Ekki Bjarna Benediktssonar að segja vinnuaflinu hvað það á og hvað ekki Snorri Másson skrifar 10. ágúst 2022 19:31 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að þau átök sem verið hafi á milli hennar og Drífu Snædal fráfarandi formanns Alþýðusambandsins hafi verið pólitísk en ekki persónuleg. Hún gagnrýnir þá ummæli fjármálaráðherra um kjaraviðræður fram undan. Drífa sagði í dag að á köflum hafi það verið orðið óbærilegt að starfa með Sólveigu og Ragnari Þór, en Sólveig segir: „Mér finnst náttúrulega skringilegt að fara á þetta plan. Hún lætur þetta hljóma eins og ég og Ragnar Þór séum einhvern veginn gölluð eða með persónuleikabresti sem geri það að verkum að við séum öskrandi og að ráðast að henni. Það er náttúrulega augljóslega ekki svo.“ Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi Alþýðusambandsins í október, en þar hafa aðildarfélög þingfulltrúa eftir stærð félaganna. Efling og VR eru stærstu félögin innan sambandsins. „Það sem ég vona að gerist á þinginu í haust er það sem hefði átt að gerast 2018, að þær breyttu áherslur og sú endurnýjun sem hefur átt sér stað í hreyfingunni virkilega nái að skila sér alla leið. Staðreyndin er sú að það breyttist ekkert,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal hafi í staðinn ákveðið að framfylgja gömlu stefnu Gylfa Arnbjörnssonar áfram, stefnu stéttasamvinnu og SALEK-samninga. „Við munum auðvitað mæta í þessa kjarasamninga eins og þá síðustu“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ræddi kjaraviðræðurnar fram undan í viðtali við Stöð 2 í gær og sagði að það væri til dæmis ljóst að 10-11% hækkun væri ekki inni í myndinni. Sólveig segir þessa umræðu fáránlega, en að fyrirsjáanlegt sé að hún komi upp. Efling efndi til nokkurra verkfalla í aðdraganda síðustu samninga og Sólveig hefur sagt að ekki sé útilokað að til þess komi aftur nú. „Á þessum tímapunkti er þessi umræða einstaklega gróf og óþolandi vegna þess að verka- og láglaunafólk hefur séð það gerast að yfirstéttin í þessu samfélagi tekur til sín allt sem henni sýnist. Það er verka- og láglaunafólk sem hefur borið byrðarnar í gegnum faraldurinn og varð atvinnulaust, þurfti að standa sína plikt í umönnunarstörfum eins og láglaunakonurnar gerðu, og svo var húsnæðismarkaðurinn tekinn og afhentur eignastéttinni. Svo er það einfaldlega svo að launahækkanir sem um semst í kjarasamningum er það sem vinnuaflið á inni af hagvextinum. Það er ekki Bjarna Benediktssonar eða yfirstéttar þessa lands að segja vinnuaflinu hvað það eigi og hvað ekki. Við vitum hversu mikilvæg við erum og við munum auðvitað mæta í þessa kjarasamninga eins og þá síðustu, í baráttuham, og við munum ekki fara frá borðinu fyrr en við höfum náð að semja um það sem við sannarlega eigum inni.“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Alþingi ASÍ Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Drífa sagði í dag að á köflum hafi það verið orðið óbærilegt að starfa með Sólveigu og Ragnari Þór, en Sólveig segir: „Mér finnst náttúrulega skringilegt að fara á þetta plan. Hún lætur þetta hljóma eins og ég og Ragnar Þór séum einhvern veginn gölluð eða með persónuleikabresti sem geri það að verkum að við séum öskrandi og að ráðast að henni. Það er náttúrulega augljóslega ekki svo.“ Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi Alþýðusambandsins í október, en þar hafa aðildarfélög þingfulltrúa eftir stærð félaganna. Efling og VR eru stærstu félögin innan sambandsins. „Það sem ég vona að gerist á þinginu í haust er það sem hefði átt að gerast 2018, að þær breyttu áherslur og sú endurnýjun sem hefur átt sér stað í hreyfingunni virkilega nái að skila sér alla leið. Staðreyndin er sú að það breyttist ekkert,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal hafi í staðinn ákveðið að framfylgja gömlu stefnu Gylfa Arnbjörnssonar áfram, stefnu stéttasamvinnu og SALEK-samninga. „Við munum auðvitað mæta í þessa kjarasamninga eins og þá síðustu“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ræddi kjaraviðræðurnar fram undan í viðtali við Stöð 2 í gær og sagði að það væri til dæmis ljóst að 10-11% hækkun væri ekki inni í myndinni. Sólveig segir þessa umræðu fáránlega, en að fyrirsjáanlegt sé að hún komi upp. Efling efndi til nokkurra verkfalla í aðdraganda síðustu samninga og Sólveig hefur sagt að ekki sé útilokað að til þess komi aftur nú. „Á þessum tímapunkti er þessi umræða einstaklega gróf og óþolandi vegna þess að verka- og láglaunafólk hefur séð það gerast að yfirstéttin í þessu samfélagi tekur til sín allt sem henni sýnist. Það er verka- og láglaunafólk sem hefur borið byrðarnar í gegnum faraldurinn og varð atvinnulaust, þurfti að standa sína plikt í umönnunarstörfum eins og láglaunakonurnar gerðu, og svo var húsnæðismarkaðurinn tekinn og afhentur eignastéttinni. Svo er það einfaldlega svo að launahækkanir sem um semst í kjarasamningum er það sem vinnuaflið á inni af hagvextinum. Það er ekki Bjarna Benediktssonar eða yfirstéttar þessa lands að segja vinnuaflinu hvað það eigi og hvað ekki. Við vitum hversu mikilvæg við erum og við munum auðvitað mæta í þessa kjarasamninga eins og þá síðustu, í baráttuham, og við munum ekki fara frá borðinu fyrr en við höfum náð að semja um það sem við sannarlega eigum inni.“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Alþingi ASÍ Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08