Draumadrengur bandarísks fjármálaheims sakaður um kynferðisofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2022 08:06 Dan Price varð frægur fyrir andkapítalíska stefnu sína sem forstjóri. Til dæmis fyrir að hafa lækkað laun sín verulega svo starfsmenn hans fengju almennileg árslaun. Getty/Leonard Ortiz Dan Price forstjóri Gravity Payments í Bandaríkjunum hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Price hefur lengi vel verið andlit hins andkapítalíska forstjóra í bandarísku samfélagi og vinsæll meðal margra. Hann hefur nú stigið til hliðar vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Price komst í fréttirnar árið 2015 fyrir að hafa sett reglur um lágmarksárslaun upp á 70 þúsund Bandaríkjadali, eða tæpar tíu milljónir króna, innan fyrirtækis síns. Hann greindi frá því í viðtölum á sínum tíma að hann hafi skert eigin laun um 90 prósent til þess að ná þessu markmiði. Eins og New York Times lýsir því í grein sinni var Price „góði gæinn“ í bandarískum fjármálaheimi. Fram er haldið í grein New York Times að Price hafi notað samfélagsmiðla til þess að skapa glansímynd af sjálfum sér til þess að fela munstur ofbeldis í hans persónulega lífi og óvinsældir innan fyrirtækis síns. Í grein New York Times er rætt við 27 ára gamla fyrirsætu og listamann sem segir í samtali við blaðið að hún og Price hafi verið í þriggja mánaða löngu sambandi snemma árs 2021. Að hennar sögn endaði samband þeirra þegar Price nauðgaði henni. Price, sem er 38 gamall, hefur neitað sök. Lögreglan í Palm Springs í Kaliforníu staðfestir í samtali við NYT að hún hafi farið þess á leit við saksóknara í sýslunni að þeir taki við málinu og hefur lögreglan mælst til þess að Price verði ákærður fyrir að hafa nauðgað einstaklingi í annarlegu ástandi. Áratugalöng saga af meintum ofbeldisbrotum Í grein Times er farið yfir fyrri meint kynferðisbrot Price, sem spanna áratug aftur í tímann. Greint er frá frásögnum fimm kvenna til viðbótar, sem segja Price hafa misnotað sig. Price sagði í yfirlýsingu sem birtist á Twittersíðu hans á miðvikudag að hann hyggðist yfirgefa Gravity Payments til þess að „einblína á að berjast gegn ásökunum sem ættu enga stoð í raunveruleikanum.“ Í tísti sem Price birti síðar um daginn mátti sjá hann rekja þau hlunnindi sem hann hafði tryggt starfsmönnum sínum, svo sem ótakmarkað launað frí frá starfi og aðstoð við að safna í lífeyrissjóð. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Price hefur verð sakaður um misnotkun. Fyrr á þessu ári var hann ákærðru fyrir líkamsárás og fyrir óábyrgan akstur í Seattle. Price er sagður í því tilviki hafa kysst konu með miklu offorsi án hennar vilja eftir kvöldmatarfund og fyrir að hafa í kjölfarið keyrt hana að bílastæðum þar sem hann svo spólaði og ók á hættulegan hátt á meðan hún var innanborðs. Price hefur sömuleiðis lýst yfir sakleysi í því máli, sem fer fyrir dóm í október. Árið 2015, sama ár og hann fór að vekja athygli fyrir viðskiptahætti sína, sagði fyrrverandi eiginkona hans Kristie Colón í Tedx fyrirlestri, sem tekinn var upp í Kentucky háskóla, að fyrrverandi eiginmaður hennar hafi barið hana og beitt hana vatnspyntingum. Price hefur sömuleiðis neitað því. Femínískar yfirlýsingar sem hann skrifaði kannski ekki sjálfur Mikið er hamrað á því í grein Times hvað Price virtist almennilegur af samfélagsmiðlum séð. Þar hafi hann oft og ítrekað skrifað um femínisma og gagnrýnt feðraveldið. Þannig hafi hann einmitt komið sér í mjúkinn hjá þeim konum, sem nú segja hann hafa misnotað sig. Fram kemur í grein Times að svo virðist sem Price hafi ekki einu sinni sjálfur skrifað allar fyrrnefndar femínískar yfirlýsingar. Að sögn Times réði Price Mike Rosenberg til að sjá um samfélagsmiðla sína. Rosenberg starfaði áður sem fasteignablaðamaður hjá The Seattle Times en hann lét af störfum hjá blaðinu árið 2019 eftir að upp komst að hann hafði sent kynferðisleg skilaboð á samfélagsmiðlum. Rosenberg sagði á sínum tíma við fréttastofuna Crosscut að hann hafi óvart sent kynferiðsleg skilaboð á einhvern sem ekki átti að fá þau. Bandaríkin MeToo Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Price komst í fréttirnar árið 2015 fyrir að hafa sett reglur um lágmarksárslaun upp á 70 þúsund Bandaríkjadali, eða tæpar tíu milljónir króna, innan fyrirtækis síns. Hann greindi frá því í viðtölum á sínum tíma að hann hafi skert eigin laun um 90 prósent til þess að ná þessu markmiði. Eins og New York Times lýsir því í grein sinni var Price „góði gæinn“ í bandarískum fjármálaheimi. Fram er haldið í grein New York Times að Price hafi notað samfélagsmiðla til þess að skapa glansímynd af sjálfum sér til þess að fela munstur ofbeldis í hans persónulega lífi og óvinsældir innan fyrirtækis síns. Í grein New York Times er rætt við 27 ára gamla fyrirsætu og listamann sem segir í samtali við blaðið að hún og Price hafi verið í þriggja mánaða löngu sambandi snemma árs 2021. Að hennar sögn endaði samband þeirra þegar Price nauðgaði henni. Price, sem er 38 gamall, hefur neitað sök. Lögreglan í Palm Springs í Kaliforníu staðfestir í samtali við NYT að hún hafi farið þess á leit við saksóknara í sýslunni að þeir taki við málinu og hefur lögreglan mælst til þess að Price verði ákærður fyrir að hafa nauðgað einstaklingi í annarlegu ástandi. Áratugalöng saga af meintum ofbeldisbrotum Í grein Times er farið yfir fyrri meint kynferðisbrot Price, sem spanna áratug aftur í tímann. Greint er frá frásögnum fimm kvenna til viðbótar, sem segja Price hafa misnotað sig. Price sagði í yfirlýsingu sem birtist á Twittersíðu hans á miðvikudag að hann hyggðist yfirgefa Gravity Payments til þess að „einblína á að berjast gegn ásökunum sem ættu enga stoð í raunveruleikanum.“ Í tísti sem Price birti síðar um daginn mátti sjá hann rekja þau hlunnindi sem hann hafði tryggt starfsmönnum sínum, svo sem ótakmarkað launað frí frá starfi og aðstoð við að safna í lífeyrissjóð. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Price hefur verð sakaður um misnotkun. Fyrr á þessu ári var hann ákærðru fyrir líkamsárás og fyrir óábyrgan akstur í Seattle. Price er sagður í því tilviki hafa kysst konu með miklu offorsi án hennar vilja eftir kvöldmatarfund og fyrir að hafa í kjölfarið keyrt hana að bílastæðum þar sem hann svo spólaði og ók á hættulegan hátt á meðan hún var innanborðs. Price hefur sömuleiðis lýst yfir sakleysi í því máli, sem fer fyrir dóm í október. Árið 2015, sama ár og hann fór að vekja athygli fyrir viðskiptahætti sína, sagði fyrrverandi eiginkona hans Kristie Colón í Tedx fyrirlestri, sem tekinn var upp í Kentucky háskóla, að fyrrverandi eiginmaður hennar hafi barið hana og beitt hana vatnspyntingum. Price hefur sömuleiðis neitað því. Femínískar yfirlýsingar sem hann skrifaði kannski ekki sjálfur Mikið er hamrað á því í grein Times hvað Price virtist almennilegur af samfélagsmiðlum séð. Þar hafi hann oft og ítrekað skrifað um femínisma og gagnrýnt feðraveldið. Þannig hafi hann einmitt komið sér í mjúkinn hjá þeim konum, sem nú segja hann hafa misnotað sig. Fram kemur í grein Times að svo virðist sem Price hafi ekki einu sinni sjálfur skrifað allar fyrrnefndar femínískar yfirlýsingar. Að sögn Times réði Price Mike Rosenberg til að sjá um samfélagsmiðla sína. Rosenberg starfaði áður sem fasteignablaðamaður hjá The Seattle Times en hann lét af störfum hjá blaðinu árið 2019 eftir að upp komst að hann hafði sent kynferðisleg skilaboð á samfélagsmiðlum. Rosenberg sagði á sínum tíma við fréttastofuna Crosscut að hann hafi óvart sent kynferiðsleg skilaboð á einhvern sem ekki átti að fá þau.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira