Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. ágúst 2022 12:16 Varla líður helgi án hnífsstunguárásar að sögn Margeirs. Vísir/Kolbeinn Tumi Daðason Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. Um klukkan hálf þrjú í nótt var lögreglu tilkynnt um tvær hnífsstungur í miðbæ Reykjavíkur. Fórnarlömbin voru stungin í útlimi og brjósthol og voru flutt á slysadeild til aðhlynningar. Þrír aðilar voru handteknir og fluttir í fangageymslu vegna málsins og bíða nú yfirheyrslu. Einn árásarmannanna er undir átján ára og hinir á nítjánda ári, fleiri liggi undir grun að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Fórnarlömbin séu ekki talin í lífshættu en lögregla vinni að því að ræða við vitni og skoða upptökur. „Við höfum ekki náð að ræða nægilega vel við þá sem urðu fyrir árásinni,“ segir Margeir. Hann segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni. „Þetta er aukinn vopnaburður og svo líka það að fólk og bara unglingar viðast vera meira tilbúin til þess að beita þessum vopnum þegar þau eru með þau. Það er visst áhyggjuefni sem hefur rætt innan lögreglunnar,“ segir Margeir. Aðspurður hvort við séum að sjá einhverskonar ofbeldisbylgju líkt og nágrannaþjóðir segir hann, „Miðað við það sem við erum að sjá núna síðastliðin eitt tvo ár og þessa þróun stefnir þetta óneitanlega í þá áttina og þá ekkert endilega þegar við erum að ræða um þessar hnífsstunguárásir heldur líka þessar skotárásir sem hafa verið. Óneitanlega þá velta menn því fyrir sér hvort þetta sé einhver þróun sem að við eigum von á að komi til með að aukast,“ segir Margeir. Margeir segist ekki hafa tölu á því hversu margar stunguárásir hafi átt sér stað hér það sem af er ári. Meiðslin í kjölfar árása séu ekki alltaf alvarleg en það sé engu að síður verið að beita vopnum. Varla líði helgi án hnífsstunguárása en erfitt sé að leggja mat á fjöldann. „Áður fyrr gátum við sagt, ja það eru búnar að vera tvær, þrjár, fjórar, fimm á þessu tímabili en það er bara ómögulegt að segja, þetta er orðið svo mikið af þessu,“ segir Margeir. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Um klukkan hálf þrjú í nótt var lögreglu tilkynnt um tvær hnífsstungur í miðbæ Reykjavíkur. Fórnarlömbin voru stungin í útlimi og brjósthol og voru flutt á slysadeild til aðhlynningar. Þrír aðilar voru handteknir og fluttir í fangageymslu vegna málsins og bíða nú yfirheyrslu. Einn árásarmannanna er undir átján ára og hinir á nítjánda ári, fleiri liggi undir grun að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Fórnarlömbin séu ekki talin í lífshættu en lögregla vinni að því að ræða við vitni og skoða upptökur. „Við höfum ekki náð að ræða nægilega vel við þá sem urðu fyrir árásinni,“ segir Margeir. Hann segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni. „Þetta er aukinn vopnaburður og svo líka það að fólk og bara unglingar viðast vera meira tilbúin til þess að beita þessum vopnum þegar þau eru með þau. Það er visst áhyggjuefni sem hefur rætt innan lögreglunnar,“ segir Margeir. Aðspurður hvort við séum að sjá einhverskonar ofbeldisbylgju líkt og nágrannaþjóðir segir hann, „Miðað við það sem við erum að sjá núna síðastliðin eitt tvo ár og þessa þróun stefnir þetta óneitanlega í þá áttina og þá ekkert endilega þegar við erum að ræða um þessar hnífsstunguárásir heldur líka þessar skotárásir sem hafa verið. Óneitanlega þá velta menn því fyrir sér hvort þetta sé einhver þróun sem að við eigum von á að komi til með að aukast,“ segir Margeir. Margeir segist ekki hafa tölu á því hversu margar stunguárásir hafi átt sér stað hér það sem af er ári. Meiðslin í kjölfar árása séu ekki alltaf alvarleg en það sé engu að síður verið að beita vopnum. Varla líði helgi án hnífsstunguárása en erfitt sé að leggja mat á fjöldann. „Áður fyrr gátum við sagt, ja það eru búnar að vera tvær, þrjár, fjórar, fimm á þessu tímabili en það er bara ómögulegt að segja, þetta er orðið svo mikið af þessu,“ segir Margeir.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði