Næstkaldasta sumar aldarinnar í höfuðborginni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 22:01 Einn af mörgum hráslagalegum sumardögum í Reykjavík árið 2022. Vísir/vilhelm Sumarið sem er að líða í Reykjavík er það næstkaldasta á öldinni og það fimmta blautasta. Þá hefur hæsti hiti ekki mælst lægri í borginni síðan um aldamót. Meðalhiti í Reykjavík það sem af er sumri er 10,1 stig, 0,8 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Sólskinsstundir eru 417, 33 stundum færri en í meðalári og úrkoman um 30 prósent umfram meðalúrkomu á sama tímabili. Gögnin ljúga ekki; kalt og blautt sumar í höfuðborginni, semsagt. „Þetta er næstkaldasta sumarið á þessari öld eins og er, og það fimmta blautasta,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Við erum nefnilega ekki alveg á botninum í ár. Sumrin 2003, 2014, 2018 og 2020 voru öll blautari en sumarið 2022 - og ótrúlegt en satt voru sólskinsstundirnar í fyrrasumar færri en nú. En það er vissulega tilefni til að barma sér. „Það hafa ekkert verið rosalega margir þurrir dagar í röð. Það hefur verið svolítið einkennandi fyrir sumarið. Og það sem stendur svolítið upp úr núna er að það hefur vantað þessa hlýju daga. Hæsti hitinn í Reykjavík í sumar hefur aðeins mælst 17,9 stig sem er frekar lágt,“ segir Kristín. Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna.Vísir/Sigurjón Hitametið í Reykjavík þetta sumarið féll jafnframt afar snemma,10. júní. Það er lægsti hæsti hiti í borginni síðan 2001. Og þá er ekki úr vegi að líta til Akureyrar, blíðviðrisparadísarinnar í norðri - eða svona, oftast nær. Þar hefur nefnilega einnig verið óvenjukalt. Hæsti hiti það sem af er sumri mældist 19,9 stig 14. júní. Það er lægsti hámarkshiti á Akureyri á þessari öld og fara þarf aftur til ársins 1979 til að finna lægri hámarkshita. En er þarna að merkja einhverja þróun, fyrirboða um það sem koma skal á Íslandi á tímum loftslagsbreytinga? Kristín telur ekki. „Þetta er bara tilfallandi.“ Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Meðalhiti í Reykjavík það sem af er sumri er 10,1 stig, 0,8 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Sólskinsstundir eru 417, 33 stundum færri en í meðalári og úrkoman um 30 prósent umfram meðalúrkomu á sama tímabili. Gögnin ljúga ekki; kalt og blautt sumar í höfuðborginni, semsagt. „Þetta er næstkaldasta sumarið á þessari öld eins og er, og það fimmta blautasta,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Við erum nefnilega ekki alveg á botninum í ár. Sumrin 2003, 2014, 2018 og 2020 voru öll blautari en sumarið 2022 - og ótrúlegt en satt voru sólskinsstundirnar í fyrrasumar færri en nú. En það er vissulega tilefni til að barma sér. „Það hafa ekkert verið rosalega margir þurrir dagar í röð. Það hefur verið svolítið einkennandi fyrir sumarið. Og það sem stendur svolítið upp úr núna er að það hefur vantað þessa hlýju daga. Hæsti hitinn í Reykjavík í sumar hefur aðeins mælst 17,9 stig sem er frekar lágt,“ segir Kristín. Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna.Vísir/Sigurjón Hitametið í Reykjavík þetta sumarið féll jafnframt afar snemma,10. júní. Það er lægsti hæsti hiti í borginni síðan 2001. Og þá er ekki úr vegi að líta til Akureyrar, blíðviðrisparadísarinnar í norðri - eða svona, oftast nær. Þar hefur nefnilega einnig verið óvenjukalt. Hæsti hiti það sem af er sumri mældist 19,9 stig 14. júní. Það er lægsti hámarkshiti á Akureyri á þessari öld og fara þarf aftur til ársins 1979 til að finna lægri hámarkshita. En er þarna að merkja einhverja þróun, fyrirboða um það sem koma skal á Íslandi á tímum loftslagsbreytinga? Kristín telur ekki. „Þetta er bara tilfallandi.“
Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira