Ásókn í neyðarskýli borgarinnar hefur stóraukist í sumar og þrátt fyrir að reynt sé að taka við öllum hefur þurft að vísa fólki frá. Til stendur að opna nýtt úrræði í miðbænum sem á að vera nokkurs konar frumstig í átt að búsetu. Við fjöllum um málið.
Þá höldum við áfram umfjöllun um skotárás sem varð í verslunarmiðstöð í Malmö í gær en karlmaður sem lést í árásinni er talinn hafa verið skotmark hennar, en samkvæmt sænskum miðlum var hann mikilvægur í glæpagenginu Satudarah.
Þá skoðum við hvernig stemningin var í miðbænum í dag á Menningarnótt og verðum í beinni útsendingu frá stórtónleikum Bylgjunnar.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan hálf sjö.