Mikill kraftur í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2022 09:14 Mikill kraftur er í ferðaþjónustu á staðnum og hefur sumarið verið einstaklega gott hvað varðar heimsóknir ferðamanna á staðinn, enda fjörðurinn með þeim fallegri á Íslandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðaþjónusta á Borgarfirði eystri hefur sjaldan eða aldrei gengið eins vel og í sumar. Hjón á staðnum eru að stækka hótelið hjá sér, auk þess að setja upp glæsilegt útisvæði með pottum og Spai . Þau hafa einnig opnað brugghús á staðnum. Það eru nokkur ár síðan að Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson keyptu gamla frystihúsið á staðnum og breyttu því í glæsilegt gistiheimili, sem heitir Blábjörg og þar er líka veitingastaður. „Já, þetta hús er náttúrulega með mikla sögu hérna á Borgarfirði og með eina lengstu samfelldu kaupfélagssögu á Íslandi. Hér er nánast fullt á hverju kvöldi, fólk kemur og fær sér einn öllara, situr og spjallar og fer svo heim,“ segir Auður Vala. Auður Vala og Helgi eru að gera ótrúlega flotta hluti á staðnum. Þau eru til dæmis að byggja núna húsnæði með níu hótel herbergjum, auk þess sem þau eru með gistihús og íbúðir af mismunandi stærðum til leigu hjá sér. „Við erum bara mjög glöð með þetta. Það er líka gaman þegar vel gengur og móttökurnar góðar og eins og ég segi, að gefa þessum húsum nýtt líf og nýtt hlutverk því að eins og við vitum, kaupfélög og frystihús voru hjarta hvers bæjarfélags hérna áður fyrr.“ Blábjörg, gistiheimili og veitingastaður hjá Auði Völu og Helga, sem nýtur mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Auður og Helgi opnuðu í vor nýja bruggstofu og aðstöðu þar sem þau framleiða sinn eigin bjór og svo eru þau að eima bæði landa og gin. En Borgarfjörður eystri, hvers konar samfélag er það? „Bara dásamlegt samfélag, það er ofsalega gott að vera hérna. Það er eitthvað við þennan fjörð og þú færð mikla orku að vera hér. Við erum bara mjög stolt af því að vera að byggja þetta upp hér á Borgarfirði. Ég myndi hvergi vilja reka ferðaþjónustu annars staðar en hér á Borgarfirði,“ segir Auður Vala. Auður Vala og Helgi brugga sinn bjór sjálf og svo eru þau að eima bæði landa og gin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Það eru nokkur ár síðan að Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson keyptu gamla frystihúsið á staðnum og breyttu því í glæsilegt gistiheimili, sem heitir Blábjörg og þar er líka veitingastaður. „Já, þetta hús er náttúrulega með mikla sögu hérna á Borgarfirði og með eina lengstu samfelldu kaupfélagssögu á Íslandi. Hér er nánast fullt á hverju kvöldi, fólk kemur og fær sér einn öllara, situr og spjallar og fer svo heim,“ segir Auður Vala. Auður Vala og Helgi eru að gera ótrúlega flotta hluti á staðnum. Þau eru til dæmis að byggja núna húsnæði með níu hótel herbergjum, auk þess sem þau eru með gistihús og íbúðir af mismunandi stærðum til leigu hjá sér. „Við erum bara mjög glöð með þetta. Það er líka gaman þegar vel gengur og móttökurnar góðar og eins og ég segi, að gefa þessum húsum nýtt líf og nýtt hlutverk því að eins og við vitum, kaupfélög og frystihús voru hjarta hvers bæjarfélags hérna áður fyrr.“ Blábjörg, gistiheimili og veitingastaður hjá Auði Völu og Helga, sem nýtur mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Auður og Helgi opnuðu í vor nýja bruggstofu og aðstöðu þar sem þau framleiða sinn eigin bjór og svo eru þau að eima bæði landa og gin. En Borgarfjörður eystri, hvers konar samfélag er það? „Bara dásamlegt samfélag, það er ofsalega gott að vera hérna. Það er eitthvað við þennan fjörð og þú færð mikla orku að vera hér. Við erum bara mjög stolt af því að vera að byggja þetta upp hér á Borgarfirði. Ég myndi hvergi vilja reka ferðaþjónustu annars staðar en hér á Borgarfirði,“ segir Auður Vala. Auður Vala og Helgi brugga sinn bjór sjálf og svo eru þau að eima bæði landa og gin.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira