Hlupu með Bjarteyju í hjartanu og söfnuðu meira en þremur milljónum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. ágúst 2022 18:21 F.v. Bjartey Kjærnested Jónsdóttir, Björk móðursystir Bjarteyjar og Ingunn Jónsdóttir móðir Bjarteyjar. Fyrir neðan má sjá hluta hópsins sem hljóp Bjarteyju til heiðurs. Myndin er samsett. Aðsent Fjölskylda, vinir og velunnarar Bjarteyjar Kjærnested Jónsdóttur sem lést í apríl á þessu ári vegna illvígs heilaæxlis aðeins ellefu ára gömul hafa nú safnað rúmlega 3,3 milljónum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar Barnaspítala hringsins. Signý Valdimarsdóttir frænka Bjarteyjar segir hópinn hafa hlaupið í anda Bjarteyjar en í þá tíu mánuði sem hún hafi verið veik hafi hún ekki látið neitt stoppa sig. Hún hafi verið í hjólastól á Hrekkjavöku og með göngugrind á Öskudag en hafi sagt við mömmu sína að hún „ætlaði ekki að missa af þessu, það væri bara að taka þátt og vera með,“ segir Signý. Hópurinn sem hljóp Bjarteyju til heiðurs samanstóð af 75 manns en vinkonur, fjölskylda, kennarar og fleiri sem þekktu til hafi tekið þátt. Þetta hafi allt í einu undið upp á sig en Ingunn Jónsdóttir, móðir Bjarteyjar hafi ætlað að hlaupa í minningu hennar vegna þess að Bjartey hafi að sögn Signýjar verið „mikil hlaupastelpa.“ Markmiðið sem sett var fyrir söfnunina var tíu þúsund krónur en Signý segir aðstandendur hafa sprungið úr gleði þegar þau sáu að upphæðin sem hefði safnast væri komin upp í hálfa milljón. Engin markmið hafi verið til staðar. „Það var bara farið af stað með að reyna bara að hlaupa með Bjarteyju einhvern veginn í hjartanu og svo bara gerðist þetta,“ segist Signý. Flestir í hópnum hafi hlaupið tíu kílómetra en þegar þessi grein er skrifuð hefur hópurinn safnað 3.320.888 krónum. Reykjavíkurmaraþon Hlaup Góðverk Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Signý Valdimarsdóttir frænka Bjarteyjar segir hópinn hafa hlaupið í anda Bjarteyjar en í þá tíu mánuði sem hún hafi verið veik hafi hún ekki látið neitt stoppa sig. Hún hafi verið í hjólastól á Hrekkjavöku og með göngugrind á Öskudag en hafi sagt við mömmu sína að hún „ætlaði ekki að missa af þessu, það væri bara að taka þátt og vera með,“ segir Signý. Hópurinn sem hljóp Bjarteyju til heiðurs samanstóð af 75 manns en vinkonur, fjölskylda, kennarar og fleiri sem þekktu til hafi tekið þátt. Þetta hafi allt í einu undið upp á sig en Ingunn Jónsdóttir, móðir Bjarteyjar hafi ætlað að hlaupa í minningu hennar vegna þess að Bjartey hafi að sögn Signýjar verið „mikil hlaupastelpa.“ Markmiðið sem sett var fyrir söfnunina var tíu þúsund krónur en Signý segir aðstandendur hafa sprungið úr gleði þegar þau sáu að upphæðin sem hefði safnast væri komin upp í hálfa milljón. Engin markmið hafi verið til staðar. „Það var bara farið af stað með að reyna bara að hlaupa með Bjarteyju einhvern veginn í hjartanu og svo bara gerðist þetta,“ segist Signý. Flestir í hópnum hafi hlaupið tíu kílómetra en þegar þessi grein er skrifuð hefur hópurinn safnað 3.320.888 krónum.
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Góðverk Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira