Samfélagið á Blönduósi er í sárum eftir að skotárás var framin þar á sjötta tímanum í morgun. Kona var myrt í árásinni og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins. Um klukkan hálf sex í morgun barst lögreglu tilkynning um að skotvopni hefði verið beitt gegn tveimur einstaklingum í heimahúsi á Hlíðarbraut á Blönduósi og að um alvarlegt tilvik væri að ræða. Þar hafði karlmaður skotið konu til bana og eiginmann hennar, fyrrverandi yfirmann sinn, í magann á meðan þau lágu í rekkju. Heimildir fréttastofu herma að árásarmaðurinn hafi talið sig eiga eitthvað óuppgert við manninn í tengslum við starfslok hans hjá rótgrónu fyrirtæki á Blönduósi. „Meintur gerandi fannst einnig látinn á vettvangi, það er að segja meintur gerandi skotárásarinnar. Í framhaldi var hlúð að hinum slasaða, vettvangur tryggður og lögreglan á Norðurlandi eystra kvödd til. Hún fer með rannsókn manndrápsmála,“ sagði Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, í samtali við Vísi í morgun. Farið var yfir þær upplýsingar sem þá lágu fyrir um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sonurinn vó banamann móður sinnar Árásarmaðurinn var látinn þegar lögreglu bar að garði. Lögregla sagði í eftirmiðdaginn að hann hefði ekki svipt sig lífi og að hann hafi ekki verið drepinn með skotvopni. Tvennt var handtekið á vettvangi og síðar kom í ljós að um son hjónanna væri að ræða og unnustu hans. Unnustan var að gefa ungu barni þeirra brjóst þegar skothvellir heyrðust úr næsta herbergi. Heimildir fréttastofu herma að sonurinn hafi þá farið út úr herberginu, hitt fyrir árásarmanninn og lent í átökum við hann með þeim afleiðingum að hann lést. Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, tilkynnti í kvöld að syninum og unnustu hans hefði verið sleppt úr haldi lögreglu og að ekki yrði farið fram á gæsluvarðhald yfir syninum, sem hefði fengið stöðu sakbornings í málinu. Hafði haft í hótunum við fólkið Greint var frá því dag að árásarmaðurinn hefði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. Það er því ljóst að hann hefur áður, og nýlega, komið við sögu lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti árásarmaðurinn við geðrænan vanda að stríða. Birgir Jónasson staðfesti það ekki þegar rætt var við hann í kvöldfréttum. Hann sagði þó að til hafi staðið að svipta hann skotvopnaleyfi til bráðabirgða eftir að hald var lagt á öll skotvopn sem skráð voru á hans nafn. Það hafi verið í ferli á árásarstundu. Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að maðurinn hafi lagt stund á skotfimi. Dökkt ský yfir Húnabyggð Sveitarstjórn Húnabyggðar gaf frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem sagði að íbúar Húnabyggðar væru í áfalli eftir að skotárásin var framin. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ sagði forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, Guðmundur Haukur Jakobsson, þegar hann las yfirlýsinguna fyrir fjölmiðla. „Við erum enn þá að vinna úr því að þetta hafi raunverulega gerst. Hugur allra íbúa Húnabyggðar er hjá þeim látnu, hlutaðeigandi og aðstandendum þeirra sem tengjast þessum hræðilega atburði. Samfélagið er í einhvers konar áfalli og allir eru að reyna að ná utan um þessa atburði og þær tilfinningar sem þeim fylgja,“ sagði Guðmundur. Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar. Klukkan átta í kvöld var haldinn lokaður upplýsingafundur fyrir íbúa Húnabyggðar í félagsheimilinu á Blöndósi. Séra Magnús Magnússon stýrði fundinum og lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra fór yfir málsatvik að því leyti sem unnt var. Eftir fundinn var haldin bænastund í kirkjunni á Blönduósi. Þá var áfallateymi Rauða krossins sent norður í dag til að veita íbúum Blönduóss áfallahjálp í dag. Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur tilkynnt að fólkinu, sem handtekið var í tengslum við rannsókn á skotárás á Blönduósi í morgun, hafi verið sleppt úr haldi. Ekki verði farið fram á gæsluvarðhald yfir manni sem fengið hefur stöðu sakbornings í málinu. 21. ágúst 2022 21:41 Sonur fórnarlambanna hafi ráðist á árásarmanninn Sonur fólksins sem skotið var á Blönduósi í morgun er sagður hafa ráðist á árásarmanninn og ráðið niðurlögum hans. 21. ágúst 2022 21:12 Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57 Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31 Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Áfallateymi Rauða krossins komið á staðinn Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp. 21. ágúst 2022 15:12 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21. ágúst 2022 11:02 Tveir látnir eftir skotárás á Blönduósi - gerandi árásarinnar annar hinna látnu Tveir Íslendingar eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi en árásin átti sér stað um hálf sex í morgun. 21. ágúst 2022 09:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent
Um klukkan hálf sex í morgun barst lögreglu tilkynning um að skotvopni hefði verið beitt gegn tveimur einstaklingum í heimahúsi á Hlíðarbraut á Blönduósi og að um alvarlegt tilvik væri að ræða. Þar hafði karlmaður skotið konu til bana og eiginmann hennar, fyrrverandi yfirmann sinn, í magann á meðan þau lágu í rekkju. Heimildir fréttastofu herma að árásarmaðurinn hafi talið sig eiga eitthvað óuppgert við manninn í tengslum við starfslok hans hjá rótgrónu fyrirtæki á Blönduósi. „Meintur gerandi fannst einnig látinn á vettvangi, það er að segja meintur gerandi skotárásarinnar. Í framhaldi var hlúð að hinum slasaða, vettvangur tryggður og lögreglan á Norðurlandi eystra kvödd til. Hún fer með rannsókn manndrápsmála,“ sagði Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, í samtali við Vísi í morgun. Farið var yfir þær upplýsingar sem þá lágu fyrir um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sonurinn vó banamann móður sinnar Árásarmaðurinn var látinn þegar lögreglu bar að garði. Lögregla sagði í eftirmiðdaginn að hann hefði ekki svipt sig lífi og að hann hafi ekki verið drepinn með skotvopni. Tvennt var handtekið á vettvangi og síðar kom í ljós að um son hjónanna væri að ræða og unnustu hans. Unnustan var að gefa ungu barni þeirra brjóst þegar skothvellir heyrðust úr næsta herbergi. Heimildir fréttastofu herma að sonurinn hafi þá farið út úr herberginu, hitt fyrir árásarmanninn og lent í átökum við hann með þeim afleiðingum að hann lést. Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, tilkynnti í kvöld að syninum og unnustu hans hefði verið sleppt úr haldi lögreglu og að ekki yrði farið fram á gæsluvarðhald yfir syninum, sem hefði fengið stöðu sakbornings í málinu. Hafði haft í hótunum við fólkið Greint var frá því dag að árásarmaðurinn hefði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. Það er því ljóst að hann hefur áður, og nýlega, komið við sögu lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti árásarmaðurinn við geðrænan vanda að stríða. Birgir Jónasson staðfesti það ekki þegar rætt var við hann í kvöldfréttum. Hann sagði þó að til hafi staðið að svipta hann skotvopnaleyfi til bráðabirgða eftir að hald var lagt á öll skotvopn sem skráð voru á hans nafn. Það hafi verið í ferli á árásarstundu. Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að maðurinn hafi lagt stund á skotfimi. Dökkt ský yfir Húnabyggð Sveitarstjórn Húnabyggðar gaf frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem sagði að íbúar Húnabyggðar væru í áfalli eftir að skotárásin var framin. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ sagði forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, Guðmundur Haukur Jakobsson, þegar hann las yfirlýsinguna fyrir fjölmiðla. „Við erum enn þá að vinna úr því að þetta hafi raunverulega gerst. Hugur allra íbúa Húnabyggðar er hjá þeim látnu, hlutaðeigandi og aðstandendum þeirra sem tengjast þessum hræðilega atburði. Samfélagið er í einhvers konar áfalli og allir eru að reyna að ná utan um þessa atburði og þær tilfinningar sem þeim fylgja,“ sagði Guðmundur. Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar. Klukkan átta í kvöld var haldinn lokaður upplýsingafundur fyrir íbúa Húnabyggðar í félagsheimilinu á Blöndósi. Séra Magnús Magnússon stýrði fundinum og lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra fór yfir málsatvik að því leyti sem unnt var. Eftir fundinn var haldin bænastund í kirkjunni á Blönduósi. Þá var áfallateymi Rauða krossins sent norður í dag til að veita íbúum Blönduóss áfallahjálp í dag.
Ekki farið fram á gæsluvarðhald Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur tilkynnt að fólkinu, sem handtekið var í tengslum við rannsókn á skotárás á Blönduósi í morgun, hafi verið sleppt úr haldi. Ekki verði farið fram á gæsluvarðhald yfir manni sem fengið hefur stöðu sakbornings í málinu. 21. ágúst 2022 21:41
Sonur fórnarlambanna hafi ráðist á árásarmanninn Sonur fólksins sem skotið var á Blönduósi í morgun er sagður hafa ráðist á árásarmanninn og ráðið niðurlögum hans. 21. ágúst 2022 21:12
Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57
Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31
Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02
Áfallateymi Rauða krossins komið á staðinn Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp. 21. ágúst 2022 15:12
Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28
Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21. ágúst 2022 11:02
Tveir látnir eftir skotárás á Blönduósi - gerandi árásarinnar annar hinna látnu Tveir Íslendingar eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi en árásin átti sér stað um hálf sex í morgun. 21. ágúst 2022 09:34