæstu viku. Það veltur á hversu vel eða illa farinn hann er og hvað þarf að gera miklar viðgerðir á honum áður en hægt er að koma honum á flot,“ segir Jens. Verkið er unnið í samráði við Fjarðabyggðarhafnir og Umhverfisstofnun. Fiskeldi Umhverfismál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Kafarar sendir að fóðurpramma til að loka fyrir göt Um leið og birti í morgun voru kafarar sendir að fóðurpramma sem sökk í Reyðarfirði um helgina. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem á prammann segir að mengunarvarnir séu fyrsta forgangsmál. 11. janúar 2021 14:23 Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00 Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Þetta staðfestir Jens Garðar Hauksson, framkvæmdastjóri Laxa-fiskeldis, í samtali við fréttastofu. Hann segir að allt hafi gengið samkvæmt áætlun. „Pramminn er ekki kominn á flot en var hífður upp og það er verið að sigla með hann inn í höfn á Reyðarfirði þar sem hann verður tæmdur af fóðri og í framhaldinu fleytt,“ segir Jens. Allt hafi gengið vel, veðrið hafi unnið með framkvæmdaaðilum og áætlanir sem Köfunarþjónustan hafi gert hafi gengið eftir. Fóðurpramminn sökk í Reyðarfirði í janúar 2021 í miklu aftakaveðri. Pramminn sá um að fóðra um sextán fiskeldissjókvíar á svæðinu og hlaust mikið tjón af því þegar hann sökk. Kranapramminn Tronds Lift 8 var notaður til að hífa fóðurprammann upp en hann kemur frá Haugasundi í Noregi. Níu kafarar frá Köfunarþjónustunni voru með í för en þeir bjuggu fóðurprammann undir lyftinguna. Jens segir að fóðrinu verði dælt úr prammanum við höfnina næstu daga áður en hann verður settur á flot. „Það er erfitt að segja til um hvenær það verður en vonandi í þarnæstu viku. Það veltur á hversu vel eða illa farinn hann er og hvað þarf að gera miklar viðgerðir á honum áður en hægt er að koma honum á flot,“ segir Jens. Verkið er unnið í samráði við Fjarðabyggðarhafnir og Umhverfisstofnun.
Fiskeldi Umhverfismál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Kafarar sendir að fóðurpramma til að loka fyrir göt Um leið og birti í morgun voru kafarar sendir að fóðurpramma sem sökk í Reyðarfirði um helgina. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem á prammann segir að mengunarvarnir séu fyrsta forgangsmál. 11. janúar 2021 14:23 Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00 Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Kafarar sendir að fóðurpramma til að loka fyrir göt Um leið og birti í morgun voru kafarar sendir að fóðurpramma sem sökk í Reyðarfirði um helgina. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem á prammann segir að mengunarvarnir séu fyrsta forgangsmál. 11. janúar 2021 14:23
Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00
Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu