Draumadrengur bandarísks fjármálaheims sakaður um kynferðisofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2022 08:06 Dan Price varð frægur fyrir andkapítalíska stefnu sína sem forstjóri. Til dæmis fyrir að hafa lækkað laun sín verulega svo starfsmenn hans fengju almennileg árslaun. Getty/Leonard Ortiz Dan Price forstjóri Gravity Payments í Bandaríkjunum hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Price hefur lengi vel verið andlit hins andkapítalíska forstjóra í bandarísku samfélagi og vinsæll meðal margra. Hann hefur nú stigið til hliðar vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Price komst í fréttirnar árið 2015 fyrir að hafa sett reglur um lágmarksárslaun upp á 70 þúsund Bandaríkjadali, eða tæpar tíu milljónir króna, innan fyrirtækis síns. Hann greindi frá því í viðtölum á sínum tíma að hann hafi skert eigin laun um 90 prósent til þess að ná þessu markmiði. Eins og New York Times lýsir því í grein sinni var Price „góði gæinn“ í bandarískum fjármálaheimi. Fram er haldið í grein New York Times að Price hafi notað samfélagsmiðla til þess að skapa glansímynd af sjálfum sér til þess að fela munstur ofbeldis í hans persónulega lífi og óvinsældir innan fyrirtækis síns. Í grein New York Times er rætt við 27 ára gamla fyrirsætu og listamann sem segir í samtali við blaðið að hún og Price hafi verið í þriggja mánaða löngu sambandi snemma árs 2021. Að hennar sögn endaði samband þeirra þegar Price nauðgaði henni. Price, sem er 38 gamall, hefur neitað sök. Lögreglan í Palm Springs í Kaliforníu staðfestir í samtali við NYT að hún hafi farið þess á leit við saksóknara í sýslunni að þeir taki við málinu og hefur lögreglan mælst til þess að Price verði ákærður fyrir að hafa nauðgað einstaklingi í annarlegu ástandi. Áratugalöng saga af meintum ofbeldisbrotum Í grein Times er farið yfir fyrri meint kynferðisbrot Price, sem spanna áratug aftur í tímann. Greint er frá frásögnum fimm kvenna til viðbótar, sem segja Price hafa misnotað sig. Price sagði í yfirlýsingu sem birtist á Twittersíðu hans á miðvikudag að hann hyggðist yfirgefa Gravity Payments til þess að „einblína á að berjast gegn ásökunum sem ættu enga stoð í raunveruleikanum.“ Í tísti sem Price birti síðar um daginn mátti sjá hann rekja þau hlunnindi sem hann hafði tryggt starfsmönnum sínum, svo sem ótakmarkað launað frí frá starfi og aðstoð við að safna í lífeyrissjóð. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Price hefur verð sakaður um misnotkun. Fyrr á þessu ári var hann ákærðru fyrir líkamsárás og fyrir óábyrgan akstur í Seattle. Price er sagður í því tilviki hafa kysst konu með miklu offorsi án hennar vilja eftir kvöldmatarfund og fyrir að hafa í kjölfarið keyrt hana að bílastæðum þar sem hann svo spólaði og ók á hættulegan hátt á meðan hún var innanborðs. Price hefur sömuleiðis lýst yfir sakleysi í því máli, sem fer fyrir dóm í október. Árið 2015, sama ár og hann fór að vekja athygli fyrir viðskiptahætti sína, sagði fyrrverandi eiginkona hans Kristie Colón í Tedx fyrirlestri, sem tekinn var upp í Kentucky háskóla, að fyrrverandi eiginmaður hennar hafi barið hana og beitt hana vatnspyntingum. Price hefur sömuleiðis neitað því. Femínískar yfirlýsingar sem hann skrifaði kannski ekki sjálfur Mikið er hamrað á því í grein Times hvað Price virtist almennilegur af samfélagsmiðlum séð. Þar hafi hann oft og ítrekað skrifað um femínisma og gagnrýnt feðraveldið. Þannig hafi hann einmitt komið sér í mjúkinn hjá þeim konum, sem nú segja hann hafa misnotað sig. Fram kemur í grein Times að svo virðist sem Price hafi ekki einu sinni sjálfur skrifað allar fyrrnefndar femínískar yfirlýsingar. Að sögn Times réði Price Mike Rosenberg til að sjá um samfélagsmiðla sína. Rosenberg starfaði áður sem fasteignablaðamaður hjá The Seattle Times en hann lét af störfum hjá blaðinu árið 2019 eftir að upp komst að hann hafði sent kynferðisleg skilaboð á samfélagsmiðlum. Rosenberg sagði á sínum tíma við fréttastofuna Crosscut að hann hafi óvart sent kynferiðsleg skilaboð á einhvern sem ekki átti að fá þau. Bandaríkin MeToo Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Price komst í fréttirnar árið 2015 fyrir að hafa sett reglur um lágmarksárslaun upp á 70 þúsund Bandaríkjadali, eða tæpar tíu milljónir króna, innan fyrirtækis síns. Hann greindi frá því í viðtölum á sínum tíma að hann hafi skert eigin laun um 90 prósent til þess að ná þessu markmiði. Eins og New York Times lýsir því í grein sinni var Price „góði gæinn“ í bandarískum fjármálaheimi. Fram er haldið í grein New York Times að Price hafi notað samfélagsmiðla til þess að skapa glansímynd af sjálfum sér til þess að fela munstur ofbeldis í hans persónulega lífi og óvinsældir innan fyrirtækis síns. Í grein New York Times er rætt við 27 ára gamla fyrirsætu og listamann sem segir í samtali við blaðið að hún og Price hafi verið í þriggja mánaða löngu sambandi snemma árs 2021. Að hennar sögn endaði samband þeirra þegar Price nauðgaði henni. Price, sem er 38 gamall, hefur neitað sök. Lögreglan í Palm Springs í Kaliforníu staðfestir í samtali við NYT að hún hafi farið þess á leit við saksóknara í sýslunni að þeir taki við málinu og hefur lögreglan mælst til þess að Price verði ákærður fyrir að hafa nauðgað einstaklingi í annarlegu ástandi. Áratugalöng saga af meintum ofbeldisbrotum Í grein Times er farið yfir fyrri meint kynferðisbrot Price, sem spanna áratug aftur í tímann. Greint er frá frásögnum fimm kvenna til viðbótar, sem segja Price hafa misnotað sig. Price sagði í yfirlýsingu sem birtist á Twittersíðu hans á miðvikudag að hann hyggðist yfirgefa Gravity Payments til þess að „einblína á að berjast gegn ásökunum sem ættu enga stoð í raunveruleikanum.“ Í tísti sem Price birti síðar um daginn mátti sjá hann rekja þau hlunnindi sem hann hafði tryggt starfsmönnum sínum, svo sem ótakmarkað launað frí frá starfi og aðstoð við að safna í lífeyrissjóð. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Price hefur verð sakaður um misnotkun. Fyrr á þessu ári var hann ákærðru fyrir líkamsárás og fyrir óábyrgan akstur í Seattle. Price er sagður í því tilviki hafa kysst konu með miklu offorsi án hennar vilja eftir kvöldmatarfund og fyrir að hafa í kjölfarið keyrt hana að bílastæðum þar sem hann svo spólaði og ók á hættulegan hátt á meðan hún var innanborðs. Price hefur sömuleiðis lýst yfir sakleysi í því máli, sem fer fyrir dóm í október. Árið 2015, sama ár og hann fór að vekja athygli fyrir viðskiptahætti sína, sagði fyrrverandi eiginkona hans Kristie Colón í Tedx fyrirlestri, sem tekinn var upp í Kentucky háskóla, að fyrrverandi eiginmaður hennar hafi barið hana og beitt hana vatnspyntingum. Price hefur sömuleiðis neitað því. Femínískar yfirlýsingar sem hann skrifaði kannski ekki sjálfur Mikið er hamrað á því í grein Times hvað Price virtist almennilegur af samfélagsmiðlum séð. Þar hafi hann oft og ítrekað skrifað um femínisma og gagnrýnt feðraveldið. Þannig hafi hann einmitt komið sér í mjúkinn hjá þeim konum, sem nú segja hann hafa misnotað sig. Fram kemur í grein Times að svo virðist sem Price hafi ekki einu sinni sjálfur skrifað allar fyrrnefndar femínískar yfirlýsingar. Að sögn Times réði Price Mike Rosenberg til að sjá um samfélagsmiðla sína. Rosenberg starfaði áður sem fasteignablaðamaður hjá The Seattle Times en hann lét af störfum hjá blaðinu árið 2019 eftir að upp komst að hann hafði sent kynferðisleg skilaboð á samfélagsmiðlum. Rosenberg sagði á sínum tíma við fréttastofuna Crosscut að hann hafi óvart sent kynferiðsleg skilaboð á einhvern sem ekki átti að fá þau.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira