Ítalskir ferðamenn gengust við utanvegaakstrinum Árni Sæberg skrifar 18. ágúst 2022 07:46 Ítalarnir skildu eftir sig ljót för á Kverkfjallaleið. Þórhallur Þorsteinsson Þrír ítalskir ferðamenn hafa gengist við utanvegaakstri sem reyndur maður hefur sagt hafa valdið verstu ummerkjum sem hann hefur séð. Í byrjun vikunnar var tilkynnt um ljót ummerki utanvegaaksturs á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. Ferðamennirnir virðast hafa ekið í hringi sér til yndisauka.Þórhallur Þorsteinsson Lögreglan á Húsavík leit málið alvarlegum augum og fór strax í leit að sökudólgum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins hafði hún fljótlega upp á þeim og reyndust það hafa verið þrír ítalskir ferðamenn sem voru að verki. Haft er eftir Hreiðari Hreiðarssyni, aðalvarðstjóra lögreglunnar á Húsavík, að mennirnir hafi játað verknaðinn enda hafi verið greinileg ummerki um utanvegaakstur á hjólbörðum bíls eins þeirra. Ummerkin hafi bent til þess að djúpir slóðar hefðu verið markaðir á þremur stöðum hið minnsta, á Kverkfjallavegi inn af Möðrudal, á gatnamótunum við Herðubreiðartöglin og við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga. Hreiðar segir skemmdirnar hafa verið verstar við Upptyppinga. Sektir hlaupa á hundruðum þúsunda Haft er eftir Hreiðari að Ítölunum verði gert að greiða háar sektir. Lögreglan á Húsavík flokki brot af þessu tagi í þrjá flokka og brot Ítalanna lendi í flokki tvö sem ber með sér sektir upp á 250 þúsund krónur fyrir hvert tilvik. Því er ljóst að aksturinn mun reynast Ítölunum dýrkeyptur. Hreiðar segir að aðeins í þeim tilvikum sem unnin eru spjöll á grónu landi séu hæstu leyfilegum sektum beitt en þær nema 500 þúsund krónum. Hann telur að kynna ætti betur fyrir ferðamönnum sem koma hingað til lands að utanvegaakstur sé stranglega bannaður, ekki síst fyrir pyngjur þeirra. Það versta á áratugaferli Þórhallur Þorsteinsson hefur verið á kafi í ferðaþjónustu á Austurlandi svo áratugum skiptir. Hann birti í fyrradag myndir á Facebook-síðu sinni sem sýna utanvegaaksturinn á Kverkfjallaleið. „Þessar myndir sýna ekki nema lítið af þeim utanvegaakstri sem er á svæðinu. Ég myndaði bara það versta. Það er nóg myndefni til viðbótar,“ sagði Þórhallur í samtali við Vísi í gær. Hann hefur fylgst vel með svæðinu frá árinu 1988. Honum er ekki skemmt og er langþreyttur á aðgerðarleysi þeirra sem ráði för. Myndir af skemmdunum má sjá í fréttinni hér að neðan: Umhverfismál Múlaþing Ferðaþjónusta Utanvegaakstur Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Í byrjun vikunnar var tilkynnt um ljót ummerki utanvegaaksturs á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. Ferðamennirnir virðast hafa ekið í hringi sér til yndisauka.Þórhallur Þorsteinsson Lögreglan á Húsavík leit málið alvarlegum augum og fór strax í leit að sökudólgum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins hafði hún fljótlega upp á þeim og reyndust það hafa verið þrír ítalskir ferðamenn sem voru að verki. Haft er eftir Hreiðari Hreiðarssyni, aðalvarðstjóra lögreglunnar á Húsavík, að mennirnir hafi játað verknaðinn enda hafi verið greinileg ummerki um utanvegaakstur á hjólbörðum bíls eins þeirra. Ummerkin hafi bent til þess að djúpir slóðar hefðu verið markaðir á þremur stöðum hið minnsta, á Kverkfjallavegi inn af Möðrudal, á gatnamótunum við Herðubreiðartöglin og við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga. Hreiðar segir skemmdirnar hafa verið verstar við Upptyppinga. Sektir hlaupa á hundruðum þúsunda Haft er eftir Hreiðari að Ítölunum verði gert að greiða háar sektir. Lögreglan á Húsavík flokki brot af þessu tagi í þrjá flokka og brot Ítalanna lendi í flokki tvö sem ber með sér sektir upp á 250 þúsund krónur fyrir hvert tilvik. Því er ljóst að aksturinn mun reynast Ítölunum dýrkeyptur. Hreiðar segir að aðeins í þeim tilvikum sem unnin eru spjöll á grónu landi séu hæstu leyfilegum sektum beitt en þær nema 500 þúsund krónum. Hann telur að kynna ætti betur fyrir ferðamönnum sem koma hingað til lands að utanvegaakstur sé stranglega bannaður, ekki síst fyrir pyngjur þeirra. Það versta á áratugaferli Þórhallur Þorsteinsson hefur verið á kafi í ferðaþjónustu á Austurlandi svo áratugum skiptir. Hann birti í fyrradag myndir á Facebook-síðu sinni sem sýna utanvegaaksturinn á Kverkfjallaleið. „Þessar myndir sýna ekki nema lítið af þeim utanvegaakstri sem er á svæðinu. Ég myndaði bara það versta. Það er nóg myndefni til viðbótar,“ sagði Þórhallur í samtali við Vísi í gær. Hann hefur fylgst vel með svæðinu frá árinu 1988. Honum er ekki skemmt og er langþreyttur á aðgerðarleysi þeirra sem ráði för. Myndir af skemmdunum má sjá í fréttinni hér að neðan:
Umhverfismál Múlaþing Ferðaþjónusta Utanvegaakstur Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira