Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Óleyst morðmál, vikurflutningar, varðskipasala og tryggingar verða meðal umfjöllunarefna hádegisfrétta Bylgjunnar í dag.

Í gær ræddi fréttastofa við móður og móðursystur Hrafnhildar Lilju Georgsdóttir, íslenskrar konu sem va myrt í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Þær segja að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Málið telst óupplýst í dag og gengur morðingi Hrafnhildar enn laus. Þær vilja að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp.

Sitt sýnist hverjum um umfangsmikla vikurflutninga á Suðurlandi. Við ræðum við formann bæjarráðs Árborgar.

Afsal vegna sölu ríkisins á varðskipunum Tý og Ægi var undirritað í gær. Kaupverðið var 51 milljón króna en hvað verður um hin sögufrægu skip?

Eru tryggingar dýrari hérlendis og hvers vegna þá? Neytendasamtökin ætla að komast til botns í málinu.

Þetta og fleira í hádegisfréttum klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×