„Myndi aldrei gera þetta nema með fullum stuðningi frá eiginkonu og börnum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. ágúst 2022 07:01 Reynsluboltinn Logi Gunnarsson ætlar að spila áfram með Njarðvíkingum. Vísir/Stöð 2 Sport Logi Gunnarsson, fyrirliði körfuboltaliðs Njarðvíkur, skrifaði í vikunni undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Logi hóf meistaraflokksferil sinn hjá Njarðvík fyrir 25 árum síðan og hefur leikið samfellt með félaginu síðan hann kom heim úr atvinnumennsku árið 2013. „Ég væri ekki í þessu án þess að heilsan væri í fínu standi. Mér líður bara vel og hef enn gaman að þessu, ég held að það skipti mestu máli. En jú, skrokkurinn er fínn og ég passa vel upp á mig,“ sagði Logi í samtali við Stöð 2. Eins og áður segir hóf Logi sinn meistaraflokksferil fyrir 25 árum, en hann verður 41 árs gamall í næsta mánuði. Hann segist ekki hafa búist við því að hann yrði svona lengi í sportinu. „Þetta er langur tími og kannski ekki eitthvað sem maður bjóst við. En þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og hef gert og ég að fá að spila uppáhalds íþróttina mína svona lengi eru bara forréttindi.“ „Auðvitað er það með stoppi þar sem ég er ýfir áratug úti í Evrópu en kom aftur heim úr atvinnumennsku fyrir að verða áratug og maður hélt að þetta væri að verða búið þá. En það er eitthvað við þetta sem fær mann til að halda áfram.“ Logi Gunnarsson er fyrirliði Njarðvíkur.Vísir/Hulda Margrét Mikilvægt að halda líkamanum góðum Eins og fram hefur komið er Logi líklega kominn af því sem kallað er léttasta skeið. Hann segist þó hafa lært það á löngum atvinnumannaferli að helda líkamanum góðum og það sé það sem heldur honum enn inni á vellinum. „Ég lærði það sem atvinnumaður í mörg ár hvernig ég á að halda mér í standi og hvernig ég á að æfa. Ég tamdi mér nokkrar venjur sem ég nota ennþá og æfi í rauninni eins og ég gerði þá. Það er kannski aðeins minni tími sem maður hefur en ég næ að troða því inn.“ „En svo myndi maður aldrei gera þetta nema ég fengi fullan stuðning frá eiginkonu og börnum. Krakkarnir fylgjast náttúrulega vel með mér á öllum leikjum og Birna konan mín gefur grænt ljós, þá gerum við þetta,“ sagði Logi léttur. „Erum að kveðja ábyggilega sögufrægasta íþróttahús landsins“ Njarðvíkingar urðu bæði deildarmeistarar á seiansta tímabili, ásamt því að tryggja sér bikarmeistaratitilinn í upphafi tímabils. Logi segir að þegar markið sé sett jafn hátt og hjá Njarðvíkurliðinu sé það full vinna að halda liðinu á toppnum. „Auðvitað er þetta það. Þegar maður er í liði sem er í efstu deild og að berjast um titla þá þarf auðvitað að gera þetta á fullu. Við urðum deildar- og bikarmeistarar á síðasta ári og það ýtir auðvitað líka undir að við ætlum að vera með það gott lið að við ætlum að vera í toppbaráttunni.“ Logi Gunnarsson lyftir fyrsta bikartitli Njarðvíkur í 16 ár á loft.Vísir/Hulda Margrét Þá eru Njarðvíkingar að flytja í nýtt íþróttahús og Logi segir það hafa ýtt undir ákvörðunina um að halda áfram, þrátt fyrir það að hann kveðji Ljónagryfjuna með söknuð í hjarta. „Auðvitað gerði það það. Við erum búin að bíða lengi eftir því að fá betri aðstöðu og erum að kveðja ábyggilega sögufrægasta íþróttahús landsins myndi ég segja, Ljónagryfjuna. Við ætlum að gera það vel og almennilega og fara svo yfir í flotta, nýja húsið. Eins og ég segi þá erum við búin að bíða lengi eftir alvöru aðstöðu.“ Bjartir tímar framundan í Njarðvík Þrátt fyrir gott gengi Njarðvíkinga á seinasta tímabili hefur karlalið félagsins ekki orðið Íslandsmeistari ´síðan árið 2006. Það þykir óþarflega langur tími fyrir lið eins og Njarðvík, en Logi horfir björtum augum á framhaldið hjá liðinu. „Það er orðið svolítið síðan og þessir titlar sem við unnum núna voru þeir fyrstu í langan, langan tíma. Við ætluðum okkur þann stóra en náðum því ekki þannig að ég held að við eigum alveg góðan séns á því að komast aftur í þann stóra.“ „En biðin er búin að vera löng þannig að eigum við ekki að ná þessu áður en ég hætti?“ spurði Logi brosandi. „Mér lýst bara nokkuð vel á samsetninguna á liðinu fyrir þetta tímabil. Við settum saman svolítið nýtt lið í fyrra þar sem við vorum að fá nýja leikmenn og oft tekur það aðeins meira en eitt tímabil. En við erum að ná að halda sama kjarna og viljum byggja á því sem við gerðum seinasta vetur.“ Lengri endurheimt fyrir eldri skrokk Að lokum var Logi spurður að því hvernig skrokkurinn á honum hafi verið eftir leiki á seinasta tímabili. Hann fór ekkert í felur með það að það hafi tekið hann lengri tíma en á hans yngri árum að ná endurheimt eftir leiki. „Það tekur mig aðeins lengir tíma en gerði fyrir nokkrum árum að jafna mig. en ég er með ákveðnar aðferðir og ég er með ísbað úti í garði og heitan pott og það er langur tími sem fer í teygjur og svona. En ég hef það gaman að þessu að ég er tilbúinn að leggja það á mig,“ sagði reynsluboltinn Logi gunnarsson að lokum. Klippa: Loginn logar áfram Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Logi Gunnarsson verður áfram í Njarðvík næstu tvö árin Fyrirliði Njarðvíkur, Logi Gunnarsson, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2024 en þetta kemur fram í tilkynningu sem Njarðvíkingar sendu frá sér í gærkvöldi. 18. ágúst 2022 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
„Ég væri ekki í þessu án þess að heilsan væri í fínu standi. Mér líður bara vel og hef enn gaman að þessu, ég held að það skipti mestu máli. En jú, skrokkurinn er fínn og ég passa vel upp á mig,“ sagði Logi í samtali við Stöð 2. Eins og áður segir hóf Logi sinn meistaraflokksferil fyrir 25 árum, en hann verður 41 árs gamall í næsta mánuði. Hann segist ekki hafa búist við því að hann yrði svona lengi í sportinu. „Þetta er langur tími og kannski ekki eitthvað sem maður bjóst við. En þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og hef gert og ég að fá að spila uppáhalds íþróttina mína svona lengi eru bara forréttindi.“ „Auðvitað er það með stoppi þar sem ég er ýfir áratug úti í Evrópu en kom aftur heim úr atvinnumennsku fyrir að verða áratug og maður hélt að þetta væri að verða búið þá. En það er eitthvað við þetta sem fær mann til að halda áfram.“ Logi Gunnarsson er fyrirliði Njarðvíkur.Vísir/Hulda Margrét Mikilvægt að halda líkamanum góðum Eins og fram hefur komið er Logi líklega kominn af því sem kallað er léttasta skeið. Hann segist þó hafa lært það á löngum atvinnumannaferli að helda líkamanum góðum og það sé það sem heldur honum enn inni á vellinum. „Ég lærði það sem atvinnumaður í mörg ár hvernig ég á að halda mér í standi og hvernig ég á að æfa. Ég tamdi mér nokkrar venjur sem ég nota ennþá og æfi í rauninni eins og ég gerði þá. Það er kannski aðeins minni tími sem maður hefur en ég næ að troða því inn.“ „En svo myndi maður aldrei gera þetta nema ég fengi fullan stuðning frá eiginkonu og börnum. Krakkarnir fylgjast náttúrulega vel með mér á öllum leikjum og Birna konan mín gefur grænt ljós, þá gerum við þetta,“ sagði Logi léttur. „Erum að kveðja ábyggilega sögufrægasta íþróttahús landsins“ Njarðvíkingar urðu bæði deildarmeistarar á seiansta tímabili, ásamt því að tryggja sér bikarmeistaratitilinn í upphafi tímabils. Logi segir að þegar markið sé sett jafn hátt og hjá Njarðvíkurliðinu sé það full vinna að halda liðinu á toppnum. „Auðvitað er þetta það. Þegar maður er í liði sem er í efstu deild og að berjast um titla þá þarf auðvitað að gera þetta á fullu. Við urðum deildar- og bikarmeistarar á síðasta ári og það ýtir auðvitað líka undir að við ætlum að vera með það gott lið að við ætlum að vera í toppbaráttunni.“ Logi Gunnarsson lyftir fyrsta bikartitli Njarðvíkur í 16 ár á loft.Vísir/Hulda Margrét Þá eru Njarðvíkingar að flytja í nýtt íþróttahús og Logi segir það hafa ýtt undir ákvörðunina um að halda áfram, þrátt fyrir það að hann kveðji Ljónagryfjuna með söknuð í hjarta. „Auðvitað gerði það það. Við erum búin að bíða lengi eftir því að fá betri aðstöðu og erum að kveðja ábyggilega sögufrægasta íþróttahús landsins myndi ég segja, Ljónagryfjuna. Við ætlum að gera það vel og almennilega og fara svo yfir í flotta, nýja húsið. Eins og ég segi þá erum við búin að bíða lengi eftir alvöru aðstöðu.“ Bjartir tímar framundan í Njarðvík Þrátt fyrir gott gengi Njarðvíkinga á seinasta tímabili hefur karlalið félagsins ekki orðið Íslandsmeistari ´síðan árið 2006. Það þykir óþarflega langur tími fyrir lið eins og Njarðvík, en Logi horfir björtum augum á framhaldið hjá liðinu. „Það er orðið svolítið síðan og þessir titlar sem við unnum núna voru þeir fyrstu í langan, langan tíma. Við ætluðum okkur þann stóra en náðum því ekki þannig að ég held að við eigum alveg góðan séns á því að komast aftur í þann stóra.“ „En biðin er búin að vera löng þannig að eigum við ekki að ná þessu áður en ég hætti?“ spurði Logi brosandi. „Mér lýst bara nokkuð vel á samsetninguna á liðinu fyrir þetta tímabil. Við settum saman svolítið nýtt lið í fyrra þar sem við vorum að fá nýja leikmenn og oft tekur það aðeins meira en eitt tímabil. En við erum að ná að halda sama kjarna og viljum byggja á því sem við gerðum seinasta vetur.“ Lengri endurheimt fyrir eldri skrokk Að lokum var Logi spurður að því hvernig skrokkurinn á honum hafi verið eftir leiki á seinasta tímabili. Hann fór ekkert í felur með það að það hafi tekið hann lengri tíma en á hans yngri árum að ná endurheimt eftir leiki. „Það tekur mig aðeins lengir tíma en gerði fyrir nokkrum árum að jafna mig. en ég er með ákveðnar aðferðir og ég er með ísbað úti í garði og heitan pott og það er langur tími sem fer í teygjur og svona. En ég hef það gaman að þessu að ég er tilbúinn að leggja það á mig,“ sagði reynsluboltinn Logi gunnarsson að lokum. Klippa: Loginn logar áfram
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Logi Gunnarsson verður áfram í Njarðvík næstu tvö árin Fyrirliði Njarðvíkur, Logi Gunnarsson, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2024 en þetta kemur fram í tilkynningu sem Njarðvíkingar sendu frá sér í gærkvöldi. 18. ágúst 2022 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Logi Gunnarsson verður áfram í Njarðvík næstu tvö árin Fyrirliði Njarðvíkur, Logi Gunnarsson, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2024 en þetta kemur fram í tilkynningu sem Njarðvíkingar sendu frá sér í gærkvöldi. 18. ágúst 2022 07:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti