Átta leikja bann fyrir að stinga hönd á milli rasskinna andstæðings Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. ágúst 2022 23:01 Corey Norman verður ekki með í næstu átta leikjum Toulouse Olympique af frekar furðulegum ástæðum. NRL Photos via Getty Images Corey Norman, leikmaður franska rúgbíliðsins Toulouse Olympique, hefur verið dæmdur í átta leikja bann fyrir að stinga hönd á milli rasskinna andstæðings síns í leik gegn Warrington. Norman er gert að sök að hafa stungið hönd sinni á milli rasskinna Oliver Holmes í miðjum leik er botnlið Toulouse tapaði gegn Warrington síðastliðinn fimmtudag. Leikmaðurinn verður því ekki með liðinu það sem eftir lifir tímabils þar sem liðið á aðeins sex leiki eftir, en Toulouse er fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni. Norman hefur neitað sök í þessu furðulega máli, en þriggja manna nefnd á vegum deildarinnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi 31 árs leikmaður hafi „viljandi lagt hönd á milli rasskinna andstæðings,“ og því stendur bannið. Corey Norman learns his fate for the "deliberate placing of his hand and fingers on the buttocks" of an opponentSTORY: https://t.co/IhNje09I36 pic.twitter.com/ZQxIQw7RIU— Telegraph Sport (@telegraph_sport) August 16, 2022 „Myndbandsupptökur af atvikinu sýna að Corey Norman færir vinstri hönd sína viljandi yfir Oliver Holmes og þaðan á rasskinnar hans,“ segir í úrskurði nefndarinnar. „Myndbandsupptökurnar sýna einnig að Norman leggur höndina og fingur sína viljandi á milli rasskinna Holmes, sem í kjölfarið kallar fram snögg viðbrögð og kvartanir frá Holmes. Viðbrögð liðsfélaga Holmes, Danny Walker, og vitnisburður Holmes gera það að verkum að við höfum komist að þeirri niðurstöðu að Norman hafi viljandi stungið hönd sinni á milli rasskinna andstæðings síns og því stendur bannið.“ Norman mun ekki einungis þurfa að sitja af sér átta leikja bann því hann hefur einnig verið sektaður um fimmhundruð pund, sem samsvarar tæplega 84 þúsund krónum. Rugby Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira
Norman er gert að sök að hafa stungið hönd sinni á milli rasskinna Oliver Holmes í miðjum leik er botnlið Toulouse tapaði gegn Warrington síðastliðinn fimmtudag. Leikmaðurinn verður því ekki með liðinu það sem eftir lifir tímabils þar sem liðið á aðeins sex leiki eftir, en Toulouse er fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni. Norman hefur neitað sök í þessu furðulega máli, en þriggja manna nefnd á vegum deildarinnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi 31 árs leikmaður hafi „viljandi lagt hönd á milli rasskinna andstæðings,“ og því stendur bannið. Corey Norman learns his fate for the "deliberate placing of his hand and fingers on the buttocks" of an opponentSTORY: https://t.co/IhNje09I36 pic.twitter.com/ZQxIQw7RIU— Telegraph Sport (@telegraph_sport) August 16, 2022 „Myndbandsupptökur af atvikinu sýna að Corey Norman færir vinstri hönd sína viljandi yfir Oliver Holmes og þaðan á rasskinnar hans,“ segir í úrskurði nefndarinnar. „Myndbandsupptökurnar sýna einnig að Norman leggur höndina og fingur sína viljandi á milli rasskinna Holmes, sem í kjölfarið kallar fram snögg viðbrögð og kvartanir frá Holmes. Viðbrögð liðsfélaga Holmes, Danny Walker, og vitnisburður Holmes gera það að verkum að við höfum komist að þeirri niðurstöðu að Norman hafi viljandi stungið hönd sinni á milli rasskinna andstæðings síns og því stendur bannið.“ Norman mun ekki einungis þurfa að sitja af sér átta leikja bann því hann hefur einnig verið sektaður um fimmhundruð pund, sem samsvarar tæplega 84 þúsund krónum.
Rugby Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira