Toomey vann þar sinn sjötta heimsmeistaratitil í röð sem enginn, hvorki karl né kona, hefur afrekað í sögu CrossFit íþróttarinnar.
Toomey fékk líka betur borgað á heimsleikunum en allir karlarnir líka.
Alls fékk hún rúmlega 343 þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé eða meira en 47,3 milljónir í íslenskum krónum. Toomey fékk meira en tvöfalt meira en næsta kona á eftir henni sem var hin átján ára gamla Mallory O’Brien með 151 þúsund dali.
Sá karl sem fékk mest var heimsmeistarinn Justin Medeiros með 328,5 þúsund dali fyrir sína frammistöðu á leikunum. Það er rúmlega fjórtán þúsund dölum minna en Tia sem gera tveimur milljónum íslenskra króna meira.
Tia hefur keppt á átta heimsleikunum, unnið sex síðustu en þar áður varð hún tvisvar í öðru sæti á eftir Katrínu Tönju Davíðsdóttur.
Þegar allt verðlaunafé Tiu frá þessum átta heimsleikum er lagt saman kemur í ljós að hún hefur samtals unnið sér inn tvær milljónir, 355 þúsund og 141 dal á þessum átta árum.
Það gera meira en 325,2 milljónir íslenskra króna.
Fimm konur voru á topp tíu annað árið í röð en það voru Toomey (1. sæti), O’Brien (s. sæti), Laura Horvath (3. sæti), Haley Adams (6. sæti) og Gabriela Migala (9. sæti).