Glóandi bráð úr gosinu í fyrra kreistist úr gamla hrauninu vegna þrýstings frá því nýja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2022 20:29 Stórvarasamt getur verið að ganga á gamla hrauninu, ekki síst vegna áhrifa þrýstings frá nýja hrauninu. Vísir/Vilhelm Bráð úr hrauninu sem rann úr eldgosinu við Fagradalsfjall í fyrra hefur kreist út um hraunið vegna þunga nýja hraunsins sem rennur úr eldgosinu í Meradölum. Þessir kraftar gera það að verkum að enn varasamara getur verið að ganga á gamla hrauninu. Vakin er athygli á þessu á Faceboook-síðu Eldfjallafræði- og náttúruvárhóp Háskóla Ísland. Þar eru birtar myndir sem teknar voru af hrauninu sem rann um Meradali í fyrra. Fyrri myndin, sem sjá má hér að neðan, er tekin tólfta júní síðastliðinn. Rauði hringurinn táknar staðinn þar sem bráð frá gosinu 2021 kreistist út. Mynd sem tekin var í júní af hrauninu sem rann í fyrra. Rauði hringurinn táknaði svæðið sem opnaðist í síðustu viku undan miklu þrýstingi frá nýja hrauninu.Háskóli Íslands Myndin hér fyrir neðan sýnir hins vegar hraunið sem rann út um opið. Hraunið sem rann þarna kom úr gosinu á síðasta ári, ekki því sem gýs nú, þó að gos sé sökudólgurinn. „Þunginn á þessu nýja hrauni, hann er það mikill, að hann hefur ýtt út hraunkviku sem var í kjarnanum á 2021-hrauninu. Það kom þarna út um þetta op sem að myndaðist á þessum stað sem hringurinn er,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, í samtali við Vísi þar sem hann er beðinn um að útskýra þetta fyrirbæri. Rauðu örvarnar sýna stefnuna sem bráðin rann í síðustu viku.Mynd/Háskóli Íslands. „Það er hraunkvika frá 2021 sem er að endurgjósa þarna,“ segir Þorvaldur. Vísbendingar eru uppi um að hraunið hafi runnið hratt. Eldfjallafræðingarnir Ármann Höskuldsson, í bakgrunni, og Þorvaldur Þórðarson, í forgrunni, eru á meðal þeirra sem halda úti Facebook-síðunni Eldfjallafræði- og náttúruvarhópur Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Við náttúrulega sáum ekki hvernig þetta gerðist en þarna opnast skorpan og það fer að flæða út. Ef að maður horfir á yfirborðið á hrauninu eru vísbendingar um að hún hafi flætt hratt. Þrýstingurinn af nýja hrauninu er greinilega það mikill,“ segir Þorvaldur. Hættan fyrir hendi Umræddar myndir eru teknar suðaustast í Meradölum og talið er að þetta hafi gerst fyrir um einni viku síðan. Töluvert rúmmál af kviku braust út og rann rúman kílómetra. Gestir sem heimsækja svæðið hafa verið eindregið varaðir við því að ganga á gamla og nýja hrauninu. Bendir Þorvaldur á að þessi atburður geri göngu á gamla hrauninu enn varasamari. „Nei, við mælum ekki með því. Þetta getur greinilega gerst og þegar það gerist þá er ekki gott að vera út á gamla hrauninu. Ef einhver hefði verið þarna út á í þessu tilfelli hefði hann getað lokast af og ekki komist til baka aftur upp á þurrt land.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Tengdar fréttir Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. 16. ágúst 2022 19:36 Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16. ágúst 2022 15:32 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Vakin er athygli á þessu á Faceboook-síðu Eldfjallafræði- og náttúruvárhóp Háskóla Ísland. Þar eru birtar myndir sem teknar voru af hrauninu sem rann um Meradali í fyrra. Fyrri myndin, sem sjá má hér að neðan, er tekin tólfta júní síðastliðinn. Rauði hringurinn táknar staðinn þar sem bráð frá gosinu 2021 kreistist út. Mynd sem tekin var í júní af hrauninu sem rann í fyrra. Rauði hringurinn táknaði svæðið sem opnaðist í síðustu viku undan miklu þrýstingi frá nýja hrauninu.Háskóli Íslands Myndin hér fyrir neðan sýnir hins vegar hraunið sem rann út um opið. Hraunið sem rann þarna kom úr gosinu á síðasta ári, ekki því sem gýs nú, þó að gos sé sökudólgurinn. „Þunginn á þessu nýja hrauni, hann er það mikill, að hann hefur ýtt út hraunkviku sem var í kjarnanum á 2021-hrauninu. Það kom þarna út um þetta op sem að myndaðist á þessum stað sem hringurinn er,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, í samtali við Vísi þar sem hann er beðinn um að útskýra þetta fyrirbæri. Rauðu örvarnar sýna stefnuna sem bráðin rann í síðustu viku.Mynd/Háskóli Íslands. „Það er hraunkvika frá 2021 sem er að endurgjósa þarna,“ segir Þorvaldur. Vísbendingar eru uppi um að hraunið hafi runnið hratt. Eldfjallafræðingarnir Ármann Höskuldsson, í bakgrunni, og Þorvaldur Þórðarson, í forgrunni, eru á meðal þeirra sem halda úti Facebook-síðunni Eldfjallafræði- og náttúruvarhópur Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Við náttúrulega sáum ekki hvernig þetta gerðist en þarna opnast skorpan og það fer að flæða út. Ef að maður horfir á yfirborðið á hrauninu eru vísbendingar um að hún hafi flætt hratt. Þrýstingurinn af nýja hrauninu er greinilega það mikill,“ segir Þorvaldur. Hættan fyrir hendi Umræddar myndir eru teknar suðaustast í Meradölum og talið er að þetta hafi gerst fyrir um einni viku síðan. Töluvert rúmmál af kviku braust út og rann rúman kílómetra. Gestir sem heimsækja svæðið hafa verið eindregið varaðir við því að ganga á gamla og nýja hrauninu. Bendir Þorvaldur á að þessi atburður geri göngu á gamla hrauninu enn varasamari. „Nei, við mælum ekki með því. Þetta getur greinilega gerst og þegar það gerist þá er ekki gott að vera út á gamla hrauninu. Ef einhver hefði verið þarna út á í þessu tilfelli hefði hann getað lokast af og ekki komist til baka aftur upp á þurrt land.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Tengdar fréttir Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. 16. ágúst 2022 19:36 Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16. ágúst 2022 15:32 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. 16. ágúst 2022 19:36
Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16. ágúst 2022 15:32