Sölvi Tryggvason snýr aftur með fjóra þætti Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2022 22:22 Sölvi Tryggvason hefur birt fjóra nýja þætti á hlaðvarpssíðu sína. Stöð 2 Fjórir nýir þættir af hlaðvarpinu Podcast með Sölva Tryggva eru komnir á áskriftarsíðu Sölva sem sett var í loftið nýlega. Sölvi hefur ekki birt nýjan þátt síðan tvær konur sökuðu hann um ofbeldi í maí á síðasta ári. Í kjölfar ásakananna var öllum þáttum hlaðvarpsins eytt af helstu hlaðvarpsveitum. Í desember á síðasta ári bárust síðan fregnir af því að Sölvi ætlaði að snúa aftur og væri búinn að taka upp nokkra þætti. Nú greinir Fréttablaðið frá því að fjórir nýir þættir séu komnir inn á sérstaka áskriftarsíðu Sölva sem sett var á laggirnar nýlega. Gestirnir fjórir sem Sölvi ræddi við í nýju þáttunum eru Ellý Ármannsdóttir, myndlistakona, Haraldur Erlendsson, lögfræðingur, Sara Oddsdóttir, markþjálfi og Númi Katrínarson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Grandi 101. Samkvæmt Fréttablaðinu hefur Sölvi fengið fjölda fólks til sín í viðtöl sem munu birtast á næstu mánuðum, til dæmis fyrirsætuna Ásdísi Rán, Nökkva Fjalar, stofnanda Swipe Media, Evu Hauksdóttur, lögfræðing, og Ögmund Jónasson, fyrrverandi ráðherra. Áskrift að hlaðvarpi Sölva kostar 990 krónur á mánuði en með áskriftinni fær fólk aðgang að öllum gömlu þáttum Sölva, sem og að þremur til fjórum nýjum þáttum í hverjum mánuði. Á vefsíðu Sölva er ekki einungis hægt að kaupa áskrift að hlaðvarpinu heldur býður hann einnig upp á mánaðarnámskeið í almennri heilsuráðgjöf. Námskeiðið kostar fjörutíu þúsund krónur en á síðunni er einnig hægt að bóka fyrirlestur frá Sölva og fá fjölmiðlaráðgjöf. Mál Sölva Tryggvasonar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bað um að viðtal Sölva við sig yrði ekki birt Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur óskað eftir því að viðtal sem Sölvi Tryggvason tók við hann fyrr á árinu verði ekki birt. Sölvi hyggst fara með hlaðvarp sitt af stað að nýju innan skamms, en hann dró sig úr sviðsljósinu fyrr á þessu ári þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. 30. desember 2021 21:33 Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11 Tvær konur hafa tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis Tvær konur hafa stigið fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafi verið beittar af Sölva Tryggvasyni, dagskrárgerðarmanni. Þær hafa báðar leitað til lögreglu vegna meints ofbeldis. 5. maí 2021 19:41 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Í kjölfar ásakananna var öllum þáttum hlaðvarpsins eytt af helstu hlaðvarpsveitum. Í desember á síðasta ári bárust síðan fregnir af því að Sölvi ætlaði að snúa aftur og væri búinn að taka upp nokkra þætti. Nú greinir Fréttablaðið frá því að fjórir nýir þættir séu komnir inn á sérstaka áskriftarsíðu Sölva sem sett var á laggirnar nýlega. Gestirnir fjórir sem Sölvi ræddi við í nýju þáttunum eru Ellý Ármannsdóttir, myndlistakona, Haraldur Erlendsson, lögfræðingur, Sara Oddsdóttir, markþjálfi og Númi Katrínarson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Grandi 101. Samkvæmt Fréttablaðinu hefur Sölvi fengið fjölda fólks til sín í viðtöl sem munu birtast á næstu mánuðum, til dæmis fyrirsætuna Ásdísi Rán, Nökkva Fjalar, stofnanda Swipe Media, Evu Hauksdóttur, lögfræðing, og Ögmund Jónasson, fyrrverandi ráðherra. Áskrift að hlaðvarpi Sölva kostar 990 krónur á mánuði en með áskriftinni fær fólk aðgang að öllum gömlu þáttum Sölva, sem og að þremur til fjórum nýjum þáttum í hverjum mánuði. Á vefsíðu Sölva er ekki einungis hægt að kaupa áskrift að hlaðvarpinu heldur býður hann einnig upp á mánaðarnámskeið í almennri heilsuráðgjöf. Námskeiðið kostar fjörutíu þúsund krónur en á síðunni er einnig hægt að bóka fyrirlestur frá Sölva og fá fjölmiðlaráðgjöf.
Mál Sölva Tryggvasonar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bað um að viðtal Sölva við sig yrði ekki birt Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur óskað eftir því að viðtal sem Sölvi Tryggvason tók við hann fyrr á árinu verði ekki birt. Sölvi hyggst fara með hlaðvarp sitt af stað að nýju innan skamms, en hann dró sig úr sviðsljósinu fyrr á þessu ári þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. 30. desember 2021 21:33 Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11 Tvær konur hafa tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis Tvær konur hafa stigið fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafi verið beittar af Sölva Tryggvasyni, dagskrárgerðarmanni. Þær hafa báðar leitað til lögreglu vegna meints ofbeldis. 5. maí 2021 19:41 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Bað um að viðtal Sölva við sig yrði ekki birt Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur óskað eftir því að viðtal sem Sölvi Tryggvason tók við hann fyrr á árinu verði ekki birt. Sölvi hyggst fara með hlaðvarp sitt af stað að nýju innan skamms, en hann dró sig úr sviðsljósinu fyrr á þessu ári þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. 30. desember 2021 21:33
Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11
Tvær konur hafa tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis Tvær konur hafa stigið fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafi verið beittar af Sölva Tryggvasyni, dagskrárgerðarmanni. Þær hafa báðar leitað til lögreglu vegna meints ofbeldis. 5. maí 2021 19:41