Ekki gaman að sjá glæný för á heimleiðinni eftir þrotlausa vinnu við lagfæringar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2022 15:00 Unnið var í tíu tíma samfellt. Austurlandsdeild F4x4 Vösk sveit Austurlandsdeildar Ferðaklúbbsins 4x4 hélt á fjöll í gær til að reyna eyða ummerkjum um grófan utanvegaakstur á Kverkfjallaleið, norðan Vatnajökuls. Verkið gekk vel að sögn formanns deildarinnar, en þó var leiðangursmönnum ekki skemmt þegar ný för eftir utanvegaakstur voru sjáanleg á heimleiðinni. Þrír ítalskir ferðamenn gengust við utanvegaakstri á Kverkfjallaleið í síðustu viku, sem reynslubolti í hálendisferðum sagði hafa valdið verstu ummerkjum sem hann hefur séð. Á föstudaginn hófst vinna við að kanna hvernig mætti lagfæra þær skemmdir sem urðu við utanvegaaksturinn. Að sögn Jóns Garðar Helgason, sem gerði ferðina upp í pistli á Facebook í gær, var ákveðið að Austurlandsdeild F4x4, sem Jón er í forsvari fyrir, myndi senda sveit til að laga skemmdirnar sem urðu utan Vatnajökulsþjóðgarðs. Vopnaðir nesti, hrífum og skóflum Klukkan átta í gærmorgun lögðu því átta félagsmenn af stað frá Egilsstöðum á fjórum fjallajeppum, vopnaðir nesti, hrífum, skóflum og öðrum búnaði sem gagnast til þess vinna á ummerkjunum um utanvegaaksturinn. Ummerkin voru á svokallaðri Kverkfjallaleið. Austurlandsdeild F4x4 var að störfum á svæðinu frá Kreppubrú og Möðrudal.Vísir Lagt var upp með að lagfæra skemmdirnar eftir ítölsku ferðamennina. Þegar á hólminn á kominn var hins vegar svo mikið af ummerkjum eftir utanvegaakstur að Jón Garðar og félagar þurftu að velja og hafna. „Það er erfitt að greina á milli hver á hvað. Við enduðum á að laga það sem okkur algjörlega misbauð, það sem var mjög ljótt,“ segir Jón Garðar í samtali við Vísi. Ummerkin eru mikil og greinileg.Austurlandsdeild F4x4 Austurlandsdeildin sá um að lagfæra dýpstu förin á svæði sem nær frá Kreppubrú áleiðis að Möðrudal. „Við löguðum þar sem hafði verið spólað í hringi og mjög langt út fyrir veg. Þetta var ekkert fullnaðarstarf. Við getum ekki klárað þetta svæði svoleiðis. En við bættum ástandið held ég,“ segir Jón Garðar. Ýmsum verkfærum var beitt við vinnuna.Austurlandsdeild F4x4 Á meðfylgjandi myndum má sjá að förin voru á köflum ansi gróf og djúp á köflum. „Akkúrat á þessum stað er þessi jörð bara sandur. Sandur og möl. Það verða svolítið djúp för þannig það er ekki beint erfitt að laga þetta með hrífu. Þetta er bara svo mikið, það er stóra vandamálið,“ segir Jón Garðar. Málin rædd á milli verka.Austurlandsdeild F4x4 „Við reynum að róta ofan í það sem er djúpt og róta þannig til að það sjáist ekki línur eftir förin, þannig að þetta falli meira ofan í landslagið. Maður þarf að gera þetta þannig að þetta verði ekki áberandi,“ segir Jón Garðar um það hvernig aðferðum var beitt til að lagfæra skemmdirnar. Ekki til að gleðja að sjá glæný för á heimleiðinni Allt í allt tók ferðin um tíu tíma og voru meðlimir félagsins á fullu allan tímann. Síðdegis, eftir að búið var að lagfæra stóran sundurspólaðan fláka, var ákveðið að halda stað. Segir Jón Garðar að félagsmenn hafi verið nokkuð stoltir af afrakstri dagsins. Það setti þó smá skugga á daginn að á heimleið tóku Jón Garðar og félagar eftir nýjum hring sem hafði verið spólaður utanvegar, sem var ekki til staðar þegar haldið var af stað um morguninn. Ummerki eftir hringspól.Austurlandsdeild F4x4 „Já, það var ekki til að gleðja. Það var framar, nær Möðrudal. Við tilkynntum það til lögreglunnar en það er erfitt fyrir þá að hjóla í þetta.“ Lögreglan hafði þó hendur í hári ítölsku ferðamennina sem áttu sök á utanvegaakstrinum sem var upprunaleg ástæða þess að Ferðafélagið 4x4 fór af stað á sunnudaginn. Greinileg ummerki um utanvegaakstur reyndust á hjólbörðum bíls eins þeirra. Gengust þeir við brotum sínum. Þurfa þeir að greiða háar sektir vegna málsins. Umhverfismál Ferðaþjónusta Félagasamtök Múlaþing Utanvegaakstur Tengdar fréttir Ítalskir ferðamenn gengust við utanvegaakstrinum Þrír ítalskir ferðamenn hafa gengist við utanvegaakstri sem reyndur maður hefur sagt hafa valdið verstu ummerkjum sem hann hefur séð. 18. ágúst 2022 07:46 Með því versta sem reynslubolti á hálendinu hefur séð Töluverð ummerki eru eftir utanvegaakstur á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. 17. ágúst 2022 15:33 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Þrír ítalskir ferðamenn gengust við utanvegaakstri á Kverkfjallaleið í síðustu viku, sem reynslubolti í hálendisferðum sagði hafa valdið verstu ummerkjum sem hann hefur séð. Á föstudaginn hófst vinna við að kanna hvernig mætti lagfæra þær skemmdir sem urðu við utanvegaaksturinn. Að sögn Jóns Garðar Helgason, sem gerði ferðina upp í pistli á Facebook í gær, var ákveðið að Austurlandsdeild F4x4, sem Jón er í forsvari fyrir, myndi senda sveit til að laga skemmdirnar sem urðu utan Vatnajökulsþjóðgarðs. Vopnaðir nesti, hrífum og skóflum Klukkan átta í gærmorgun lögðu því átta félagsmenn af stað frá Egilsstöðum á fjórum fjallajeppum, vopnaðir nesti, hrífum, skóflum og öðrum búnaði sem gagnast til þess vinna á ummerkjunum um utanvegaaksturinn. Ummerkin voru á svokallaðri Kverkfjallaleið. Austurlandsdeild F4x4 var að störfum á svæðinu frá Kreppubrú og Möðrudal.Vísir Lagt var upp með að lagfæra skemmdirnar eftir ítölsku ferðamennina. Þegar á hólminn á kominn var hins vegar svo mikið af ummerkjum eftir utanvegaakstur að Jón Garðar og félagar þurftu að velja og hafna. „Það er erfitt að greina á milli hver á hvað. Við enduðum á að laga það sem okkur algjörlega misbauð, það sem var mjög ljótt,“ segir Jón Garðar í samtali við Vísi. Ummerkin eru mikil og greinileg.Austurlandsdeild F4x4 Austurlandsdeildin sá um að lagfæra dýpstu förin á svæði sem nær frá Kreppubrú áleiðis að Möðrudal. „Við löguðum þar sem hafði verið spólað í hringi og mjög langt út fyrir veg. Þetta var ekkert fullnaðarstarf. Við getum ekki klárað þetta svæði svoleiðis. En við bættum ástandið held ég,“ segir Jón Garðar. Ýmsum verkfærum var beitt við vinnuna.Austurlandsdeild F4x4 Á meðfylgjandi myndum má sjá að förin voru á köflum ansi gróf og djúp á köflum. „Akkúrat á þessum stað er þessi jörð bara sandur. Sandur og möl. Það verða svolítið djúp för þannig það er ekki beint erfitt að laga þetta með hrífu. Þetta er bara svo mikið, það er stóra vandamálið,“ segir Jón Garðar. Málin rædd á milli verka.Austurlandsdeild F4x4 „Við reynum að róta ofan í það sem er djúpt og róta þannig til að það sjáist ekki línur eftir förin, þannig að þetta falli meira ofan í landslagið. Maður þarf að gera þetta þannig að þetta verði ekki áberandi,“ segir Jón Garðar um það hvernig aðferðum var beitt til að lagfæra skemmdirnar. Ekki til að gleðja að sjá glæný för á heimleiðinni Allt í allt tók ferðin um tíu tíma og voru meðlimir félagsins á fullu allan tímann. Síðdegis, eftir að búið var að lagfæra stóran sundurspólaðan fláka, var ákveðið að halda stað. Segir Jón Garðar að félagsmenn hafi verið nokkuð stoltir af afrakstri dagsins. Það setti þó smá skugga á daginn að á heimleið tóku Jón Garðar og félagar eftir nýjum hring sem hafði verið spólaður utanvegar, sem var ekki til staðar þegar haldið var af stað um morguninn. Ummerki eftir hringspól.Austurlandsdeild F4x4 „Já, það var ekki til að gleðja. Það var framar, nær Möðrudal. Við tilkynntum það til lögreglunnar en það er erfitt fyrir þá að hjóla í þetta.“ Lögreglan hafði þó hendur í hári ítölsku ferðamennina sem áttu sök á utanvegaakstrinum sem var upprunaleg ástæða þess að Ferðafélagið 4x4 fór af stað á sunnudaginn. Greinileg ummerki um utanvegaakstur reyndust á hjólbörðum bíls eins þeirra. Gengust þeir við brotum sínum. Þurfa þeir að greiða háar sektir vegna málsins.
Umhverfismál Ferðaþjónusta Félagasamtök Múlaþing Utanvegaakstur Tengdar fréttir Ítalskir ferðamenn gengust við utanvegaakstrinum Þrír ítalskir ferðamenn hafa gengist við utanvegaakstri sem reyndur maður hefur sagt hafa valdið verstu ummerkjum sem hann hefur séð. 18. ágúst 2022 07:46 Með því versta sem reynslubolti á hálendinu hefur séð Töluverð ummerki eru eftir utanvegaakstur á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. 17. ágúst 2022 15:33 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Ítalskir ferðamenn gengust við utanvegaakstrinum Þrír ítalskir ferðamenn hafa gengist við utanvegaakstri sem reyndur maður hefur sagt hafa valdið verstu ummerkjum sem hann hefur séð. 18. ágúst 2022 07:46
Með því versta sem reynslubolti á hálendinu hefur séð Töluverð ummerki eru eftir utanvegaakstur á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. 17. ágúst 2022 15:33