Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við ítarlega um skotárásina á Blönduósi í nótt. Tveir eru látnir en árásarmaðurinn, sem er annar hinna látnu, hafði verið handtekinn fyrr í sumar þegar hann hafði í hótunum með skotvopn.

Sveitastjóri Húnabyggðar er á leiðinni norður á Blönduós til að ná utan um málið. Hann segist í áfalli.

Nokkrir liggja undir grun vegna tveggja hnífaárása sem urðu í miðbænum í nótt. Fórnarlömb árásarinnar eru ekki í lífshættu en lögregla segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni. Hann hefur ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af er ári.

Þá tökum við stöðuna á eldgosinu sem er í dauðateygjunum en náttúruvársérfræðingar vilja ekki úrskurða um goslok.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×