Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2022 22:14 Friðrik Jónsson er formaður BHM. Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. Segja má að átök innan verkalýðshreyfingarinnar hafi náð hámarki þegar Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands á dögunum. Ástæðuna sagði hún vera að hún treysti sér ekki til að vinna áfram innan sambandsins, vegna blokkamyndunar og óbærilegra átaka sem dregið hefðu úr vinnugleði og baráttuanda. Formaður Bandalags háskólamanna, sem eru þó ekki undir hatti ASÍ, segir mikilvægt að taktur komist í starfsemi sambandsins fyrir kjaraviðræður í haust. „Maður horfir á þetta yfir götuna og óneitanlega hefur maður áhyggjur af því þegar innri átök eru jafn áberandi og taka jafn mikið pláss. Bara það að við séum að ræða það hér sýnir að þetta er full plássfrekt,“ segir Friðrik Jónsson, formaður BHM. Miklu máli skipti hvað gerist innan sambandsins, enda stærstu samtök fólks á launamarkaði. „Við sjáum það mjög vel í lífskjarasamingunum núna síðast, það sem var ákveðið þar hafði áhrif á okkur öll hin.“ Mögulega óhefðbundnar lausnir Kjaraviðræður á almennum markaði muni til að mynda hafa áhrif á áframhaldið hjá BHM, en samningar BHM gilda út mars á næsta ári. Samningar á almennum markaði renna út í lok október. Miklu máli skipti að samningar náist í haust. „Takist það ekki, þá verðum við að horfa til mögulega annarra lausna og annarra leiða.“ Þær lausnir gætu þurft að vera óhefðbundnar. „Ef við erum komin fram í nóvember og fram að jólum og þeim er ekki að takast að leysa verkefnið, þá verður að stíga inn í það með einhverjum hætti. Til dæmis verður opinberi markaðurinn kannski bara að taka ákveðna forystu. Það gæti verið ein leið.“ Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni Fyrrverandi ríkissáttasemjari segir það mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér vegna deilna inna verkalýðshreyfingarinnar. Átökin hafi verið óvenju opinber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur áhrif á gerð kjarasamninga í haust. 11. ágúst 2022 12:29 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Segja má að átök innan verkalýðshreyfingarinnar hafi náð hámarki þegar Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands á dögunum. Ástæðuna sagði hún vera að hún treysti sér ekki til að vinna áfram innan sambandsins, vegna blokkamyndunar og óbærilegra átaka sem dregið hefðu úr vinnugleði og baráttuanda. Formaður Bandalags háskólamanna, sem eru þó ekki undir hatti ASÍ, segir mikilvægt að taktur komist í starfsemi sambandsins fyrir kjaraviðræður í haust. „Maður horfir á þetta yfir götuna og óneitanlega hefur maður áhyggjur af því þegar innri átök eru jafn áberandi og taka jafn mikið pláss. Bara það að við séum að ræða það hér sýnir að þetta er full plássfrekt,“ segir Friðrik Jónsson, formaður BHM. Miklu máli skipti hvað gerist innan sambandsins, enda stærstu samtök fólks á launamarkaði. „Við sjáum það mjög vel í lífskjarasamingunum núna síðast, það sem var ákveðið þar hafði áhrif á okkur öll hin.“ Mögulega óhefðbundnar lausnir Kjaraviðræður á almennum markaði muni til að mynda hafa áhrif á áframhaldið hjá BHM, en samningar BHM gilda út mars á næsta ári. Samningar á almennum markaði renna út í lok október. Miklu máli skipti að samningar náist í haust. „Takist það ekki, þá verðum við að horfa til mögulega annarra lausna og annarra leiða.“ Þær lausnir gætu þurft að vera óhefðbundnar. „Ef við erum komin fram í nóvember og fram að jólum og þeim er ekki að takast að leysa verkefnið, þá verður að stíga inn í það með einhverjum hætti. Til dæmis verður opinberi markaðurinn kannski bara að taka ákveðna forystu. Það gæti verið ein leið.“
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni Fyrrverandi ríkissáttasemjari segir það mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér vegna deilna inna verkalýðshreyfingarinnar. Átökin hafi verið óvenju opinber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur áhrif á gerð kjarasamninga í haust. 11. ágúst 2022 12:29 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39
Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni Fyrrverandi ríkissáttasemjari segir það mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér vegna deilna inna verkalýðshreyfingarinnar. Átökin hafi verið óvenju opinber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur áhrif á gerð kjarasamninga í haust. 11. ágúst 2022 12:29
Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23