Heimakonur tóku forystuna eftir rúmlega hálftíma leik með marki frá Linli Tu og staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.
Gestirnir í Tindastóli jöfnuðu metin þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka með marki frá Murielle Tiernan, en stuttu síðar skoraði Melissa Garcia annað mark liðsins og staðan orðin 1-2.
Linli Tu minnkaði jafnaði metin fyrir heimakonur þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, en Arna Kristinsdóttir tryggði gestunum sigur með marki á 89. mínútu.
Niðurstaðan 2-3 sigur Tindastóls og liðið er nú í öðru sæti deildarinnar með 34 stig þegar þrír leikir eru eftir. Liðið er í harðri baráttu við FH og HK á toppi deildarinnar, en efstu tvö liðin vinna sér inn sæti í Bestu-deild kvenna.