Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2022 13:59 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna á Landspítalanum aldrei hafa verið jafn slæma og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að manneklan væri mest á meðal hjúkrunarfræðinga en einnig á meðal lækna. Hann segir að fjölga verði nemendum í geirunum hér heima og fara nýjar leiðir, á borð við að nýta hermikennslu til að þjálfa færni. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að við munum fara í þrot með þennan mannafla ef við finnum ekki lausnir,“ sagði Runólfur sem tók við starfi forstjóra í febrúar á þessu ári eftir átta ára setu Páls Matthíassonar í embætti. Telur alltof marga á skrifstofunni Björn Zoëga, formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, sagði á Sprengisandi á dögunum að til greina kæmi að fækka starfsmönnum Landspítalans í hagræðingaskyni. Þegar hann tók við rekstri Karólínska háskólasjúkrahússins greip hann til harkalegra niðurskurðaðgerða og sagði upp fjölmörgum starfsmönnum. Björn hefur verið ráðgjafi heilbrigðisráðherra síðustu mánuði og segir að yfir fjögurra ára tímabil hafi fjórir til fimm skrifstofumenn verið ráðnir á móti hverjum og einum klínískum starfsmanni. Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, var ósammála Birni. Markviss niðurskurður í heilbrigðiskerfinu væri fullkomlega ljós. „Hlutfall okkar þjóðartekna til heilbrigðismála hefur farið sílækkandi og þetta eru pólitískar ákvarðanir. En þetta hefur gerst svolítið án þess að almenningur hafi verið sammála því eða átti sig á því. Og við erum komin í þessa stöðu núna að heilbrigðisstarfsfólk er komið upp við vegg og er farið að rífast hvort við annað innan stofnunarinnar um hvaða geiri hefur tekið á sig mestan niðurskurð,“ sagði Magnús Karl. Tækifæri til rannsókna takmörkuð Þá sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, í viðtali í Morgunblaðinu á dögunum að fá tækifæri til rannsókna hér á landi fældi menntaða lækna frá því að koma til Íslands. Samkvæmt skýrslu McKinsey hefur Landspítalinn, sem eitt sinn var besta háskólasjúkrahúsið í vísindum á Norðurlöndunum, fallið niður í botnsætið. „Það er bara eitt háskólasjúkrahús hérlendis og það hefur barist í bökkum árum saman. Það er ekki nógu vel búið að Landspítalanum til að hann geti staðist samkeppnina við erlend háskólasjúkrahús um vinnuafl af krafti,“ sagði Steinunn um skort á fjölbreytileika í starfsumhverfi lækna. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hættir hjá Landspítala og verður leiðtogi öldrunarþjónustu hjá borginni Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri á Landspítala, hefur verið ráðin skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Síðustu níu ár hefur hún starfað sem aðstoðarmaður forstjóra Landspítala og síðar framkvæmdastjóri á Landspítala. 16. ágúst 2022 10:47 Skortur á tækifærum og fjölbreytileika fæli nýja lækna frá Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir það fæla fólk frá því að koma heim eftir læknanám erlendis að tækifæri til að stunda rannsóknir hérlendis séu hverfandi. 12. ágúst 2022 07:21 Stórt hlutfall íslenskra lækna útskrifast erlendis Tæplega helmingur lækna frá Íslandi útskrifast nú úr grunnámi við erlenda háskóla. 11. ágúst 2022 06:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að manneklan væri mest á meðal hjúkrunarfræðinga en einnig á meðal lækna. Hann segir að fjölga verði nemendum í geirunum hér heima og fara nýjar leiðir, á borð við að nýta hermikennslu til að þjálfa færni. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að við munum fara í þrot með þennan mannafla ef við finnum ekki lausnir,“ sagði Runólfur sem tók við starfi forstjóra í febrúar á þessu ári eftir átta ára setu Páls Matthíassonar í embætti. Telur alltof marga á skrifstofunni Björn Zoëga, formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, sagði á Sprengisandi á dögunum að til greina kæmi að fækka starfsmönnum Landspítalans í hagræðingaskyni. Þegar hann tók við rekstri Karólínska háskólasjúkrahússins greip hann til harkalegra niðurskurðaðgerða og sagði upp fjölmörgum starfsmönnum. Björn hefur verið ráðgjafi heilbrigðisráðherra síðustu mánuði og segir að yfir fjögurra ára tímabil hafi fjórir til fimm skrifstofumenn verið ráðnir á móti hverjum og einum klínískum starfsmanni. Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, var ósammála Birni. Markviss niðurskurður í heilbrigðiskerfinu væri fullkomlega ljós. „Hlutfall okkar þjóðartekna til heilbrigðismála hefur farið sílækkandi og þetta eru pólitískar ákvarðanir. En þetta hefur gerst svolítið án þess að almenningur hafi verið sammála því eða átti sig á því. Og við erum komin í þessa stöðu núna að heilbrigðisstarfsfólk er komið upp við vegg og er farið að rífast hvort við annað innan stofnunarinnar um hvaða geiri hefur tekið á sig mestan niðurskurð,“ sagði Magnús Karl. Tækifæri til rannsókna takmörkuð Þá sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, í viðtali í Morgunblaðinu á dögunum að fá tækifæri til rannsókna hér á landi fældi menntaða lækna frá því að koma til Íslands. Samkvæmt skýrslu McKinsey hefur Landspítalinn, sem eitt sinn var besta háskólasjúkrahúsið í vísindum á Norðurlöndunum, fallið niður í botnsætið. „Það er bara eitt háskólasjúkrahús hérlendis og það hefur barist í bökkum árum saman. Það er ekki nógu vel búið að Landspítalanum til að hann geti staðist samkeppnina við erlend háskólasjúkrahús um vinnuafl af krafti,“ sagði Steinunn um skort á fjölbreytileika í starfsumhverfi lækna.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hættir hjá Landspítala og verður leiðtogi öldrunarþjónustu hjá borginni Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri á Landspítala, hefur verið ráðin skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Síðustu níu ár hefur hún starfað sem aðstoðarmaður forstjóra Landspítala og síðar framkvæmdastjóri á Landspítala. 16. ágúst 2022 10:47 Skortur á tækifærum og fjölbreytileika fæli nýja lækna frá Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir það fæla fólk frá því að koma heim eftir læknanám erlendis að tækifæri til að stunda rannsóknir hérlendis séu hverfandi. 12. ágúst 2022 07:21 Stórt hlutfall íslenskra lækna útskrifast erlendis Tæplega helmingur lækna frá Íslandi útskrifast nú úr grunnámi við erlenda háskóla. 11. ágúst 2022 06:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Hættir hjá Landspítala og verður leiðtogi öldrunarþjónustu hjá borginni Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri á Landspítala, hefur verið ráðin skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Síðustu níu ár hefur hún starfað sem aðstoðarmaður forstjóra Landspítala og síðar framkvæmdastjóri á Landspítala. 16. ágúst 2022 10:47
Skortur á tækifærum og fjölbreytileika fæli nýja lækna frá Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir það fæla fólk frá því að koma heim eftir læknanám erlendis að tækifæri til að stunda rannsóknir hérlendis séu hverfandi. 12. ágúst 2022 07:21
Stórt hlutfall íslenskra lækna útskrifast erlendis Tæplega helmingur lækna frá Íslandi útskrifast nú úr grunnámi við erlenda háskóla. 11. ágúst 2022 06:56